Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2006, Side 30

Freyr - 01.10.2006, Side 30
NAUTGRIPARÆKT Sjálfvirkar mjaltir eru meira en að koma upp mjaltaþjóni Eftirfarandi forsendur þarf til að notkun á mjaltaþjóni gangi vel • Raunhæfar væntingar. • Góð búmennska. • Vandaðar leiðbeiningar áður en hin nýja tækni er tekin í notkun, meðan bóndinn er að venjast henni og eftir að hún er komin í gagnið. • Sveigjanleiki og reglusemi við eftirlit með vélbúnaðinum og kúnum. • Tölvukunnátta. • Góður skilningur á því sem fram fer I fjósinu, og tilfinning fyrir gripunum. • Tæknilega vel virkt mjaltakerfi og reglubundið eftirlit með því. • Heilbrigðar og lystugar kýr með sterka fætur. Þegar þessi listi er skoðaður kemur glöggt fram sterkur samnefnari sem er bóndinn sjálf- ur. Það á einnig við um rekstaröryggi mjaltaþjónsins. Tíminn líður hratt og nú eru rétt sjö ár síðan fyrsti mjaltaþjónninn var tekinn í notkun hér á landi. Það gerðist 26. september árið 1999 á búinu Bjólu í Djúpárhreppi í Rangár- vallasýslu. Nú eru í notkun á íslandi um 60 mjaltaþjónar á 55 búum. Tæknin hefur þróast mikið á þessum 7 árum og mjaltaþjónninn er í dag mun betra tæki en áður var. Menn hafa nú meiri reynslu að byggja á og líta til þegar þarf að takast á við það verkefni að ákveða hvort endurnýja eigi mjalta- vélarnar með mjaltaþjóni eða ekki. í nágrannalöndum okkar hafa bændur verið að taka tækni þessa í þjónustu sína og hafa nú nokkra reynslu af henni. Það þótti því rétt að þýða eftirfarandi grein, sem birtist í blaðinu LOA nr. 8/2006, en það er finnskt tímarit um tækni og hagfræði í landbúnaði, sem dreift er með búnaðarblaðinu Landsbygdens Folk. Höfundurinn er Esa Manninen. Margar kannanir hafa sýnt að rétt viðhorf og réttar væntingar eru besta veganestið til að sjálfvirkar mjaltir takist vel. Athugan- ir í mörgum löndum hafa sýnt að 5-10% af bændum, sem hafa tekið mjaltaþjón I notkun, hafa skipt aftur yfir í hefðbundnar mjaltir. I nokkrum tilfellum hafa væntingar tengdar mjaltaþjóninum ekki staðist, stund- um hafa bændur ekki ráðið við umskiptin og einnig eru dæmi um að mjaltaþjónninn hafi verið ótryggur í rekstri og þar af leið- andi vinnufrekur. HVAÐ ER RAUNSÆTT? Það er óraunsætt að halda að menn geti slakað á eftirliti í fjósinu eftir að mjaltaþjónn hefur verið tekinn í notkun. Brýnt er að slaka ekki á því. Þetta er grundvallaratriði, vegna þess að annars fær bóndinn ekki nægilega tilfinningu fyrir líðan kúnna. Ef það er hugmynd bóndans að koma sér upp mjaltaþjóni til að spara sér umgang við kýrn- ar eru sjálfvirkar mjaltir engin lausn. Júgurheilbrigði eða há nyt fæst ekki af sjálfu sér. Mikilvægt er að halda kúnum vel hreinum við sjálfvirkar rnjaltir og af því leiðir að þrífa verður básana reglulega. Þá er mikil- vægt að fylgjast vel með spenaþvætti mjalta- þjónsins, þar sem hann gerir ekki viðvart, mistakist þvotturinn. Þá þarf mjaltaþjónninn daglegt eftirlit og viðhald. Þjónustusamn- ingur við vélasalann dugar þar ekki einn. Mjaltaþjónninn er aðeins vél. REGLUSEMI BORGAR SIG Meðal þess, sem haldið var fram, þegar mjaltaþjónar komu á markaðinn, var að júgurheilbrigði myndi batna og nyt aukast. Nú, þegar reynsla er komin á kerfið, verður að viðurkennast að bein staðfesting á þessu hefur ekki fengist. Aðalástæða þess er sú að sumar kýr fara ekki reglulega í mjaltara eða að fóðurgang- inum til að éta. ( athugunum, sem gerðar hafa verið, kemur í Ijós að það eru þessar Bændur þurfa að svara fjölmörgum spurningum áður en þeirtaka ákvörðun um að setja upp mjaltaþjón á sínu búi. Er hæfni bóndans nægileg? Henta kýrnar fyrir sjálfvirkar mjaltir? Hvaða hugmyndir eru um mjólkurframleiðslu í framtíðinni? 30 FREYR 10 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.