Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 34

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 34
HROSSARÆKT Tilgangur myndatökunnar er að minnka tíðni spatts í íslenska hrossastofninum. Mikilvægast í þeirri baráttu er að finna þá hesta sem á unga aldri greinast með brjósk- eyðingu I hækilliðum. EISTNAMÆLINGAR/EISTNASKOÐUN Á árinu var lögð aukin áhersla á eistnamæl- ingar og eistnaskoðun á öllum stóðhestum sem til dóms komu. Alls voru athuganirnar um 400, af þeim reyndust aðeins 10 stóð- hestar, eða 2,5%, hafa svo ríka eistnagalla að ástæða væri til að skrá það í WorldFeng en hrossaræktarráðunautur Bl sér um þá skráningu. Ferli athugasemda sem gerðar voru var á þann veg að ef eigendur/knapar voru ekki sáttir við niðurstöðu dómnefndar höfðu þeir þrjár vikur til að afla nýs úrskurð- ar hjá dýralækni. Kæmi hann ekki fram voru athugasemdir settar í WorldFeng. Þeir gallar sem alvarlegir voru taldir og skráðir voru eru: eineistni, mikill stærðarmunur á eistum og ef bæði eistu sneru öfugt. ÚTFLUTNINGUR HROSSA Vissar áhyggjur vekur að útflutningur hrossa hefur heldur farið minnkandi á und- anförnum árum þó engin vafi sé á að verð- mæti þeirra hrossa sem út eru flutt hafi aukist umtalsvert. Einkum eru það keppn- is- og kynbótahross sem flutt eru út á góðu verði en meginfjöldinn er tilkominn vegna almennra reiðhesta og reiðskólahrossa sem ekki fæst hátt verð fyrir og hafa í raun ekki hækkað ( verði um alllangt skeið. Hitt er einnig deginum Ijósara að verslun með hross er lífleg innanlands þannig að sá markaður hefur að stórum hluta komið í stað útflutnings. Sífellt fleiri sjá sér hag í að stunda hestamennsku bæði til gagns og ánægju, ný hesthúsahverfi rísa og versl- un með allt er tengist hestamennsku er blómleg svo ekki sé minnst á alla þá sem hafa atvinnu sína beint eða óbeint af grein- inni. (töflu 3 er yfirlit yfir útflutt hross eftir einstökum löndum frá 1996 til 5. október í ár. Eins og undanfarin ár er langmestur útflutningur til þriggja landa þ.e. Svíþjóðar, Þýskalands og Danmerkur. Illa gengur að vinna stóra markaði í öðrum löndum þó Finnland hafi verið lofandi markaður á und- anförnum árum. Útflutningur til annarra landa einkennist af miklum sveiflum sem erfitt er að sjá fyrir. SKÝRSLUHALDIÐ Á NÆSTU ÁRUM Sú stefna hefur verið mörkuð af fagráði í hrossarækt að pappírsskýrsluhald skuli minnkað. Nokkur skref hafa verið stigin ( þessa átt á undanförnum árum. Nú í haust verður pappírsnotkunin enn dregin saman því skýrslum verður fækkað um eina frá fyrri árum. Undanfarin ár hafa skýrsluhald- arar fengið í hendur svokallaða yfirlits- skýrslu með yfirliti yfir kynbótamat allra hrossa búsins. ( haust verður þessi skýrsla ekki send út en hana geta þeir nálgast sem hafa aðgang að WorldFeng en aðrir hjá sínum búnaðarsamböndum hafi þeir áhuga á því. Pappírssparnaður er ekki eina ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin. í fyrsta lagi hefur útsending þessarar skýrslu seinkað útsendingu annarra gagna vegna þess að beðið hefur verið eftir nýju kynbótamati, í öðru lagi hefur stór hluti skýrsluhaldara aðgang að WorldFeng og í þriðja lagi er stefnan sú að á næstu árum fái þeir aðeins pappírsgögn í skýrsluhaldi sem þess óska en öðrum verði gert kleift að skrá sitt skýrsluhald beint í WorldFeng. Hér að framan var minnst á DNA-grein- ingar hrossa. Nú hefur fagráð ákveðið að frá og með næsta hausti fái aðeins þau hross A-vottun á ætterni sem sanna það með DNA-greiningu. Á aðalfundi FEIF (Alþjóðasamtaka (slandshestafélaga) í sept- ember síðastliðnum var ákveðið að frá og með árinu 2010 þyrftu allir stóðhestar sem til dóms koma að vera DNA-greindir með tilliti til ætternis. Tafla 3. Útflutningur hrossa 1995 til 5. október 2006. Land 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Samtals Austurríki 80 87 76 44 23 31 39 35 28 55 53 31 582 Belgía 8 1 9 1 6 4 3 4 2 8 46 Kanada 104 73 162 44 17 19 77 10 3 3 7 1 520 Sviss 96 118 120 118 147 106 95 76 81 98 77 43 1.175 Þýskaland 1.127 1.078 820 531 457 377 314 185 198 240 269 160 5.756 Danmörk 401 255 228 268 308 203 150 259 232 327 320 148 3.099 Finnland 16 122 56 41 71 67 96 72 105 121 162 86 1.015 Færeyjar 15 16 11 13 16 11 10 7 9 8 1 117 Frakkland 3 3 2 1 3 11 6 3 2 34 Bretland 23 16 25 22 13 11 12 30 8 16 17 16 209 Graenland 3 5 2 10 4 2 8 4 2 40 ítalia 11 27 7 3 3 5 2 4 9 6 77 Luxembourg 3 1 2 1 2 3 2 1 15 Flolland 59 55 69 56 60 45 49 26 16 19 24 8 486 Noregur 137 177 173 159 127 249 279 200 172 114 134 53 1.974 Svíþjóð 407 647 690 582 557 543 421 388 472 450 335 271 5.763 USA 116 158 117 108 150 219 208 194 106 100 78 44 1.598 Slóvenía 1 1 1 10 4 17 Nýja-Sjáland 4 1 2 7 írland 2 1 2 5 Ungverjaland 4 1 2 7 2.609 2.840 2.564 1.994 1.955 1.897 1.765 1.506 1.455 1.578 1.501 878 22.542 34 FREYR 10 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.