Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 32
Fyrir fáeinum dögum var í frétt-um ný könnun Gallup þar sem kemur fram að leiðbeinendur á leikskólum séu með lægstu launin og undir mestu álagi í vinnunni. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart en hafa forsvarsmenn sveitarfélaga hugsað út í þýðingu og afleiðingar þessa? Til þess að gerast leiðbeinandi á leikskóla þarf hvorki að uppfylla kröfur um menntun né reynslu. Það þýðir að í störf leiðbeinenda velst alls konar fólk. Í þeirra hópi eru margir hæfir einstaklingar sem búa yfir þekkingu, áhuga á og samkennd með börnum, fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun barna. En í störf leiðbein- enda rata líka margir af þeirri einu ástæðu að þeir fá ekki aðra vinnu. Á árum áður fékk fólk í þeim sporum oft tímabundna vinnu í frystihúsum en nú á dögum er fólk hætt að segja: „Ég fer þá bara í fisk.“ Í staðinn heyr- ist: „Ég fæ að minnsta kosti vinnu á leikskóla.“ Þar vantar alltaf fólk og þó að launin séu smánarleg er lær- dómsríkt og áhugavert að vinna með börnum. Á málinu er þó alvarlegur ann- marki: Þetta fyrirkomulag er afleitt fyrir ung börn. Þessi endurteknu og rofnu kynni við nýtt og nýtt fólk eiga sér stað á því viðkvæma aldursskeiði sem börnum er nauðsyn að eiga sam- felld tengsl við fáa útvalda og áhuga- sama því þannig finna þau öryggi og að þau skipti máli. Þess í stað þurfa börn á leikskólum sífellt að kynnast og aðlagast nýju starfsfólki sem eðli málsins samkvæmt hefur takmark- aða löngun og/eða getu til að sinna þeim á fullnægjandi hátt. Slíkt getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn og er til þess fallið að draga úr öryggiskennd þeirra. Óánægt fólk með vald yfir börnum Í Gallup fréttinni kom líka fram að engir eru eins óánægðir með laun sín og leiðbeinendur á leikskólum. Þegar bætist við mikið álag og stöð- ugt áreiti þurfandi barna í þröngu rými getur skapast hættulegt ástand. Hafa forsvarsmenn sveitarfélaga leitt hugann að því hversu mikla áhættu þeir taka með því að setja óánægt fólk í valdastöðu gagnvart ungum börnum? Hér er ekki um að ræða stöku starfsmann sem vinnur undir handleiðslu leikskólakennara heldur er algengt að meira en helmingur starfsmanna sé ófaglærður og hlut- fall þeirra fer vaxandi. Fyrir mörg börn þýðir þetta að þau eru háð fólki sem vill í raun ekki vera með þeim. Fólki sem hefur misjafn- lega gott taumhald á óánægju sinni, sem skortir oft þroska til að setja sig í spor barna, er ekki læst á tilfinn- ingar þeirra, kallar óöryggi ungra barna frekju og heldur að hægt sé að aga ung börn með því að hunsa þau þegar þeim líður illa. Í orði kveðnu eiga leikskólar að starfa á faglegum grunni og þess vegna var nám leik- skólakennara fært upp á háskólastig. Í verki er ábyrgð á ungum börnum falin fólki sem hefur ekki hugmynd um getu og þarfir þeirra vitsmuna- lega, tilfinningalega eða félagslega. Reddast þetta? Með launastefnu sinni hafa sveitar- félögin neytt leikskólastjóra til að manna stöður leikskólakennara með nánast hverjum sem er. Nú er það ekki lengur á ábyrgð fisk- vinnslunnar að sjá til þess að hjól atvinnulífisins snúist nógu hratt heldur leikskólanna. Til að þetta reddist ríghöldum við í þá bábilju að það sé þjóðþrifamál að koma sem allra flestum börnum inn á leikskóla sem allra fyrst og að hver sem er geti sinnt þeim. Þegar skortur á starfs- fólki er kominn undir öryggismörk og leikskólastjórar neyðast til að loka deildum skilja allir hversu truflandi það er fyrir foreldra og vinnustaði. Við eigum töluvert erfiðara með að setja okkur í spor þeirra ungu barna sem dvelja langa daga fjarri foreldrum sínum innan um alltof marga jafnaldra, oft í litlu rými, þar sem misjafnlega hæfir starfsmenn stoppa stutt við vegna þess að þeir vilja vera annars staðar. Við veigrum okkur líka við að hugsa út í afleiðing- arnar. Hvað ætli þurfi til? Farandverkafólk á leikskólum Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Fyrir mörg börn þýðir þetta að þau eru háð fólki sem vill í raun ekki vera með þeim. Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóð- hagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhags- lega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóð- félagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindr- unum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra sam- keppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framför- um. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrir- tæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber inn- kaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hag- kvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stór- verkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og aukn- um umhverfisgæðum. Virk sam- keppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú ein- mitt um nákvæmlega þetta; óvið- unandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hags- munum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforku- flutningskerfa er afleiðing af van- virðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðu- neytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undan- þágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hags- muna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðar- ráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglu- gerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skrif- lega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan til- greindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Mis- skilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamanna- iðnað, nýtingu auðlinda, umhverfis- gæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Orka og umhverfi: Er lagatúlkun smekksatriði? Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði Afleit staða íslenskra raf- orkuflutningskerfa er af- leiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -2 8 5 4 1 E 7 C -2 7 1 8 1 E 7 C -2 5 D C 1 E 7 C -2 4 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.