Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 4 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 4 . d e s e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Þorgerður Katrín skrifar um kapphlaupið við tímann í loftslagsmálum. 28 lÍFið Fólk rifjar upp bestu og verstu jólagjafir sem það hefur fengið. 74 plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 D A G A R TIL JÓLA 10 O P I Ð T I L 2 2 Í K V Ö L D 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM MIKIÐ ÚRVAL VERÐ FRÁ KR. 24.990 HNÍFAPARATÖSKUR LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 lögregluMál Anna Katrín Snorra- dóttir, sem lagði fram kæru gegn Robert Downey vegna kynferðis- brota 5. júlí í sumar, bíður enn niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suður- nesjum þann 24. febrúar árið 2015. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík á sínum tíma, nú lög- reglunni á Suðurnesjum. Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katr- ínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heim- ild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir. Önnu Katrínu var tjáð í sumar þegar hún lagði fram kæru að mögu- leiki væri á því að gögnin væru týnd eða skemmd. Að sögn Önnu Katrínar er að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögn- in gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafi verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið við- kvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runn- inn út hafi gögnum í málinu verið eytt,“ segir Anna Katrín. – kbg / sjá síðu 6 Gögnum um mál Roberts Downey eytt Anna Katrín Snorradóttir, sem kærði Robert Downey í sumar, hefur verið upplýst um að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það var bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. Mál hennar er á borði ákærusviðs og þar metið hvort það er fyrnt. kjaraMál Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gær. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslita- stund,“ segir Halldór. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkom- andi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið muni hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag en nærri þrjú hundruð flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. – hae Mjakast áfram í viðræðunum Sænska félagið á Íslandi hélt Lúsíuhátíð í Seltjarnarneskirkju í gær. Hátíðin er alltaf haldin þann 13. desember í nafni heilagrar Lúsíu en var fyrst haldin í Värmland í Svíþjóð á átjándu öld áður en hún breiddist út um alla Svíþjóð og Norðurlönd. Á Íslandi hefur Sænska félagið staðið að hátíðinni frá 1954 og haldið tónleika í tilefni hátíðarinnar frá 1991. Fréttablaðið/Eyþór 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 C -1 E 7 4 1 E 7 C -1 D 3 8 1 E 7 C -1 B F C 1 E 7 C -1 A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.