Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 31
Að gefnu tilefni, varðandi fréttir undanfarnar vikur um að bókaprentun sé að leggjast af á Íslandi, þá hefur undir- ritaður starfað við fagið í 35 ár, m.a. í Odda í 15 ár og við eigið fyrirtæki, Prentmiðlun, síðan 2008. Prent- miðlun sérhæfir sig í prentum- sjón og innflutningi á bókum fyrir útgefendur hér heima og erlendis. Og hefur því haft puttann á bóka- prentunarpúlsinum í all langan tíma. Því hefur víða verið haldið fram að prentun á harðbandsbókum sé að leggjast af hérlendis, en það er ekki allskostar rétt þó að sá stærsti hafi ákveðið að hætta þar sem Prentmet er m.a. enn að binda inn bækur. Prentmiðlun hefur ekki litið á sig sem samkeppnisaðila við Odda eða aðra innlenda framleið- endur, heldur við öll hin erlendu prent- og prentumsjónarfyrirtæki sem sækja mjög fast inn á okkar litla markað og með vaxandi þunga á hverju ári. Við höfum því brúað bilið fyrir marga sem vilja fá erlent verð en íslenska þjónustu. Þróunin hér heima kemur bæði á óvart og ekki. Við hrunið, þegar gengi íslensku krónunnar fór á hliðina, taldi ég fullvíst að mitt nýstofnaða fyrirtæki væri sjálf- krafa komið úr leik þar sem erlent innflutt prentverk var á einu auga- bragði orðið meira en tvöfalt dýr- ara en áður. Þrátt fyrir þessa koll- steypu í genginu þá var prentun eftir sem áður jafnan óhagstæðari innanlands. Þetta þýðir í raun að verðhækkun á innlendri bóka- prentun hefur á sama tíma verið gríðarleg. Í stað þess að ná allri eða mest allri prentun aftur hingað heim, þá gerðist það ekki. Því tel ég að vandinn sé að góðum hluta heimatilbúinn. Með betri nýtingu Sem gömlum fagmanni finnst mér þessi þróun auðvitað miður. Horfandi yfir sviðið verður líka að viðurkennast að tækjabún- aður við prentun og bókband hérlendis er jafnan miklu eldri en í þeim smiðjum sem við hjá Prentmiðlun þekkjum til og því mannfrekari og afkastaminni en ella. Ég tel stærsta málið vera það að fyrirtæki erlendis eru með allt aðra og betri nýtingu á sínum véla- kosti eða a.m.k. tífalt meiri ef við horfum á bókbandið sérstaklega. Þá er verið að keppa á móti mjög sérhæfðum fyrirtækjum, þ.e. prent- smiðjum sem eru eingöngu í bóka- prentun og ekki neinu öðru. Sumar prenta til að mynda aðeins svart- Bókaprentun í alþjóðlegu samhengi hvítar textabækur og jafnvel bara í örfáum ákveðnum stærðum. Það á t.d. við um eitt títtnefnt fyrirtæki, Bookwell, sem hefur fengið mikla kynningu á flestum vef- og prent- miðlum síðustu vikur sem hin nýja bókasmiðja fyrir Ísland, en það fyrirtæki prentar hins vegar í dag aðeins svarthvítar bækur eftir að það lokaði einni aðalverksmiðju sinni nú í haust eftir mikla rekstrar- örðugleika. Það hefur því verið hálfgert ástand í bókaprentun um allnokk- urt skeið. Sem dæmi þá hefur ekki verið alvöru bókband í Noregi um alllangt skeið og þarlendar prent- smiðjur senda því prentaðar arkir í bókband til m.a. Þýskalands og Danmerkur. Þá er líka búið að skrúfa verulega fyrir hjá einni stærstu bókasmiðju Svíþjóðar sem er núna varla svipur hjá sjón eftir uppsagnir um 60% starfsfólks á árinu. Sama hefur svo verið upp á teningnum í Englandi um alllangt skeið, þar er mest öll litprentun á bókum farin úr landi og búið að loka fyrirtækjum. Stundum dúkkar líka upp í umræðunni prentun í Kína en verð þar hafa snarhækkað á undanförnum misserum vegna mikilla hækkana á lágmarkslaun- um. Þar að auki hefur pappírsverð þar hækkað langtum meira en hér í Evrópu. Nú er svo komið að búið er að loka mörgum bókasmiðjum þar í landi. Við erum því oftar en ekki að sjá sambærileg prentverð í Evrópu og Kína, en gengisþróun evru gagn- vart dollara spilar þar líka inn í. Hér er því alls ekki um eitthvert sér íslenskt fyrirbrigði að ræða á okkar prentmarkaði þar sem við sjáum þessa þróun allt í kringum okkur á síðasta áratug, fyrirtæki eru að loka, sameinast og flytja starfsemi sína. Eyþór Páll Hauksson prentari og framkvæmda- stjóri Í stað þess að ná allri eða mest allri prentun aftur hingað heim, þá gerðist það ekki. Því tel ég að vandinn sé að góðum hluta heima­ tilbúinn. Save the Children á Íslandi Jól2017 Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Sjá nánar á sminor.is. BOSCH Gufustraujárn TDA 30EASY Öflugt, 2400 W. Góður sóli. Gufuskot: 180 g/mín. Slekkur sjálfkrafa á sér þegar handfangi er sleppt. Fullt verð: 15.900 kr. Jólaverð: 11.900 kr. Stadler Form Rakatæki Eva Öflugt, hljóðlátt og stílhreint. Utanáliggjandi rakaskynjari sem virkar líka sem fjarstýring. Vatnstankur tekur 6,3 lítra. Hægt að velja kalda eða heita gufu. Fullt verð: 23.900 kr. Jólaverð: 18.900 kr. SIEMENS Uppþvottavélar SN 457W01IS, iQ500 SN 457S01IS, iQ500 13 manna. Sjö kerfi. Þrjú sérkerfi, þar á meðal tímastytting. Hljóð: 44 dB. „aquaStop“-flæðivörn. Fullt verð: 119.900 kr. Jólaverð: 89.900 kr. Orkuflokkur BOSCH Þvottavél WAN 2828SSN, Serie 4 Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Fullt verð: 109.900 kr. Jólaverð: 87.900 kr. A kg 8 BOSCH Töfrasproti MSM 67170 750 W. Hljóðlátur og kraftmikill. Skál með loki, stór hakkari, ísbrjótur og þeytari fylgja með. Fullt verð: 11.900 kr. Jólaverð: 8.900 kr. SIEMENS Espressó-kaffivél TE 607203RW Glæsileg vél sem bruggar og útbýr ýmsa kaffidrykki. Þrýstingur: 19 bör. Kaffikvörn úr keramík. Flóar mjólk sjálfvirk. Fullt verð: 169.900 kr. Jólaverð: 127.900 kr. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 31F i M M T u D A G u R 1 4 . D e S e M B e R 2 0 1 7 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 C -2 D 4 4 1 E 7 C -2 C 0 8 1 E 7 C -2 A C C 1 E 7 C -2 9 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.