Freyr - 01.10.2006, Side 14
LÍFELDSNEYTI
Etanólframleiðsla
af íslenskum túnum
- skref til sjálfbærrar orkuframleiðslu
í Ijósi umræðu um mengun, orku-
framleiðslu og ný hlutverk landbún-
aðar er rétt að velta fyrir sér hvert
hlutverk íslensks landbúnaðar geti
verið á sviði etanólframleiðslu.
GRÓÐURHÚSAÁHRIF
Gróðurhúsahrif stafa af auknum styrk
ýmissa oxíða í andrúmsloftinu. Þar spilar
koltvísýringur stórt hlutverk en hann kem-
ur fyrst og fremst frá bruna olíu og gass.
Árið 1957 lýstu franskir vísindamenn þess-
um áhrifum best:„Mannkynið er að fram-
kvæma þá stærstu tilraun á sviði jarðeðlis-
fræði sem gerð hefur verið. Aldrei hefur
það gerst og mun aldrei geta gerst aftur að
á nokkrum öldum sé sleppt út f andrúms-
loftið og í höfin því gríðarlega magni lífræns
kolefnis sem safnast hefur fyrir í setlögum
í hundruð milljónir ára." Áhrifin hljóta að
vera ófyrirséð (Himmel o.fl., 1997).
Árið 2005 var lífeldsneyti (biofuel) nærri
2% af heimsnotkun bensíns. Á etanól þar
stærstan hlut á undan lífdísel. Árabilið 2000
til 2005 fór framleiðsla etanóls úr 17 í 46
milljarða lítra (Brown, 2006).
Jarðeldsneyti notað á bifreiðar og flutn-
ingstæki í heiminum stendur fyrir um 25%
af losun gróðurhúsalofttegunda (Scobie,
2006). Notkun lífeldsneytis á venjulegar
vélar dregur verulega úr losun mengandi
efna og það hefur verið metið að ef etanól
sé notað í 95% blöndu með bensíni á léttar
bifreiðar megi draga úr CO^ losun um 90%
(Himmel. o.fl., 1997).
EVRÓPA
Evrópusambandið hefur markað sér þá
stefnu að auka hlutdeild Itfeldsneytis. Er það
einn af liðunum til að ná markmiðum Kyoto-
bókunarinnar um minnkandi losun CO^.
Markmiðið var að árið 2005 yrðu 2% af orku-
notkun frá endurnýjanlegum orkugjöfum og
5,75% árið 2010. Þessi markmið hafa ekki
náðst í öllum aðildarríkjum en flest eru þó
á góðri leið. Einnig hefur Evrópusambandið
sett sér öryggismarkmið með því að stefna
að því að árið 2020 verði það sjálfu sér nægt
með um 20% þeirrar orku sem þarf til að
halda uppi samgöngum (EU, 2003). Það eru
þó ekki öll aðildarríki sambandsins þessu
sammála og t.d. sögðust Danir ekki stefna
að neinni hlutdeild lífeldsneytis í sínum flutn-
ingageira en frekar í framleiðslu rafmagns og
hita. Þessi afstaða Dana stafar meðal annars
af því að mesta áherslan hefur til þessa verið
á framleiðslu díseleldsneytis úr olíufræjum.
Ræktun þeirra í Danmörku hefur talsverð
umhverfiséhrif, þ.e. krefst mikils áburðar og
talsverðar notkunar plöntuvarnarefna en í
nokkur ár hafa Danir unnið markvisst að því
að draga úr notkun þessara efna. En með
tækniþróun í vinnslu etanóls úr lífmassa er
talið að afstaða Dana muni breytast (Birr-Ped-
ersen, 2006).
ETANÓL
Það er rétt að árétta að etanól er fræðiheit-
ið yfir það sem flestir kalla „spíra". Upp á
erlenda tungu er etanól, sem er notað á
bifreiðar, yfirleitt kallað bioethanol til að
tilgreina sérstaklega að það sé framleitt úr
lífmassa (bio=líf).
Etanól er framleitt með því að gerja plöntu-
massa, s.s. korn, maís, sykurreyr, sykurrófur
eða hálm. Stærstu framleiðendur etanóls í
heiminum eru Brasilía með 15 milljarða lítra
og Bandaríkin með 13 milljarða. Brasilía not-
ar aðallega sykurreyr til framleiðslunnar en
Bandaríkin maís.
Hægt er að framleiða etanól úr í raun
hvaða sykrum sem er. Þar sem stórt hlutfall
allra plantna er sykrur er mögulegt að fram-
leiða etanól úr flestum plöntum. Með núver-
andi tækni er auðveldast að framleiða etanól
úr einföldum sykrum, s.s. hexósa og pentósa.
Sykurreyr hefur mjög hátt hlutfall hexósa og
því hentar hann mjög vel til etanólframleiðslu
(Thomsen o.fl., 2003). í kornræktarlöndum,
s.s. Bandaríkjunum og Evrópu, er algengara
að framleiða etanól úr sterkju af maís, byggi
eða hveiti. En einungis hluti af uppskeru þess-
ara plantna er notaðurtil gerjunar. Til að auka
sjálfbæra framleiðslu á etanóli er nauðsynlegt
að þróa aðra möguleika til framleiðslunnar. Er
þá horft til nýtingar annarra tegunda plantna
og eins betri nýtingar plantna með því að
nota t.d. einnig hálminn með korninu. Einnig
er horft til trjáa og ýmiss konar úrgangs.
Það eru fjölsykrurnar sellulósi og hemisellu-
lósi sem eru nýtanlegar. Þær eru bundnar í
plöntufrumum með lignini sem erónýtanlegt
til etanólframleiðslu en það má brenna og
nota sem orkugjafa t.d. til suðu á hráefninu
eða einfaldlega til rafmagns-, gufu- eða hita-
framleiðslu. Einnig gæti komið til greina að
nýta það sem áburð eða til uppgræðslu allt
eftir aðstæðum og það er engin ástæða til að
flokka þennan hluta sem verðlausan úrgang.
Mörgum er kunnugt að framleiðsla á etan-
óli fer fram í tveimur meginstigum: gerjun
og eimingu. Einungis einsykrur geta gerjast
en sykrur í plöntum eru yfirleitt fjölliður og
því þarf formeðferð til að brjóta þær upp.
Sú aðferð sem hefur notið mestrar hylli er
vatnssuða og niðurbrot með örverum. Sýru-
meðferð er einnig möguleg en óneitanlega
gerir hún ferlið heldur óviðfelldnara vegna
eitur- og slysahættu við notkun sýrunnar.
Venjulegt ger er notað til gerjunarinnar og
14
FREYR 10 2006