Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 ✝ Guðmundurfæddist á Hell- issandi 9. ágúst 1928. Hann lést á Landakotsspítala 15. júní 2017. Foreldrar hans voru Júlíus Alex- ander Þórarinsson, sjómaður og verka- lýðsforingi á Hellis- sandi, f. 1889, d. 1964, og Sigríður Katrín Guðmundsdóttir hús- freyja, f. 1895, d. 1969. Börn þeirra voru fimm: Jón, Guð- mundur, Hrefna, Þuríður og Þórður en Þuríður er ein eft- irlifandi þeirra systkina. Guð- mundur átti eina hálfsystur, Lilju Jónsdóttur, sem lifir bróð- ur sinn. Árið 1959 kvæntist Guð- mundur Katrínu Stellu Briem, f. 20.2. 1935 í London. Börn þeirra Guðmundur tók stýrimannspróf í Noregi. Hann var stýrimaður á norskum fraktskiptum að loknu námi í Noregi og stundaði sigl- ingar ásamt Katrínu allt þar til þau hófu verslunarrekstur. Þau stofnuðu Kjörbúð Vesturbæjar á Melhaga í Vesturbæ Reykjavík- ur árið 1964 og keyptu Melabúð- ina árið 1979 sem hann rak ásamt sonum um árabil þar til hann settist í helgan stein. Guð- mundur var virkur félagi í Lionshreyfingunni, var formað- ur Lionsklúbbs Reykjavíkur um tíma og fékk alþjóðlega við- urkenningu hreyfingarinnar, Melvin Jones Fellow award, fyr- ir félagsstörf sín. Guðmundur var einn af stofnendum Þinnar verslunar, samtaka smásölu- verslana og félagi í Kaupmanna- samtökum Íslands. Guðmundur hafði mikinn áhuga á hesta- mennsku seinni árin og undi sér mest við útreiðar og samgang við hesta sína á landskika við bústað þeirra hjóna við Eystri- Rangá. Útför Guðmundar fer fram frá Neskirkju í dag, 30. júní 2017, klukkan 15. eru: 1) Friðrik Ár- mann, f. 31.7. 1960, eiginkona Rúna Hauksdóttir Hvannberg, f. 2.7. 1962. Börn þeirra eru: a) Rúna, f. 2.7. 1990, sambýlis- maður Mattia Pozzi, f. 9.11. 1973, b) Katrín Stella Briem, f. 30.12. 1997. 2) Pétur Alan, f. 29.9. 1963. 3) Snorri Örn, f. 26.6. 1970. Fyrrverandi eig- inkona, Maríanna Garðars- dóttir. Börn þeirra eru: a) Maja Snorradóttir, f. 10.4. 2001 og Arna Snorradóttir, f. 28.8. 2003. Núverandi sambýliskona Lisa Knutsson, f. 20.12. 1977. Guðmundur ólst upp á Hellis- sandi en fór snemma frá heima- högum til að vinna fyrir sér við vegavinnugerð og sjómennsku. Guðmundur tengdafaðir minn er látinn í hárri elli og saddur lífdaga. Samferð okkar spannar rúmlega 30 ár og var með ágæt- um. Hann lét mig alltaf finna hversu ánægður hann var með mig sem tengdadóttur og það var gott. Ég geri ráð fyrir að honum hafi fundist það tilbreyt- ing að fá stúlku svona snemma í strákahópinn sinn og svo bættist nú heldur við því svo eignaðist hann fjórar sonardætur og strákarnir þrír voru komnir í minnihluta. Mamma mín og Guðmundur áttu það sameiginlegt að hafa flutt úr sveitinni ung og stofnað sína eigin verslun. Þeim þótti gaman að spjalla saman um verslunarrekstur og skildu það bæði hversu mikilvægt það var að vera í góðum tengslum við viðskiptavinina. Ég velti oft fyrir mér hvað það hlaut að hafa verið skrýtið fyrir pilt frá Hellisandi að sigla um öll heimsins höf – flytja skipsfarma af ávöxtum sem hann hafði aldrei séð áður, sigla í gegnum Panamaskurðinn ný- opnaðan og svo til Japans með ungan son og eiginkonu með sér í för. Það voru líka mikil viðbrigði fyrir pilt sem ólst upp í stórum systkinahópi í litlu húsi á Sandi að búa síðan í einbýlishúsi á Laugarásveginum þar sem her- bergin voru fleiri en börnin. En inn við beinið var hann alltaf strákurinn vestan af Sandi og þangað þótti honum gott að koma. Við Guðmundur og Katrín ferðuðumst töluvert saman bæði innanlands og utan. Innanlands var gjarnan ferðast á hestum og þegar farið var til útlanda var farið í sól og hita. Hlutirnir voru ekki flóknir hjá honum tengda- pabba. Guðmundur var afskiptalítill í barnauppeldinu eins og margir menn af hans kynslóð en hann vildi samt hafa strákana sína með sér í leik og starfi og það gekk heldur betur eftir. Bestu eftirmæli hans eru hversu góðir og umhyggjusamir strákarnir hans voru við hann á ævikvöld- inu. Sameiginlega lögðu þeir sig fram um að sinna honum af natni og ástúð, hvort sem það var að skreppa með hann í ísbíl- túr, færa honum uppáhaldsbakk- elsið eða skála við hann í eft- irlætisviskíinu. Takk, kæri tengdapabbi, fyrir samfylgdina og gakktu á guðs vegum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Ég var lánsamur að ráðast í vinnu til hjónanna Guðmundar og Katrínar í Kjörbúð Vestur- bæjar fyrir tæpum fjórum ára- tugum. Ég starfaði þar í ár til að læra af meistaranum. Guðmund- ur kom af sjónum en hann hafði ferðast um heimsins höf sem stýrimaður – tók síðan við að byggja upp rekstur kjörbúðar- innar. Það gekk vel og fljótt varð þar góð verslun og hélst alla tíð. Tryggur viðskiptamannahópur úr Vesturbænum kom þar og verslaði og fór helst ekki annað. Guðmundur var duglegur og aldrei man ég eftir því að hann hafi sest niður nokkurn tíma til að hvílast. Hann tók öllum vel og af mikilli hlýju sem þurftu að ræða við hann. Glaðsinna og vel- viljaður við sína viðskiptavini var hann alltaf og lagði mikið upp úr gæðum á öllum sviðum. Hann tók síðan við Melabúðinni og fluttu viðskiptavinirnir sig með þeim hjónum. Þau Guðmundur og Katrín settu skemmtilegan andblæ í verslunina með per- sónuleika sínum. Katrín stór- glæsileg með mikla reisn og út- geislun ásamt því að vera hlátur- mild og gefandi. Guðmundur vinalegur og jákvæður og hvers manns hugljúfi. Þeim hélst ætíð vel á starfsfólki sem starfaði vel í anda þeirra og hafa nokkrir starfað hjá þeim í áratugi. Strákarnir þeirra Pétur og Frið- rik tóku keflið og hafa síðan rek- ið verslunina og gert að einni þekktustu verslun landsins. Hafa þeir bræður þróað versl- unina enn frekar í tímans rás. Melabúðin er góður minnisvarði um kaupmanninn á horninu sem við svo mörg fengum að kynn- ast. Kaupmaðurinn sem þekkti sína viðskiptavini og fjölskyldur. Mín mestu kynni af Guð- mundi og Katrínu eru í gegnum hestamennsku og ferðalög á hestum á víðernum landsins. Farnar voru ferðir í fjölskyldu- tengdum vinahóp um miðhálend- ið, t.a.m. Fjallabak. Guðmundur sem hafði verið duglegur og lunkinn laxveiðimaður og ekki svo hestsinnaður smitaðist af miklum hestaáhuga Katrínar og má segja að veiðistönginni hafi síðar verið úthýst. Snorri yngsti sonur þeirra var jafnan með í þessum fyrstu ferðum okkar. Síðar tóku við nokkrar ferðir með hestamannafélaginu Fáki og svo fór Guðmundur með mér fjórar vikuferðir með Íshestum þar sem ég starfaði sem far- arstjóri. Fórum við m.a. tvær ferðir í Mývatnssveit, eina yfir Kjöl og síðan ferð á Löngu- fjörur. Var Guðmundur þá kom- inn vel á áttræðisaldurinn, átti gæðinga sem voru viljugir og kraftmiklir. Í ferðunum gætti ég vel að því að halda við klárinn, þar til hann var kominn í hnakk- inn. Þegar Guðmundur var kom- inn í hnakkinn þá sat hann hnar- reistur og var „kóngur um stund“. Guðmundur var hvergi meira í essinu sínu en í hesta- ferðunum. Hann var glaðsinna og hláturmildur, naut þess að segja stuttar skemmtisögur og var góður tungumálamaður. Hann naut þess mikið að fara í þessar ferðir en hann gaf líka vel af sér. Hef ég oft verið spurður um Guðmund af þeim sem ferðuðust með okkur og alltaf af mikilli hlýju og áhuga. Einnig höfum við Guðmundur verið félagar í þeim ágæta fé- lagsskap Lionsklúbbi Reykjavík- ur. Með virðingu og þakklæti kveð ég kæran félaga og vin og votta Katrínu og strákunum mína samúð. Þormar Ingimarsson. Dagurinn er daginn fyrir sprengidag, fyrir ca. 30 árum, sviðið er kjötborðið í Melabúð- inni. Það er handagangur í öskj- unni, húsmæður í Vesturbænum bíða í röð eftir að fá afgreitt salt- kjötið fyrir sprengidag. Sá sem stendur og stjórnar öllu af rögg- semi er kaupmaðurinn í Mela- búðinni, Guðmundur sjálfur. Stelpuhnokkinn fylgist með álengdar, henni finnst kaupmað- urinn svo flottur í hvíta búð- arjakkanum, búðin hans er stór og það er hægt að kaupa allan heiminn í Melabúðinni. Árin liðu og stelpan óx og dafnaði alveg eins og Melabúðin, alltaf jafn- gaman að hitta Guðmund í búð- inni, spurt var frétta, málefni líð- andi stundar rædd. Þegar stelpan fór utan í nám til Noregs kom í ljós að hún var að stúdera á sömu slóðum og kaupmaðurinn hafði eitt sinn starfað og í jóla- leyfinu það árið voru minningar rifjaðar upp og hann komst að því að sumt var enn á sínum stað á gömlum slóðum. Eftir að búð- arjakkinn var hengdur upp og synir teknir við rekstrinum var enn skemmtilegra að hitta Guð- mund í búðinni, hann fagnaði manni innilega og spurði frétta. Það var ánægjulegt að hlusta á hann segja frá hestunum sínum, það var gott að heyra að hann naut þess að vera kominn á efri ár. Melabúðin er nokkurs konar félagsmiðstöð okkar í Vestur- bænum og þótt stelpunni hafi þótt búðin stór þegar hún var yngri þá hefur hún, eftir að hún komst til vits og ára, áttað sig á því að fermetrafjöldinn er ekki svo ýkja mikill. Þrátt fyrir smæðina í grunnfleti virðist það einhvern veginn þó vera þannig að það fæst allt í búðinni og and- rúmsloftið sem Guðmundur skapaði, og strákarnir hans hafa haldið á lofti, gerir hana ómet- anlegan gimstein í hverfinu. Þegar stelpan spurði pabba sinn hvort hann ætlaði ekki með henni í Costco til að kíkja á am- erísku dýrðina var svarið frekar einfalt: „Í Costco? Nei, þangað fer ég aldrei inn. Ef hluturinn er ekki til hjá honum Guðmundi í Melabúðinni þá þarf ég ekki á honum að halda!“ Við, fjölskyldan á Víðimel 51, vottum Katrínu, Pétri, Friðriki, Snorra og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guð- mundar kaupmanns í Melabúð- inni. Ásta Camilla Gylfadóttir. Það er með söknuði sem ég kveð kæran vin, Guðmund Júl- íusson. Fyrstu kynni okkar voru fyrir 52 árum, þegar ég sótti um sum- arvinnu í Kjörbúð Vesturbæjar. Kynni okkar þróuðust yfir í góða vináttu alla tíð. Það eru margar skemmtilegar og fallegar minningar sem við eigum við ferðalok. Kjörbúð Vesturbæjar, Mel- haga 2, lokaði um helgar frá há- degi á laugardegi, árið 1965. Í þá daga var ein reiknivél, peninga- skúffa og lagerinn í bílskúrnum. Þetta voru ævintýralegir tímar, fjórir starfmenn; Þórunn, Helga, Sigrún og ég, sem var þá lang- yngst. Einn laugardaginn bauð Guð- mundur okkur öllum á Hótel Sögu í Súlnasalinn í opnar sam- lokur og kaffi fyrir vel unnin störf . Þetta var í fyrsta skipti sem við komum á Hótel Sögu og fannst okkur við verða heims- borgarar á eftir. Þetta sumar fóru Guðmundur og Katrín Stella með synina tvo, Friðrik og Pétur, vestur að veiða og fengum við Helga sem vann líka í búðinni að fara með. Þetta var mjög skemmtileg ferð hjá okkur öllum. Guðmundur var mjög hávax- inn og grannur, þvílíkt snyrti- menni, hörkuduglegur, sann- gjarn og mikill kaupmaður, sem gerði miklar kröfur til síns og annarra. Það var t.d. allt kapp lagt á að veita sem besta þjón- ustu og allar vörur og kjöt í hæstu gæðum. Guðmundur verkaði allt kjötið sjálfur. Frægu kindakjötskæfuna bjó hann til á staðnum en í upphafi bjó Katrín Stella hana til heima. Besta kæf- an enn í dag. Þegar jólafrí var í skólanum bauð hann mér vinnu í fríinu og borgaði Guðmundur mér 13. mánuðinn eins og öðrum starfs- mönnum. Guðmundur var alltaf í hvít- um stíf straujuðum afgreiðslu- jakka, í hvítum tréklossum við búðarborðið á fullri ferð. Hann ruggaði sér fram og aftur eins og hann væri á fullri ferð á sjón- um enda stýrimaður til margra ára áður fyrr. Guðmundur í Melabúðinni var hornsteinn Vesturbæjar. Mela- búðin er enn í dag hálfgerð fé- lagsmiðstöð, þar hittist fólk úr öllum þjóðfélagsstigum og póli- tík að sjálfsögðu rædd. Seinni árin tóku hestar, hundar og sumarbústaðurinn við. Enda reksturinn í mjög góð- um höndum nýju kynslóðarinn- ar. Synirnir halda áfram með eina bestu nýlenduvöruverslun sem eftir er á höfuðborgarsvæð- inu, sannkölluð delicatessen. Guðmundur var frá Hellis- sandi og í seinni tíð kom í ljós að við vorum skyldmenni. Þannig er að amma mín í móðurætt var þaðan líka og voru mamma mín og Guðmundur fjórmenningar. Kom einnig í ljós að Jón bróðir Guðmundar og Adolf móður- bróðir minn voru æskuvinir. Síðastliðið sumar fórum við Guðmundur í ísbíltúr og keyrð- um um slóð minninganna. Við keyrðum á Blikastaði, þar sem hestarnir voru í sumarbeit, Víði- dalinn C-tröð 12, en þar var hesthús þeirra hjóna. Við keyrð- um um Heiðmörk þar sem við riðum oft út og rifjuðum upp minningar eins og þegar Katrín Stella fann hestinn fyrir mig. Takk Guðmundur fyrir ynd- islega vináttu, trygglyndið, virð- inguna, góðar minningar, reið- túrana frá Víðidalnum og morgunkaffi í Laugarásnum á þriðjudögum. Ég kveð þig Guðmundur með þakklæti fyrir öll árin. Guð blessi þig kæri vinur. Ég votta fjölskyldunni allri mína innilegustu samúð. Ásta Denise. Við hjónin og fjölskyldan öll á Laugarásvegi 50 viljum minnast Guðmundar með kærri þökk fyr- ir öll okkar góðu samskipti. Það voru mikil tímamót í hverfinu og gæfuspor fyrir okkur þegar Guðmundur og Katrín fluttust á Laugarásveginn með synina þrjá; Friðrik, Pétur og Snorra, og við vorum vinir og nágrannar í rúmlega 40 ár og aldrei bar skugga á þá vináttu. Guðmundur vann mikið ævi- starf og vinnusemi var honum í blóð borin en í okkar samskipt- um þá var hann líka ljúfur, hjálpsamur og skemmtilegur vinur og nágranni sem við minn- umst með hlýju. Minning hans mun lifa með okkur og fjölskyldunni og ein- lægar samúðarkveðjur sendum við til fjölskyldu og vina. Dóra, Þór og fjölskylda. Hávaxinn, í klossum og gulu peysunni, hárið svolítið úfið og með heimsins stærsta yfirvara- skegg. Þannig kom Guðmundur mér fyrst fyrir sjónir þar sem hann var að þvo Wagoneerinn fyrir utan Laugarásveginn á sólríkum sumardegi. Hann tók vel þessari stelpu sem ekki borðaði fituna af kjötinu og vildi frekar Smjörva en smjör og líka einstaka kálblað með matnum. Hann fyrirgaf henni líka að vilja ekki borða með honum steikta lúðu í morg- unmat á sunnudögum og fyrir að vera ekki alltaf sammála honum. Aldrei bar skugga á samskiptin, bæði fengu að segja sínar skoð- anir, sama hvort þær voru réttar eða rangar að mati hins og stóru hendurnar, mjúkur vanginn og bjarnarfaðmurinn stóðu alltaf til boða. Reiðtúrar á svarta stóðinu, gönguferðir á Langanesmelum og sögur sagðar við kjötsögina í Melabúðinni, þannig vil ég minn- ast hans og geri það með hlýju og þakklæti. Maríanna. Við kveðjum nú eftirminnileg- an mann. Ég og Snorri, sem er jafnaldri minn og kær vinur, ól- umst upp í nágrenni hvor ann- ars. Ég var oft á heimili þeirra, sérstaklega þegar brall ung- lingsáranna stóð sem hæst. Minningarnar eru margar. Guð- mundur sagði krassandi sjó- ferðasögur og fræddi okkur um eituráhrif tóniks sem voru okkur vinunum kærkomin skýring á vanlíðan eftir skemmtanir. Í Melabúðinni var hann kóngur. Þangað var gott að koma til að hitta Snorra og lagði metnaður Guðmundar grundvöllinn að vel- gengni búðarinnar. Ég veit samt ekki hvort hann hefur frétt af því þegar við Snorri skúruðum búðina í laugardagsgalsa á Adamsklæðunum. Hann hefði vafalaust haft gaman af og verið ánægður með, enda var búðin al- veg skínandi hrein á eftir. Guð- mundur var af þeirri gerð manna sem lét verkin tala. Um- hyggja hans fyrir sínum nánustu og manngæska kom vel fram í þeirri umgjörð og öryggi sem hann tók þátt í að skapa fjöl- skyldunni. Þetta kom líka fram í því hversu gaman hann hafði af því að umgangast og gera vel við vini Snorra eins og þegar ég og Evgenía heimsóttum Melabúð- ina nýgift, þá hann gaf okkur stærðarinnar villilax. Hann hafði yndi af hestum og átti hund svo lengi sem ég man eftir honum, sem segir líka mikið um gæsku Guðmundar. Það er hægt að halda lengi áfram því hann er órjúfanlegur hluti af mótunar- árum mínum. Ég er þakklátur fyrir að hafa notið kynna við hann, ég er ríkari fyrir vikið og mun sakna þess að hafa hann ekki í nágrenni við mig lengur. Fjölskyldu Guðmundar votta ég innilega samúð mína. Gunnar Bjarni Ragnarsson. Mig langar að setja nokkur orð á blað um góðan og ljúfan mann sem heitir Guðmundur Júlíusson. Ég kynntist Guð- mundi þar sem ég var starfs- maður Melabúðarinnar. Ég var að stíga mín fyrstu skref í versl- un og vissi varla hvað sneri upp og niður. Get ég sagt með góðri sam- visku að Guðmundur var góður kennari og kenndi mér það vel og vandlega að ég var mjög fljót- ur að ná því sem að hann kenndi mér, yfirleitt var það hvernig maður ætti að gera það og af hverju það ætti ekki að gera þetta svona. Verslunin var rekin prýðisvel og ekkert skorti þessa búð nokkurn skapaðan hlut. Það sýnir hversu góður Guðmundur var að reka verslun með mikilli prýði og voru viðskiptavinirnir einstaklega ánægðir með hvað þjónustan var góð og hversu vel var tekið á móti þeim. Guðmundur var hvers manns hugljúfi og var einstaklega hjálpsamur og hafði einstaklega gott hjartalag og verður hans ávallt minnst sem góðs og heið- arlegs manns. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og mun ég biðja góðan Guð um að styrkja ykkur í komandi framtíð. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson) Guðmundur Árni Sigurðsson. Kveðja frá Lionsklúbbi Reykjavíkur Látinn er Guðmundur Júl- íusson, kaupmaður í Melabúð- inni, á 89. aldursári. Guðmundur var félagi í Lionsklúbbi Reykja- víkur um langa tíð. Hann gekk í klúbbinn árið 1981 og starfaði í honum sleitulaust þar til yfir lauk. Hann var traustur félagi, sótti fundi vel og leysti með prýði þau verkefni sem honum voru falin. Guðmundur var for- maður klúbbsins starfsárið 1999- 2000. Hann var gerður að Melv- in Jones-félaga árið 2014, en það er æðsta viðurkenning Lions- hreyfingarinnar, einn þriggja fé- laga í Lionsklúbbi Reykjavíkur en klúbburinn er mjög spar á slíka viðurkenningu. Guðmundur var glaðbeittur í framkomu, sagði sína meiningu vafningalaust á sinn kjarnyrta hátt, enda upprunninn undan Jökli. Áður en hann gerðist um- svifamikill kaupmaður í Mela- búðinni var hann til sjós og sigldi á norskum skipum um öll heimsins höf. Um það kunni hann margar sögur eins og sjó- mönnum er tamt. Félagar í Lionsklúbbi Reykja- víkur þakka Guðmundi trausta vináttu og votta eiginkonu hans, Katrínu Briem, og ástvinum hans öllum dýpstu samúð. Far þú í friði kæri vinur og félagi. Fyrir hönd Lionsklúbbs Reykjavíkur, Guðjón P. Ólafsson, formaður. Guðmundur Júlíusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.