Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 6
Opið virka daga 9-18 Alltaf opið á www.boksala.is Háskólatorg s. 5-700-777 Jólabækurnar fást hjá okkur! Opið um helgina 16. desember 12 - 16 17. desember 12 - 16 og á Þorláksmessu frá 10 - 18. Fáðu gjafirnar sendar heim á elko.is  Sakamál Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota  5. júlí í sumar, bíður enn eftir niður- stöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suður- nesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglu- manninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín. Að sögn Önnu Katrínar er einn- ig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði sam- skipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið  bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögu- lega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum Ákærusvið skoðar hvort málið sé fyrnt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015.  Mál hennar er á borði ákærusviðs. Nína Rún, Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín lengst til hægri eru allar þolendur Roberts Downey og hittust fyrst allar saman í nóvember. FRéTTAblAðið/STeFáN Dómur Héraðsdóms Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peninga- greiðslum og blekkingum. Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist hann til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í sam- skiptum við eina þeirra í gegnum netið. Þá hafi hann í 15 skipti tælt aðra stúlku, sem þá var 15 ára, með peningagreiðslum og blekk- ingum til þess að hafa við hann kynferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík. hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið við- kvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runn- inn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suður- nesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katr- ínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heim- ild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir.  kristjanabjorg@frettabladid.is Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræði- gögn? Málið er ekki fyrnt. Anna Katrín PaleStína Leiðtogar 57 múslima- ríkja undirrituðu í gær yfirlýsingu þar sem kallað var eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi sjálfstæði Palestínu og að hinn hernumdi austurhluti Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að öll Jerúsalem væri viður- kennd höfuðborg Ísraelsríkis var jafnframt dæmd dauð og ómerk í augum leiðtoganna 57. Alls hafa 136 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Á meðal ríkja sem ekki hafa gert það eru Ástralía, Austurríki, Belgía, Danmörk, Finn- land, Frakkland, Þýskaland, Bret- land, Ísrael og Bandaríkin. Á fundi leiðtoganna í gær sagði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að  milliganga Bandaríkjanna um friðarviðræður Ísraela og Palestínu- manna væri óásættanleg þar sem Bandaríkjamenn stæðu með Ísra- elum. Þess í stað ættu Sameinuðu þjóðirnar að hafa milligöngu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tók einnig til máls. Sagðist hann lofa því að standa uppi í hárinu á „bandarískum yfirgangs- seggjum“. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að Bandaríkin reyni vísvitandi að grafa undan friði á svæðinu og með gjörðum sínum ýti Bandaríkja- menn undir öfgar og hryðjuverka- starfsemi. Bandaríkjamenn verði ábyrgir fyrir afleiðingum ákvörð- unar sinnar, dragi þeir hana ekki til baka. – þea 57 ríki vilja viðurkenningu Palestínu Múslimar víða um heim hafa mótmælt ákvörðun Trumps. NoRDicpHoToS/AFp 136 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkenna nú sjálfstæði Palestínu. 1 4 . d e S e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U d a G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -4 A E 4 1 E 7 C -4 9 A 8 1 E 7 C -4 8 6 C 1 E 7 C -4 7 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.