Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 32
HROSSARÆKT
Skýrsluhald í
hrossarækt 2006
ÞÁTTTAKA OG UMFANG
Alls voru 3.499 einstaklingar skráðir sem
þátttakendur í skýrsluhaldi hrossaræktarinn-
ar um mánaðamótin september/október
2006. Ljóst er að nær allir þeir sem stunda
markvissa hrossarækt eru innan skýrslu-
haldsins. Ef bornar eru saman tölur um
ásett folöld úr forðagæsluskýrslum annars
vegar og úr skýrsluhaldinu hins vegar kemur
í Ijós að rúmlega 90% allra ásettra folalda
eru innan skýrsluhaldsins.
Nýjustu tölur úr gagnavörslukerfinu
WorldFeng segja okkur að þar séu nú skráð
rúmlega 263.000 hross í að minnsta kosti
tuttugu og fjórum löndum og hefur þeim
fjölgað um nær 30.000 á einu ári þannig
að gagnabankinn vex hratt og hraðar en
Tafla 1. Staðsetning hrossa sem skráð
eru á lífi
Land Fjöldi Hlutfall
Austurríki 1.400 0,9%
Bandaríkin 2.909 1,9%
Belgía 951 0,6%
Bretland 727 0,5%
Danmörk 18.653 12,4%
Ekki vitað 2.146 1,4%
Finnland 1.740 1,2%
Frakkland 264 0,2%
Færeyjar 95 0,1%
Grænland 16 0,0%
Holland 6.300 4,2%
Irland 43 0,0%
Island 81.533 54,2%
Italía 270 0,2%
Kanada 134 0,1%
Litháen 2 0,0%
Lúxemborg 110 0,1%
Noregur 5.227 3,5%
Nýja-Sjáland 7 0,0%
Slóvenia 16 0,0%
Sviss 1.523 1,0%
Svíþjóð 17.401 11,6%
Ungverjaland 24 0,0%
Þýskaland 8.876 5,9%
Samtals: 150.367 100%
á síðustu árum. Af skráðum hrossum eru
tæp 150.000 skráð á lífi og má sjá staðsetn-
ingu þeirra í töflu 1. Ljóst er að hérlendis er
skráning komin langlengst á veg því giskað
er á að íslensk hross t.d. í Þýskalandi séu nú
um 50.000. Utan (slands eru Danir og Svíar
komnir hvað lengst í skráningu sinna hrossa
en þessi misserin er unnið ötullega að skrán-
ingu víða um heim.
Þegar einstaklingur vill hefja skýrsluhald
þarf hann að snúa sér til viðkomandi búnað-
arsambands og fá aðstoð við að grunnskrá
hrossin.Þá þarf að svara spurningum um fæð-
ingarár, nafn, uppruna, lit, ætt og eigendur.
Þegar þessum áfanga er náð er eftirleik-
urinn auðveldur. Að hausti berast skýrslu-
höldurum í hendur tvenns konar eyðublöð
til útfyllingar:
1. Afdrifaskýrsla. Á hana færast upplýsing-
ar um afdrif hrossa sem skráð eru í eigu
viðkomandi aðila. Merkja þarf við hafi
hrossið drepist, verið fellt eða folar geltir.
Einnig er hægt að merkja við að hrossið
hafi verið selt.
2. Folaldaskýrsla. Á þessari skýrslu koma
fram hryssur sem mögulega gætu átt fol-
öld. Þarna þarf að merkja við hafi hryss-
an verið geld, látið eða henni ekki haldið
árið á undan. Þá er hægt að merkja við
ef folald hefur fæðst og að lokum er
hægt að merkja við hver afdrif folaldsins
hafi verið hafi það ekki verið sett á.
Annað þarf ekki til svo skýrsluhaldið
gangi nokkuð snurðulaust fyrir sig.
IEftir Guðlaug V.
Antonsson,
landsráðunaut
í hrossarækt,
Bændasamtökum
íslands
(töflu 2 kemur fram fjöldi skráðra, ásettra
folalda fæddra 2005 eftir landsvæðum og
hversu mörg þeirra eru A-vottuð og hlutfall
þeirra. Til samanburðar eru árin 2003 og
2004.
Ásett folöld veturinn 2005/2006 voru
5.138 sem er 454 folöldum fleira en árið
2004 sem er umtalsverð fjölgun og sú mesta
um nokkurra ára skeið. Langflest eru þau í
Rangárvallasýslu en næst koma Skagafjörð-
ur, Árnessýsla og Húnavatnssýslur. Einnig
sést að gæði skýrsluhaldsins eru vaxandi hjá
þeim sem það stunda en til að hrossið fái
A-vottun í dag þarf að uppfylla þrjú skilyrði
skýrsluhalds eða færa sönnur á ætterni með
DNA-greiningu. Þau skilyrði sem uppfylla
þarf í skýrsluhaldi eru í fyrsta lagi að skila
fyrir áramót fyljunarvottorðum yfir hryssur
sem haldið var á árinu, í öðru lagi að skila
árlegum skýrslum skýrsluhaldsins fyrir ára-
mót og í þriðja lagi að skila inn örmerkingar-
vottorðum folalda fyrir 1. mars árið eftir að
þau fæðast. Nú er hlutfall A-vottaðra folalda
farið að nálgast 40% sem er umtalsverð
aukning milli ára, nokkursvæði eru nú þegar
yfir 50% hvað þennan þátt varðar.
Á mynd 1 sést skipting ásettra folalda
2005 eftir hrossaræktarsambandssvæðum.
Mynd 1. Hlutfallslegur fjöldi ásettra og skráðra folalda 2005 eftir hrossaræktar-
sambandssvæðum
3% 1 %
15%
47%
10%
□ Hrs.
□ Hrs.
□ Hrs.
□ Hrs.
■ Hrs.
□ Hrs.
■ Hrs.
□ Hrs.
■ Hrs.
Suðurlands
Vesturlands
Dalamanna
V-Húnvetninga
A-Húnvetninga
Skagfirðinga
Eyfirð. og Þing.
Austurlands
A-Skaftfellinga
32
FREYR 10 2006