Fréttablaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 44
KRINGLUNNI | 588 2300
krónur
7.995
Túnika
krónur
9.495
Túnika
14. desember
20%
af öllum kjólum
Jóladagatal
Ný
sending
20% AFSLÁTTUR
AF YFIRHÖFNUM
Í JÓLAPAKKANN HENNAR
Ég lít á líkamann sem striga sem hægt er að skreyta eins og lifandi listaverk,“ segir Hlíðar
sem kominn er lengra en margur
Íslendingurinn í að skreyta líkama
sinn með götum, skurði og húðflúri.
Hlíðar rekur klofna tunguna út
úr sér.
„Mig langaði að breyta til. Það
eru allir með eðlilega tungu en
mér finnst klofin tunga fallegri og
skemmtilegri, og það getur verið
gaman að láta fólki bregða með
tungunni,“ segir Hlíðar og hlær.
„Þetta er líkamsbreyting sem
ég þarf ekki að sýna frekar en ég
kýs sjálfur, en það fer um marga
þegar þegar þeir sjá tunguna, enda
ónáttúrulegt fyrir mannfólkið. Það
býst enginn við að það komi tvær
tungur út þegar þeir tala við mann-
eskju, en þegar þeir eru komnir
yfir mesta sjokkið þykir þeim þetta
ýmist fyndið eða flott.“
Átta ár eru síðan Hlíðar fór til
Noregs og lét kljúfa tunguna. „Þá
var tekið sitt hvorum megin í tung-
una, hún dregin pínulítið í sundur
og skurðhnífur notaður til að skera
í himnuna eftir henni miðri því
tungan er gerð úr tveimur vöðvum
sem eru aðskildir. Að lokum voru
sárin saumuð svo tunguhlutarnir
greru ekki saman aftur,“ útskýrir
Hlíðar sem getur látið laga tunguna
aftur ef vill.
„Tungan grær fljótt og voru saum-
arnir fjarlægðir á fjórða degi. Mér
fannst skurðurinn alls ekki sár og
aðgerðin tók fljótt af, eða um fimm-
tán mínútur. Ég var hins vegar smá
tíma að venjast þessu og bara það
að borða reyndist vandasamt því
maturinn fór á milli tunguhlutanna
og tungan ýttist til hliðar, en þá var
maður gjarn á að bíta í hana,“ segir
Hlíðar, sem þykir bæði svalt og
gaman að vera með klofna tungu.
„En ég mæli ekki með þessu
fyrir hvern sem er. Fólk þarf að
búa sig undir að þetta sé verra og
leiðinlegra en það heldur. Þetta er
áreynsla á líkamann en skaðlaust
og öðruvísi, án þess að vera ógeðs-
legt,“ segir Hlíðar og vindur upp á
tunguna, annan hlutann upp í loft
og hinn niður.
„Ég hef fremur stutta tungu
og get því ekki gert eins miklar
kúnstir með tungunni og þeir sem
hafa lengri tungu en vegna þess að
tungan samanstendur af tveimur
vöðvum er hægt að hreyfa hana í
sitt hvora áttina og upp og niður
í sömu andrá, rétt eins og tvær
hendur.“
Með geirvörtur í formalíni
Hlíðar er fæddur og uppalinn á
Egilsstöðum en flutti tíu ára suður
á mölina. Hann segist hafa verið
rólegt barn og ekki sýnt húðflúri né
götun áhuga fyrr en á unglingsaldri.
„Átján ára tók ég til óspilltra mál-
anna og fékk mér „tunnel“ í eyrun
og alltaf fleiri og fleiri, og það sama
átti við um húðflúrin. Um leið og
það fyrsta var komið vildi ég meira
og nú er takmarkið að skreyta allan
líkamann. Ég er þegar flúraður á
öllum vinstri fæti sem er svartur
með negatífum myndum þar sem
húðliturinn skín í gegn. Ég vil vera
þakinn flúrum en gera það rólega
og almennilega, og hef afgerandi
hugmyndir, enda gaman að gera
eitthvað nýtt,“ segir Hlíðar sem er
með stór tunnel í eyrnasneplum og
minni tunnel í eyrnabrjóski.
„Ég var líka með tunnel í nafla en
fékk á mig heita súpu sem brenndi
húðina af því og eftir stendur ör.
Tvö göt voru sömuleiðis í geir-
vörtunum en ég lét skera af mér
geirvörturnar og er í staðinn með
pínulítil ör á bringunni,“ segir
Hlíðar sem fór í fjögurra tíma
aðgerð til að fjarlægja geirvört-
urnar og kirtla á bringunni til að fá
ekki sýkingar.
„Mér þóttu geirvörturnar ljótar
og skelfilega óþægilegt ef til dæmis
skyrta nuddaðist við þær eða
önnur snerting. Fólki bregður rosa-
lega að sjá mig geirvörtulausan
en ekki síst ef það kemur heim og
sér geirvörturnar sem ég geymi í
formalíni uppi í skáp. Það spyr þá
gjarnan hvort þetta séu hnetur í
vökva en þegar ég svara að þetta
séu geirvörturnar mínar fer ónot
um það. Ég vildi þó eiga þær í stað
þess að þær færu í ruslið, enda
eru þær hluti af mér þótt þær séu
alveg ónýtar.“
Hlíðar er líka með sílikonkúlur í
viðbeini til að ýkja upp útlit þess,
fimm kúlur sitt hvorum megin frá
öxlum. „Mörgum bregður í brún
við að sjá kúlurnar, sem og stór ör
á bringunni eftir að ég lét húðfletta
mig með skurðhníf til að fá fram
stórar symmetrískar línur eins og
á enninu,“ segir Hlíðar og vísar til
ljósra rispna á enni og gagnaugum.
„Upphaflega lét ég brennimerkja
mynd á kjálkana en sárin greru
svo vel að myndin hvarf. Því lét ég
flúra rispur með hvítum lit í andlit
mitt. Þær eru straumlínulagaðar og
falla vel með formi andlitsins. Ég
er þó iðulega inntur eftir því hvort
ég hafi fengið hrífu í andlitið eða
hvort vél hafi spænt upp húðina,“
segir Hlíðar og hlær. „Annars skipt-
ist fólk í þrjár týpur; þessa sem
fylgist með og þorir ekki að spyrja,
þessa sem æðir í mann og spyr, og
svo þá sem spyr hvað hafi eiginlega
komið fyrir mig.“
Foreldrarnir fyrst í áfalli
Fallegir, litríkir lokkar vekja athygli
í götum í andliti Hlíðars.
„Ég hef alltaf viljað hafa
almennilegt og fallegt skart í
götunum; ýmist úr handgerðu
gleri eða títaníum. Mér finnst
of mikil sóun að vera með járn í
líkamanum og skarta þá bara járn-
kúlum. Þetta þarf að vera fagurt,“
segir Hlíðar sem er rétt að byrja að
skreyta líkama sinn.
„Í febrúar verður haldið áfram að
flúra frá fæti upp á maga og síðu.
Það verður svört, symmetrísk geó-
metría og flotterí sem mér þykir
töff. Ég er opinn fyrir tækifærum til
að gera meira sem skreytir skrokk-
inn, en á sama tíma ana ég ekki út
í neitt, kynni mér hlutina vel og
fólkið sem gerir þetta, því ódýrt er
ekki gott í þessu samhengi, né að
vera snöggur að hlutunum.“
Hlíðar viðurkennir að foreldrum
hans hafi brugðið þegar hann kom
heim með klofna tungu.
„Mömmu brá ótrúlega en pabbi
var þó lengur að venjast götunum
í andlitinu á mér. Þau voru í sirka
mánuð í áfalli en höfðu skrifað
þetta áhugamál mitt á unglingsár-
in og að ég myndi svo hætta þessu.
Þegar ég hætti ekki hafa þau vanist
þessu og nú þykir pabba bara kúl
þótt bætist við.“
Ástalífið hafi líka orðið
skemmtilegra. „Fyrst eftir að ég var
kominn með klofna tungu voru
stelpurnar mjög hrifnar af því að
prófa, sem er auðvitað bara gaman.
Forvitnin var vakin og upplifunin
önnur og öðruvísi.“
Ástalífið skemmtilegra
Hlíðar segir sóun að skarta ekki fallegum lokkum í andlitsgötunum. MYND/STEFÁN
Líkami og andlit Hlíðars Bergs er lista-
verk í stöðugri mótun og vekur sann-
arlega athygli og eftirtekt. Hann segir
geirvörtur í formalíni og klofna tungu
skjóta mörgum skelk í bringu.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
Tungan samanstendur af tveimur
vöðvum sem hægt er að snúa í sitt
hvora áttina, eins og sjá má hér.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
1
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
C
-6
D
7
4
1
E
7
C
-6
C
3
8
1
E
7
C
-6
A
F
C
1
E
7
C
-6
9
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
8
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K