Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stundum ertalað um aðfólk kjósi með fótunum og það á óvenjuvel við þegar rætt er um samgöngumál. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu gerðu haustið 2011 samkomulag við ríkið um 10 ára tilraunaverkefni um að efla al- menningssamgöngur á svæð- inu. Meðal þess sem átti að gera var að „tvöfalda a.m.k. hlut- deild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu á samn- ingstímanum“. Annað sem ná átti fram var að auka hlutdeild fargjalda í rekstrarkostnaði í 40%. Þegar er ljóst að hvorugt markmiðið mun nást og vantar mikið upp á. Um síðara mark- miðið er það að segja að í stað þess að hlutdeild fargjalda yk- ist í 40% hefur hún dregist sam- an, úr 33% í 25%. Fyrra markmiðið, sem gerði ráð fyrir að hlutdeild almenn- ingssamgangna mundi aukast úr 4,5% í minnst 9%, er einnig fjarri því að nást. Hlutdeildin hefur aukist um 0,3%, sem hlýt- ur að teljast innan skekkju- marka og sýnir að árangurinn á þann mælikvarða hefur enginn verið. En það er ekki eins og þessi skortur á árangri hafi ekki kostað neitt. Framlag ríkisins til strætósamgangna á höfuð- borgarsvæðinu var 2,9 millj- arðar króna frá 2012 til 2015 en áður lagði ríkið ekki fé til þess- ara mála. Þá hafa framlög sveit- arfélaganna farið mjög vaxandi og numið 11 millj- örðum á sama tíma. Á hverju ári bætast um 4 milljarðar við. Og hvaða álykt- anir skyldu þeir sem höndla með þessi mál draga af því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa kosið með fótunum og hafnað þessari stefnu með svo afger- andi hætti? Jú, í samtali Morg- unblaðsins við svæðis- skipulagsstjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu kemur fram að mark- miðin muni ekki nást, en að við- brögðin skuli ekki vera að breyta um stefnu. Þvert á móti þarf að hans sögn „að stíga markvissari skref“. Þessi markvissari skref felast að- allega í borgarlínunni svoköll- uðu, enda er hún enn dýrari – miklu dýrari – en þær almenn- ingssamgöngur sem þegar eru reknar á svæðinu. Það er með miklum ólíkind- um að sjá hvernig þeir sem ákvarðanir taka um samgöngu- mál á höfuðborgarsvæðinu hunsa skýr skilaboð almenn- ings. Ekki þarf að bíða til 2022 til að sjá að niðurstaða tilraun- ar um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu er að al- menningur vill ekki stórauknar almenningssamgöngur á kostn- að fjölskyldubílsins. Komið hef- ur í ljós að þó að þrengt hafi verið að fjölskyldubílnum en ýtt undir annan ferðamáta vill langstærstur hluti almennings ferðast um á eigin bílum. Er ekki sjálfsagt að virða það val og hætta að þrengja að al- mennri umferð? Íbúarnir hafa hafnað stefnunni Niðurstaða tilraun- arinnar er fengin: Almenningur kaus fjölskyldubílinn} Það voru hátíða-höld í höfuð- borg Kólumbíu á þriðjudaginn þegar formlega var til- kynnt að skæru- liðasamtökin FARC hefðu af- vopnast fyrir fullt og fast, en nokkrum dögum áður höfðu síð- ustu vopnin verið afhent. Af- vopnun samtakanna var liður í víðtæku og umdeildu friðar- samkomulagi en samtökin hafa staðið í vopnaðri baráttu í Kól- umbíu í 53 ár og hún hefur kost- að um 250.000 manns lífið. Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, hefur lagt talsvert á sig til þess að ná samkomulag- inu í gegn. Hann segir að frið- urinn sem nú hafi náðst sé raunverulegur og ekki verði hægt að snúa til baka. Rodrigo Londono, leiðtogi FARC, sem einnig er þekktur sem „Tímósj- enkó“, sagði að samtökin myndu ekki beita ofbeldi í framtíðinni, en þau stefna að stofnun stjórnmálaflokks. Það verður að teljast fagn- aðarefni að loksins skuli hafa tekist að binda enda á átök sem staðið hafa yfir í hálfa öld. Engu að síður er ástæða til þess að stíga varlega til jarðar, ekki síst vegna þess að önnur skæruliðasamtök hafa þegar tekið við keflinu. Þá mun fram- leiðsla á kókaíni, sem glæpa- samtök nota til þess að fjár- magna starfsemi sína, sjaldan hafa verið jafngróskumikil í Kólumbíu. Þó að einum löngum og ljótum kafla í sögu landsins hafi nú verið lokið á farsælan hátt, er því ljóst að mun meira þarf til að leysa vandamál Kól- umbíu. Afvopnun FARC leysir ekki öll vanda- mál Kólumbíu} Vopnin kvödd H eimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Þessi orð mælti Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, í ræðu sem hann flutti fyrir rétt rúmum fjórtán árum, 29. maí 2003, í borginni Aachen í Þýzkalandi þeg- ar hann tók við svonefndum Karlamagnúsar- verðlaunum sem veitt eru árlega einstak- lingum sem þykja hafa lagt hvað mest af mörkum það árið við að stuðla að samruna Evrópuríkja. Tilefni þess að Giscard d’Estaing hlaut verðlaunin var að hann hafði farið fyrir vinnunni við að setja saman Stjórnarskrá Evrópusambandsins sem síðan var endur- skírð Lissabon-sáttmálinn eftir að kjósendur í Frakklandi og Hollandi höfnuðu henni í þjóðaratkvæði. Það gerðist árið 2005 en tilgangurinn með nafnbreytingunni var að komast hjá frekari þjóðaratkvæðagreiðslum. Giscard d’Estaing er ekki einn um að hafa talað á þess- um nótum þegar kemur að áhrifafólki innan Evrópusam- bandsins. Ekki er til að mynda langt síðan þáverandi for- seti framkvæmdastjórnar sambandsins, José Manuel Barroso, líkti því við heimsveldi. Þá einkum í landfræði- legu tilliti. Pólitískir forystumenn innan Evrópusam- bandsins hafa ennfremur í vaxandi mæli kallað eftir því að sambandinu yrði endanlega breytt í eitt ríki, það er „political union“. Gjarnan hefur verið gengið svo langt að tala beinlínis um „United States of Europe“ eða Bandaríki Evr- ópu í því sambandi. Þetta kom til dæmis Sigmar Gabriel, utan- ríkisráðherra Þýzkalands, inn á í samtali við mbl.is á dögunum þegar hann var staddur hér á landi. Vitnaði hann í Helmut Kohl, fyrrver- andi kanzlara Þýzkalands, sem sagði að evru- svæðið gæti ekki þrifizt nema samhliða einu ríki. Kohl var einmitt einn af þeim sem kölluðu á sínum tíma opinberlega eftir því að Evrópu- sambandinu yrði breytt í Bandaríki Evrópu. Reyndar hafa stjórnmálafræðingar bent á að færa megi rök fyrir því að sambandið sé þegar orðið mið- stýrðara að ýmsu leyti en Bandaríki Norður-Ameríku. Yfirlýst markmið Evrópusambandsins í dag er að standa jafnfætis Bandaríkjunum og Kína. Á meðan stefna þeirra síðarnefndu gengur fyrst og fremst út á pólitísk og efnahagsleg áhrif í heiminum snýst stefna sambandsins einkum um landfræðilega útþenzlu líkt og nýlendustefna fyrri tíma. Gömlu stórveldin í Evrópu verða aldrei heimsveldi á nýjan leik. Þetta vita heimsvaldasinnar í röðum forystu- manna þeirra en sumir þeirra telja hins vegar að ein leið sé möguleg í þeim efnum; evrópskt heimsveldi þar sem heimalönd þeirra yrðu í forystusveitinni. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Sama gamla stefnan í grunninn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Mesta fjölgun á innflytj-endum á árunum 2015 til2016 af OECD-ríkjunumvar á Íslandi, eða sem nemur 60% fjölgun á milli ára sam- kvæmt skýrslu OECD um horfur í fólksflutningum milli landa. Í skýrslunni kemur fram að há- punkti flóttamannavandans í Evrópu sé lokið og að nú sé kominn tími til að hjálpa flóttafólki að koma sér fyrir í nýja landinu. Það sem af er þessu ári hafa 72 þúsund flóttamenn komið til Evrópu, en það eru tólf sinnum færri en árið 2014. Að sögn Þórhildar Óskar Haga- lín, upplýsingafulltrúa hjá Útlend- ingastofnun, kann stofnunin ekki skýringar á því hvers vegna fjölgunin á innflytjendum hér á landi er svona mikil í samanburði við önnur ríki. „Ljóst er að gott efnahagsástand og eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi hefur áhrif á fjölda þeirra sem flytjast til landsins. Þannig fækkaði umsókn- um um dvalarleyfi jafnt og þétt á ár- unum eftir hrun, eða frá 2009 til 2013, en hefur fjölgað ár frá ári síðan þá, mest milli áranna 2015 og 2016. Mest fjölgun hefur verið í útgefnum dvalar- leyfum á grundvelli náms og atvinnu.“ Að meðaltali sóttu 150 manns um hæli hér á landi á árunum 2012 til 2014. Árið 2015 sóttu 360 um hæli á Ís- landi en árið 2016 voru hælisleitendur orðnir 1.130. Áætlað er að tekið verði við 1.700 til 2.000 hælisleitendum á þessu ári, segir Þórhildur. Eftirspurn eftir vinnuafli Langflestir sem biðja um hæli hér koma frá Makedóníu og Albaníu, sem bæði eru skilgreind sem örugg ríki. Að sögn Þórhildar er engin ein ákveðin skýring á því hvers vegna mestur fjöldi hælisleitenda er frá þessum löndum, sem ekki eru stríðs- hrjáð. „Það kom hingað mjög stór hóp- ur af fólki frá Albaníu og Makedóníu sl. vetur. Eftirspurn eftir vinnuafli kann að hafa haft áhrif á það, en kann- anir í öðrum Evrópulöndum hafa sýnt að möguleikinn á að fá atvinnu, löglega eða ólöglega, er einn þeirra þátta sem taldir eru hafa áhrif á það til hvaða lands fólk frá Vestur-Balkanskag- anum fer og sækir um hæli í. Fjölgun umsækjenda um vernd á síðasta ári, og einnig það sem af er þessu ári, hef- ur hins vegar bæði verið meðal þeirra sem koma frá svokölluðum „öruggum upprunaríkjum“ og einnig frá öðrum ríkjum,“ segir Þórhildur. Mesta fjölgun inn- flytjenda á Íslandi Morgunblaðið/Ómar Innflytjendur Á Íslandi fjölgaði innflytjendum um 60% á árunum 2015 til 2016 samkvæmt skýrslu OECD um horfur í fólksflutningum milli landa. Þjóðerni hælis- leitenda á Íslandi 2006-2016 Makedónía 491 Albanía 392 Írak 124 Georgía 69 Sýrland 75 Afganistan 70 Sómalía 34 Nígería 58 Íran 55 Palestína 20 Alsír 35 Serbía 43 Marokkó 16 Pakistan 22 Úkraína 29 Önnur lönd 734 Heildarfjöldi 2.267 Samkvæmt tölum Hagstofu Ís- lands eru 35.997 innflytjendur á landinu, eða 10,6% af heild- armannfjölda. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru um 9,6% landsmanna. Innflytjandi er skilgreindur sem einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og báð- ar ömmur. Hælisleitendur eru því innflytjendur, en ekki eru allir innflytjendur hælisleit- endur. Líkt og síðustu ár eru Pól- verjar langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Hinn 1. janúar síðastliðinn var 13.771 einstaklingur frá Póllandi eða 38,3% allra innflytjenda. Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen, 5,2%, og Filippseyjum, 4,5%. Pólverjar eru fjölmennastir INNFLYTJENDUR Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.