Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 28
Blóð fyrir aðgerðina á Landspítal-anum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúk-
dóma? Greining sýna vegna erfðasjúk-
dóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN,
Félagi íslenskra náttúrufræðinga.
Náttúrufræðingar vinna fjölmörg
samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í
Blóðbankanum, veirufræðideild,
ónæmisfræðideild og erfða- og sam-
eindalæknisfræðideild. Margir okkar
félagsmenn eru með líf okkar sam-
borgara í höndunum. Þeir eru með
mikla þjálfun að baki og án þeirra
myndi heilbrigðiskerfið ekki vera
starfhæft.
Náttúrufræðingar vinna í Blóðbank-
anum, einu sérhæfðu stofnuninni á
þessu sviði í landinu, s.s. við fram-
leiðslu á blóðhlutum, þjónusturann-
sóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu,
rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóð-
bankanum fá sjúklingar þá blóðhluta
sem þeim eru nauðsynlegir vegna
aðgerða og annarra meðferða. Þar eru
greindir blóðflokkar og mótefni en
án þess starfsþáttar væri ekki hægt að
gefa sjúklingum blóðhluta, en greining
á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar
fram.
Þeir sinna einnig undirbúningi
fyrir inngjöf blóðmyndandi stofn-
fruma sem safnað er úr sjúklingum
sem eru aðallega með mergfrumuæxli
og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru
sjúklingi gefnar til baka þessar stofn-
frumur eftir háskammta lyfjameðferð
en það er nauðsynleg meðferð til að
sjúklingur nái bata eða lengja líf hans.
Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir
og flokkun á rauðum og hvítum blóð-
kornum, en þessi flokkun er nauð-
synleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða
vefjaflutningum að halda.
Náttúrufræðingar sem starfa á veiru-
fræðideild sinna ýmsum rannsóknum
og greiningum á sýnum úr sjúklingum
vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og
gera mótefnamælingar, sem er hluti af
undirbúningi læknismeðferðar sjúkl-
inga t.d. vegna krabbameins.
Náttúrufræðingar á ónæmisfræði-
deild sinna ýmsum vísindarannsókn-
um og kennslu, leiðbeina nemendum
í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að
utan í masters- og doktorsnámi. Nátt-
úrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og
nefndum á spítalanum.
Náttúrufræðingar á erfða- og
sameindalæknisfræðideild sinna
þjónusturannsóknum á arfgengum
sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í
blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar.
Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífs-
hættulega sjúkdóma, sem þó er auð-
velt oft á tíðum að meðhöndla ef vitn-
eskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi.
Fósturgreiningar koma þar einnig við
sögu þegar annað eða báðir foreldrar
eru arfberar hættulegra sjúkdóma.
Náttúrufræðingar eru með að lág-
marki fyrstu háskólagráðu hjá Land-
spítala með BS/BA og margir hafa tekið
master eða doktor og eru því með 3-11
ára háskólanám að baki. Náttúrufræð-
ingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til
að sinna störfum sínum.
Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og
vönduð vinnubrögð, en það skiptir
höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig.
Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru
í samningaviðræðum við ríkið. Við
gerum kröfu um leiðréttingar á laun-
um félagsmanna og gerum kröfu um
fagleg vinnubrögð!
Hvað er að frétta?
Maríanna
Hugrún
Helgadóttir
formaður
Félags íslenskra
náttúru
fræðinga
Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp
á líf eða dauða hvort sem við viljum
horfast í augu við þá staðreynd eða
ekki. Margir þeirra sem best þekkja
til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir
heims sig ekki saman um að spyrna
tafarlaust við fótum geti leikurinn
endanlega tapast strax um miðja
þessa öld. Þetta kom meðal annars
fram í máli Emmanuels Macron
Frakklandsforseta í vikunni, á ráð-
stefnu í París um loftslagsmál.
Tíminn sem við höfum til stefnu er
þess eðlis að einungis við sem komin
erum á fullorðinsaldur getum gripið
til nauðsynlegra aðgerða. Þegar
börnin okkar eru vaxin úr grasi er
það hugsanlega of seint. Stundum er
sagt að margar hendur vinni létt verk
og það á vissulega við í þessu tilfelli –
ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverf-
issóðanna hafa reyndar lýst því yfir
að þeir ætli ekki að vera með heldur
halda áfram uppteknum hætti. Það
þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að
leggja ennþá meira af mörkum.
Losun gróðurhúsalofttegunda
aukist á Íslandi
Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað
minnst hefur gert til þess að snúa
blaðinu við á undanförnum árum.
Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun
okkar á gróðurhúsalofttegundum
verulega á meðan flest hinna iðn-
væddu og menntuðu ríkja drógu úr
mengun sinni. Og við erum enn að
fresta því að taka á vandanum enda
þótt við lofum öllu fögru. Staðreynd-
in er smánarblettur sem við verðum
að hreinsa af okkur. Ekki einungis
til þess standa við skuldbindingar
okkar í Parísarsáttmálanum og forða
okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna
sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur
beinlínis til þess að halda lífi.
Og við eigum stórkostlegt tækifæri
til þess að snúa vörn í sókn án þess
að finna endilega mikið fyrir því.
Langtum stærra tækifæri en flestar ef
ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið
okkar, kannski dýrmætasta auð-
lindin okkar í framlagi til loftslags-
baráttunnar, eru opnir skurðir sem
auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85%
allra framræsluskurða sem á sínum
tíma voru grafnir með fjárstuðningi
ríkisins eru með öllu gagnslausir til
jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins
vegar lífríki náttúrunnar með marg-
víslegum hætti og stuðla að gífurlegri
losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.
Lokum skurðunum
Samanlögð lengd gamalla „land-
búnaðarskurða“ á Íslandi er um 33
þúsund kílómetrar. Það samsvarar
vegalengdinni frá Íslandi til Sydney
í Ástralíu … og aftur til baka. Þegar
við bætast ríflega 60 þúsund kíló-
metrar af plógræsum, sem að mestu
voru rist í jörðu á síðustu áratugum
síðustu aldar, nær heildarlengd vot-
lendisræsa á Íslandi meira en tvo
hringi umhverfis jörðina. Saman-
lögð losun bílaflotans, fiskiskipa-
flotans og innanlandsflugsins er
einungis brot af þeirri losun sem á
sér stað í framræstu mýrlendi sem
hægt er að endurheimta án þess að
spilla túnum eða beitarlandi.
Gróðursetning trjáa til þess að
minnka kolefnisfótspor okkar
er mikilvæg. Henni eigum við að
halda áfram. Áhrifin koma hins
vegar fram á löngum tíma og duga
skammt í því tímahraki sem fram-
undan er. Endurheimt votlendis
er andhverfan. Hver skurður sem
lokast myndar á örskammri stundu
vætu á nýjan leik og stöðvar þannig
rotnun í þurrum jarðvegi gamalla
mýra nánast á einni nóttu. Lokun
skurða er sambærileg við nauð-
hemlun bifreiðar og það er álíka
auðvelt að mæla strax árangur upp-
fyllingarinnar eins og hemlunar-
vegalengd bílsins.
Um þessar mundir er sem betur
fer að fæðast stór hópur vísinda-
manna og annarra sérfræðinga,
fyrirtækja, stofnana og áhugasamra
vakandi einstaklinga sem hyggur á
stofnun samtaka um endurheimt
votlendis. Markmiðið er að vekja
landsmenn af værum blundi. Von-
andi munu landeigendur leggja sitt
af mörkum. Fjöregg okkar í lofts-
lagsmálum er í þeirra höndum.
Í kapphlaupi við tímann
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
alþingismaður
Íslendingar eru í þeim hópi
sem hvað minnst hefur gert
til þess að snúa blaðinu við
á undanförnum árum. Frá
árinu 1990 til 2010 jókst
losun okkar á gróðurhúsa-
lofttegundum verulega á
meðan flest hinna iðnvæddu
og menntuðu ríkja drógu úr
mengun sinni.
Þú finnur allt um mig og útsölustaði á www.regalo.is
1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r28 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
1
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
C
-4
F
D
4
1
E
7
C
-4
E
9
8
1
E
7
C
-4
D
5
C
1
E
7
C
-4
C
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
8
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K