Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 8
BÍLALAND BÝÐUR NOKKRA BÍLA Á EINSTÖKUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL Á FRÁBÆRU VERÐI! Á VÖLDUM BÍLUM RENAULT Captur Dynamic Nýskr. 07/15, ekinn 27 þ.km. dísil, beinskiptur. Verð áður: 2.190.000 kr. TILBOÐ 1.890 þús. kr. DACIA Logan Nýskr. 04/15, ekinn 40 þ.km. dísil, beinskiptur. Verð áður: 1.890.000 kr. TILBOÐ 1.590 þús. kr. KIA Sorento Luxury Nýskr. 05/16, ekinn 67 þ.km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 5.780.000 kr. TILBOÐ 4.990 þús. kr. CHEVROLET Cruze LT Nýskr. 04/14, ekinn 33 þ.km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 1.890.000 kr. TILBOÐ 1.590 þús. kr. RENAULT Kadjar Zen 4wd Nýskr. 07/16, ekinn 51 þ.km. dísil, beinskiptur. Verð áður: 3.490.000 kr. TILBOÐ 2.950 þús. kr. HYUNDAI i20 Classic Nýskr. 09/12, ekinn 84 þ.km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 1.290.000 kr. TILBOÐ 990 þús. kr. Rnr. 144320 Rnr. 152971 Rnr. 370768 Rnr. 144279 Rnr. 153049 Rnr. 144495 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ E N N E M M / S ÍA / N M 8 5 5 6 7 B íl a la n d T il b o ð 2 x 3 8 1 4 d e s 24.729 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 20.864 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 64.672 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 20.864 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 38.387 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 16.975 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. Heilbrigðismál Sjúkraflug hér á landi er orðið það umfangsmikið að sjúkraflutningamenn á Akureyri eru með einn mann fastan í því á hverjum degi. Mikilvægt er að mati Ólafs Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, að koma til móts við þessa þróun með auknu fjármagni svo ráða megi fleiri sjúkraflutn- ingamenn í verkefnið og fá inn aðra sjúkraflugvél á dagvinnutíma. Búist er við 17 prósent aukningu sjúkraflugs á landinu á þessu ári að sögn Slökkviliðsins á Akureyri sem hefur umsjón með þeim hluta sjúkraflutninga á landinu. Nú þegar hafa 763 sjúkraflug verið farin og 811 sjúklingar fluttir með þeim. Áætlað er að sjúkraflug verði rúmlega átta hundruð á þessu ári. „Eins og staðan er hjá okkur núna höfum við greitt starfsmönnum álag fyrir 2.170 klukkustundir á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er að gera um 200 tíma á mánuði. Inni í þessum tíma er undirbúningur fyrir sjúkraflug, frágangur og skýrslugerð. Meðaltími fyrir hvert flug er rúmar þrjár klukkustundir,“ segir Ólafur. „Staðan núna er sú að við erum fimm á vakt hér á dagvöktum, fjórir til að manna tvo bíla og einn til að sinna flugi. Þegar upp koma sjúkraflug á næturvöktum þarf oft að styrkja sjúkrabílavaktina með því að ræsa mann af frívakt með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur,“ bætir Ólafur við. Oddur Ólafsson, forstöðulæknir svæfingalækninga Sjúkrahússins á Akureyri sem er yfir sjúkraflugi, segir þá stöðu sem upp er komna núna sýna mikilvægi þess að tvær vélar séu til taks. „Ég gæti séð fyrir mér aðra vél koma inn á dagvaktir, frá morgni til kvölds á virkum dögum, til að annast sjúkraflutn- inga í minni forgangi,“ segir Oddur. „Sjúkraflutningar hafa aukist, bæði á landi og í lofti. Því þarf að setja skýrari ramma utan um sjúkra- flugið og skilgreina hvaða þjónustu á að veita, hver ábyrgð og hverjar skyldur aðila í sjúkraflugi eru og hvernig eftirlit með þjónustunni á að vera.“ sveinn@frettabladid.is Aðkallandi að séu tvær sjúkraflugvélar til taks Mikilvægt er að ný sjúkraflugvél taki að sér sjúkraflug í minni forgangi að mati slökkviliðsstjóra og forstöðulæknis á Akureyri. Búist er við að 800 sjúkraflug verði farin á þessu ári með um 900 sjúklinga, en sjúkraflutningar hafa aukist. Fjölgun flutninga sjúklinga í lofti kallar á nýja sjúkraflugvél. Ekkert bendir til þess að dragi úr sjúkraflugi á næstu árum. Eins og staðan er hjá okkur núna höfum við greitt starfsmönnum álag fyrir 2.170 klukkustundir á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri skipulagsmál Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað Hjálp- ræðishernum að reisa höfuðstöðvar á tveimur hæðum á Suðurlandsbraut 32-34. Byggingin sem um ræðir er sam- tals 1.531 fermetri á tveimur hæðum. Er það eilítið stærra en fyrrverandi höfuðstöðvar við Kirkjustræti sem Hjálpræðisherinn seldi fyrir tæpum tveimur árum á 630 milljónir króna. „Það var ósk um að gera eftirminni- legt hús utan um þessa sérstöku starfsemi sem verður á áberandi stað,“ segir Hans-Olav Andersen sem hannaði nýju höfuðstöðvarnar. Lóðin stendur við suður mörk Soga- mýrar, nærri Miklubraut. Hans-Olav segir nokkurn tíma hafa farið í að gera sér grein fyrir þeim þörfum sem byggingin þurfi að uppfylla. Við því sé að búast að það sem eftir lifir vetrar verði nýtt til frekari hönnunarvinnu og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir gætu þá hafist næsta sumar. „Markmiðið er að þetta verði farið af stað næsta sumar eða haust,“ segir Hans sem bendir þó á að mikil þensla sé á byggingamarkaði og ekki hlaupið að því að finna verktaka. – gar Hjálpræðisherinn má reisa nýjar höfuðstöðvar sínar á Suðurlandsbraut Það var ósk um að gera eftirminnilegt hús utan um þessa sérstöku starfsemi sem verður á áberandi stað. Hans-Olav Andersen Suðurhlið nýrra höfuðstöðva Hjálpræðishersins í Sogamýri. Mynd/HanS Olav andErSEn 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F i m m T u d a g u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -5 E A 4 1 E 7 C -5 D 6 8 1 E 7 C -5 C 2 C 1 E 7 C -5 A F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.