Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 23
JARÐRÆKT
Myndin sýnir streymi vatns að affalli. Mikilvægt er að vera með nokkurskonar varnarbelti
neðst í hallanum sem síar jarðvegsagnir og tekur til sín næringarefni. Teikn. óþekktur
(Robert Evans et al. 1996a)
Framræst og vel gróið ræktunarland þar
sem tap jarðvegs og næringarefna er vænt-
anlega í lágmarki. Ljósm. Árni Snæbjörnsson
úr efsta og frjósamasta lagi svarðarins.
Heildaráhrifin eru þau að jarðvegurinn
sem eftir er verður grófari og ófrjósamari.
Þar sem jarðvegur er þykkur og hlutfall
fínni efna er hátt getur mjög mikið fokið
úr landinu án þess að frjósemi dali veru-
lega. Moldrok úr mýrarjarðvegi inniheldur
að mestu lífræn efni og þar sem mýrarnar
eru þykkar getur tap næringarefna þvi ver-
ið verulegt. Jarðvegur úr neðri lögum, oft
áburðarfrekari, kemur upp á yfirborðið.
Eftir sáningu er hætta á að grasfræ fjúki
eða skolist til þannig að gróðurþekjan geti
orðið ójöfn. I kjölfar rofs í efstu lögum
akursins koma kornfræ upp á yfirborðið og
ná ekki að spíra. í þeim tilfellum þar sem
jarðvegsrof er mikið getur brunnið við að
fjúki ofan af niðursettum kartöflum.
ÁHRIF Á NÆRLIGGJANDI SVÆÐI
Sandfok stoppar fljótt við fyrirstöðu. Fyrir-
staða getur verið skurður, lækur, á eða vatn
sem þá fyllist smátt og smátt. Gróðurlendi
stoppar fok jarðvwegsagna og við það
safnast jarðvegsefni smátt og smátt upp og
mynda þykkari jarðveg. Þar sem foksandur
fer yfir myndast þykkur og ófrjór sendinn
jarðvegur og veldur það yfirleitt tjóni. Fínu
kornin sem berast lengra dreifast á stærra
svæði en bæta einnig næringarefnum við
jarðveginn sem fyrir fokinu verður. Hávaxinn
gróður, kjarr og skóglendi síar sérstaklega
mikið af fínum ögnum úr loftinu. ( þeim til-
fellum þar sem skóglendi er nálægt ökrum
sem mikið fýkur úr tekur það að jafnaði
við miklu af áfokinu. Hlutfall mélu, leirs og
lífrænna efna eykst og jarðveguinn verður
þykkari með tímanum.
í öllum tilfellum gildir að með foki eða
gruggugu vatni sem rennur af ökrum berst
mikið af næringarefnum burt. Þetta getur
leitt til ofauðgunar næringarefna í tjörnum
og vötnum eins og vel er þekkt í löndum
Moldrok í Eyjafjarðarsveit í júní 2006. Ljósm.
Jón Ingi Cæsarsson
með mikla akuryrkju. Áburðaráhrifa gætir
þó sérstaklega þar sem fínna fokið sest til.
Þetta getur haft mikil og jákvæð áhrif ef
það berst á ófrjósamt land.
ÁHRIF Á LOFT
Yfirborðsrennsli í akurlendi getur valdið
tjóni, auk þess sem vindur á greiða leið að
opnum sverðinum. Ljósm. L. 0ygarden (G.
Wilhelmsen 1998)
Moldrok orsakar rykmengun í lofti. Þegar
moldrokið er sýnilegt er það mjög mikið
og veldur skaða. Moldrok er hvimleitt, það
dregur úr skyggni og veldur óþægindum.
Rykið sest til og óhreinkar allt sem það
sest á og er í alla staði hvimleitt. Jarðvegs-
rykið er frekar grófkorna og hefur því ekki
eins alvarleg áhrif á heilsu og smágert
iðnaðarryk. Jarðvegsrykið er ekki hlaðið
skaðlegum efnum eins og oftast er í ryki
frá iðnaði.
hætta á útskolun jarðvegs með yfirborðs-
vatni og slíkt þarf að reyna að koma í veg
fyrir. Þá er oft gripið til þess ráðs að koma
svokölluðum varnarbeltum/gróðurbeltum
fyrir næst affalli eða við brekkurætur. I sum-
um löndum er það hluti af ræktunaráætlun
að koma upp slíkum varnarbeltum og í
Finnlandi er mælt með að slík belti séu allt
að 5% af flatarmáli alls ræktunarlands (Jari
Koskiaho, 2002).
HRINGRÁS VATNSINS
Vatn, sem fellur til jarðar með úrkomu eða
berst að með árennslisvatni, ýmist gufar
upp, sígur í gegnum jarðveginn eða renn-
ur í burtu sem yfirborðsvatn í næsta affall.
í hallandi og opnu landi er alltaf veruleg
ÚTSKOLUN JARÐVEGS
í hallandi landi getur laus og nýunnin
jarðvegsþekja farið illa í leysingum eða
úrkomutíð. Varast ber að vinna slíkt land
að hausti eða að vetri. ( mörgum löndum
er jarðvinnsla að hausti bönnuð vegna þess
FREYR 12 200S
23