Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 38
Að undanförnu hefur staða og þróun íslenska heilbrigðis-kerfisins verið mikið rædd í fjölmiðlum. Það er ánægjuleg nýlunda, en í gegnum áratugi hafa fjölmiðlar sýnt heilbrigðiskerfinu lítinn áhuga, og þá einna helst ef hægt var að benda á handvömm lækna. Fámenn íslensk stjórnsýsla hefur ekki haft úr að spila nægilegri þekk- ingu til að móta framtíðarsýn, og því leitað út fyrir landsteinana að heilbrigðiskerfum til að kópíera. Stjórnsýsla flestra landa reynir hins vegar eftir bestu getu að draga upp eins konar glansmynd af sjálfri sér, birta jákvæða tölfræði o.s.frv. og nei- kvæðum hliðum stjórnsýslunnar er erfitt að henda reiður á. Þegar kemur að heilbrigðiskerfum ann- arra landa hafa Íslendingar þá sér- stöðu að flestir íslenskir læknar hafa unnið í þessum kerfum, og kynnst þeim í raun, kostum og göllum, hafa því að segja má „inside inform- ation“. Vandinn er hins vegar sá að íslensk stjórnsýsla virðist veigra sér við að leita til lækna, og eiga í hug- myndafræðilegum samskiptum við þá, eða þiggja þeirra ráð. Læknar eru gjarnan afgreiddir sem hug- sjónamenn um sjálfa sig, en ekki hina sjúku. Aðrir telja sig vita betur hvað sjúklingunum er fyrir bestu, og á síðustu áratugum hefur kerfis- bundið verið unnið að því að draga úr áhrifum lækna í hinum svo- kölluðu „velferðarsamfélögum“. Á sama tíma og áhrif lækna hafa farið minnkandi, hefur kostnaður heil- brigðiskerfa farið hratt vaxandi. Samt er enn til fólk sem trúir því að læknastéttin sé aðalorsök vaxandi kostnaðar. Stofulæknaplágan Miklar áhyggjur af tilvist stofulækna hafa komið fram hjá Landlækni, stjórnsýslu og ýmsum stjórnmála- mönnum, sérstaklega á vinstri kant- inum, því vinstri menn hafa alltaf viljað skilgreina lækna sem hluta af auðvaldinu, og verið algjörlega blindir fyrir því að flestir læknar eru komnir af alþýðunni, og hafa lifað og starfað fyrir alþýðuna, má segja dag og nótt. Sjálfstætt starfandi læknar hafa orðið einhvers konar ógn við „velferðarkerfið“, auðvald, sem stýrist bara af græðgi, og hefur engan annan ávinning af því að starfa sjálfstætt en meiri peninga. Betri þjónusta, betri tími og aðstaða til að nýta þekkingu, betri afköst, betri starfsaðstaða, betra húsnæði, betri vinnustaðamórall, meira sjálfstæði, möguleikar á framþróun og nýsköpun, minni ytri truflanir, minni afskiptasemi læknislærðra og ólæknislærðra yfirmanna, greiðslur fyrir unna yfir- vinnu; allt þetta er látið sem vind um eyru þjóta og hangið á græðgis- kenningunni. Eins og í opinbera kerfinu, eru það aðeins þeir læknar sem vinna eins og þrælar, sem þéna vel í þessu kerfi. Bandaríska grýlan Gagnrýnendum sjálfstætt starf- andi lækna er nokkur vorkunn, þar sem bandaríska heilbrigðiskerfið hræðir. En bandaríska kerfið hræðir ekki bara Ögmund Jónasson, og aðra góða stjórnmálamenn, heldur hræðir það gjörvalla íslenska lækna- stétt, aldrei hef ég heyrt íslenskan lækni mæra það kerfi, eða hvetja til að það kerfi verði tekið upp hér- lendis, og hafa þó margir okkar lært og starfað í því kerfi. Bandaríska kerfið er bæði einka- vætt og einkarekið. Einkavætt vegna þess að sjúklingurinn þarf sjálfur að tryggja sig fyrir heilsuáföllum og greiðir þannig sjálfur alla sína heil- brigðisþjónustu, sem síðan er keypt á uppsettu verði af einkareknum heilbrigðistofnunum. Kostnaður- inn í þessu kerfi hefur náð miklum hæðum, en við skulum ekki gleyma því að „velferðarlöndin“ hafa getað sparað sér mikið fé til rannsókna með því að gerast afætur af gríðar- legri rannsóknastarfsemi banda- rískrar læknastéttar, lyfjafyrirtækja og fleiri. Samvinna við lækna Læknastéttin varð til fyrir þúsund- um ára, fyrst sem sjálfstætt starfandi læknar, sem ráku eigin læknastofur, og samvinna við „velferðarkerfin“ er því nýlunda í sögulegu sam- hengi, enda eru velferðarkerfin ekki gömul. Sú samvinna lækna við stjórnvöld um uppbyggingu vel- ferðarkerfa hefur almennt reynst bæði sjúklingum og læknum vel. Á Íslandi hefur þróast óvenju sjúklingavænt heilbrigðiskerfi, þar sem sjúklingar hafa getað valið annars vegar um góða opin- bera heilbrigðisþjónustu, eða góða þjónustu sjálfstætt starfandi lækna. Fjármagnið hefur, fram að þessu, fylgt sjúklingnum, (og já; fjármagnið fylgir sjúklingnum, ekki lækninum, þó annað sé sífellt gefið í skyn). Slíkir valkostir eru ekki sambærilegir í velferðarkerfum Norðurlanda, þar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar eru allt of fáir til að almenningur geti notið þeirra. Það kerfisbundna fjár- svelti, sem Landspítali og Heilsu- gæslan hafa búið við í áratugi, er uppskrift að hnignandi opinberu heilbrigðiskerfi. Að halda því fram að sjálfstætt starfandi stofulæknar séu aðalvandi heilbrigðiskerfisins, er skammsýni, sem hvorki mun gagnast hinum sjúku né íslensku þjóðinni almennt. Er íslenska heilbrigðiskerfið of sjúklingavænt? Einar Guðmundsson geðlæknir Stjórnmálamönnum er mis-jafnlega vel til lista lagt að vera víðsýnir og einbeittir, rétt eins og okkur mannfólki almennt. Færa má rök fyrir því að við séum frekar klaufsk í þessum efnum. Greinar- höfundur er þess þar af leiðandi fullviss að umræddir eiginleikar teljast til mannkosta sem eru mik- ilsverðir. Það bar svo við fyrir skemmstu í kosningum til Alþingis að kjós- endur dreifðu atkvæðum sínum með eftirtektarverðum hætti. Margir óskuðu sér annarrar niður- stöðu, á meðan sumum varð tíðrætt um að úrslit kosninga væru engan veginn sanngjörn og enn aðrir vona nú heitt og innilega að þetta lagist allt saman í næstu kosningum. Okkur hættir því öllum til að líta fram hjá því hvernig hlutirnir eru í raun og veru, en einblína þess í stað á hvernig við óskum, vonum eða teljum að hlutirnir eigi að vera. Það er ekki vænlegt til árangurs, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst. Greinarhöfundur er ekki í nokkr- um vafa um að í nýafstöðnu ferli við myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðið úrslitum að tekist var á við stöðuna eins og hún blasti við að loknum kosningum, og með opnum huga. Í umræddu ferli náðu í það minnsta tveir stjórnmála- menn að lyfta sér á hærra plan með eftirtektarverðum hætti. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni hreyfingarinnar, sem nú hafa tekið við hlutverkum for- sætis- og heilbrigðisráðherra, sýndu víðsýni, einbeitingu og hóg- værð í aðkomu sinni að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir þetta ber að þakka. Af umræddri atburðarás má jafn- framt draga feiknamikinn lærdóm sem greinarhöfundur er sann- færður um að verði gerð skil í ann- álum þegar frá líður, þegar horft er til samsetningar nýrrar stjórnar og sáttmála sem nú liggur fyrir að starfa eftir. Blað hefur verið brotið í íslenskri stjórnmálasögu. Víðsýni og einbeiting í stjórnmálum – blað hefur verið brotið Gunnar Árnason félagi í VG Í umræddu ferli náðu í það minnsta tveir stjórnmála- menn að lyfta sér á hærra plan með eftirtektarverðum hætti. Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfis- vitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og græn- an gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amer- ískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauða- litum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hag- vöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörð- ina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugs- aðar og gefnar með ást hafa marg- falt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sam- eiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jóla- tré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnis- spor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfi- leika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Græn jól Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmæt- asta sem við höfum. 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r38 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -8 6 2 4 1 E 7 C -8 4 E 8 1 E 7 C -8 3 A C 1 E 7 C -8 2 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.