Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Þorskurinn er mikilvægasti fisk-
stofninn á Íslandsmiðum og sá sem
ár eftir ár skilar flestum krónum í
þjóðarbúið. Aukning aflaheimilda um
6% á næsta fiskveiðiári skiptir því
gríðarlega miklu máli. Hafa má í
huga að ekki eru nema tíu ár síðan
þorskstofninn stóð mjög veikt og
hart var á dalnum í mörgum sjávar-
byggðum samfara miklum samdrætti
aflaheimilda.
Horfurnar nú eru
hins vegar já-
kvæðar og búast
má við að viðmið-
unarstofn þorsks
stækki nokkuð frá
sem hann er nú.
Sjávarútvegs-
ráðherra, Þor-
gerður Katrín
Gunnarsdóttir,
ákvað í síðustu
viku að fara að ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar og verður leyfilegur
heildarafli 257.572 tonn á fiskveiði-
árinu 2017/18, en er á þessu fiskveiði-
ári 244 þúsund tonn. Ráðherra fylgdi
ákvörðun sinni úr hlaði og sagði þar
að í heildina væri ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar góð tíðindi „sem
benda eindregið til þess að stjórn
fiskveiða hér við land hafi verið ábyrg
á síðustu árum“.
Það er athyglisvert að þegar rýnt
er í gögn og upplýsinga aflað hjá Haf-
rannsóknastofnun kemur fram að
stækkun þorskstofnsins í ár miðað
við það síðasta byggir fyrst og fremst
á aukinni meðalþyngd, en síður á ný-
liðun í stofninum.
Í ástandsskýrslu Hafrannsókna-
stofnunar segir meðal annars:
„Hrygningarstofn hefur stækkað á
undanförnum árum og hefur ekki
verið stærri í fjörutíu ár. Veiðihlutfall
hefur lækkað og er það lægsta á
stofnmatstímabilinu. Nýliðun hefur
verið fremur stöðug síðan 1988 (að
meðaltali um 140 milljónir 3 ára ný-
liða) en mun minni en hún var árin
1955–1987 (meðaltal um 205 milljón-
ir). Stækkun stofnsins er því fyrst og
fremst afleiðing minnkandi sóknar.“
Meðaljónar miðað
við fyrra tímabil
Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur
á Hafrannsóknastofnun, er spurður
um skýringar á minni nýliðun á sama
tíma og stofninn hefur styrkst.
„Í sjálfu sér er lítið um haldbærar
skýringar á minni nýliðun og serían
frá miðjum níunda áratugnum er sér-
kennileg,“ segir Einar. „Síðasti stóri
árgangurinn er frá 1984 en síðan hef-
ur nýliðun að meðaltali verið um 30%
lægri. Mjög lélegir árgangar urðu
tíðari þegar hrygningarstofninn var í
lágmarki á tíunda áratugnum en
jafnvel topparnir sem þó hafa sést
eru aðeins meðaljónar miðað við
fyrra tímabil. Menn hafa verið að
tengja eldri seríuna við tímabil þegar
við fengum innflæði af Grænlands-
göngum, en það er hæpin skýring ein
og sér. “
Í ástandsskýrslu Hafró kemur
fram að árgangurinn frá 2013 sé met-
inn slakur, en árgangar 2014 og 2015,
sem koma í veiðina 2018 og 2019, séu
við langtímameðaltal. Fyrsta mæling
á árgangi 2016 bendi til að hann sé
slakur, en sá árgangur kemur ekki
inn í viðmiðunarstofninn fyrr en árið
2020.
Hlutfallslega er meira af eldri fiski
í afla nú en undanfarinn áratug. Afli á
sóknareiningu helstu veiðarfæra hef-
ur verið hár á undanförnum árum.
Meðalþyngd eftir aldri í afla hefur
aukist undanfarin ár og var árið 2016
nálægt langtímameðaltali (1955-
2016).
Aflaregla í þorski frá 1995
Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
er byggt á aflareglu. Sem nýtingar-
stefnu til langs tíma var aflareglu
fyrst komið á fyrir fiskveiðiárið 1995-
1996, til að tengja betur saman stofn-
stærð og leyfilegan heildarafla á
þorski. Í fyrstu var miðað við 25%
aflareglu, þ.e. að veiða mætti 25% af
viðmiðunarstofni þorsks, fjögurra
ára og eldri. Það þótti ekki skila
nægjanlegum árangri og lengi vel
var afli talsvert umfram leyfilegan
hámarksafla þar sem ýmsir þættir
bættust við úthlutaðar heimildir.
Veiðihlutfallið var lækkað í 20% af
viðmiðunarstofni frá og með fisk-
veiðiárinu 2008/09.
Einar segir að hugsunin með að
lækka veiðihlutfalllið í 20% hafi ekki
verið að minnka afla til lengri tíma
litið heldur að hafa stofninn aðeins
stærri að jafnaði en ná þó svipuðum
eða meiri afla úr honum.
Eins og áður sagði hefur meðal-
þyngd aukist og segir Einar að aukn-
ing aflaheimilda nú sé að stórum
hluta vegna þyngdaraukningar. Við-
miðunarstofn er fjögurra ára fiskur
og eldri og er reiknaður út frá fjölda
fiska eftir aldri og meðalþyngd í afla.
Þar sem meðalþyngd í afla fyrir árið
2017 liggur ekki fyrir er byggt á spá
þar sem stuðst er við meðalþyngd
eftir aldri í rallinu síðasta vor.
Þyngdir 3-9 ára í vorrallinu 2017,
sem eru notaðar til að spá um þyngd-
ir í afla í viðmiðunarstofni í ár, eru í
mikilvægustu aldurshópum nokkuð
hærri í ár en verið hefur síðustu árin.
„Meðalþyngdir hækkuðu tiltölu-
lega mikið í rallinu miðað við meðal-
þyngdir í fyrra,“ segir Einar. „Ein-
staklingum hefur ekki fjölgað í sama
hlutfalli og þyngd hefur aukist.
Hærri meðalþyngd í vorralli er
stærsti einstaki þátturinn í stækkun
viðmiðunarstofns nú.“
Breytingar í kynþroska
Athygli vekur að þorskur á Ís-
landsmiðum verður kynþroska síðar
núna en var í byrjun aldarinnar, en
miðað hefur verið við að þorskur yrði
kynþroska 5-7 ára. Þannig var hlut-
fall kynþroska sex ára fisks um 50% í
kringum 2000 en er nú undir 30%.
„Það er spurning hvort þetta teng-
ist því að stofninn hefur stækkað og
ef mikið er af fiski í sjónum verði
hann síðar kynþroska. Þetta séu
stærðar- eða þéttleikaháð viðbrögð
og eigi sér líffræðilegar skýringar.
Þetta er svolítið sérstakt og öfug þró-
un við það sem ýmsir hafa haldið
fram að stífar veiðar og minni stofn
hafi þau áhrif að fiskur verði erfða-
fræðilega fyrr kynþroska.“
Minni sókn – aukin meðalþyngd
Nýliðun í þorskstofninum um þriðjungur af því sem var fyrir 1984 Afli á sóknareiningu helstu
veiðarfæra hefur verið hár á undanförnum árum Þorskurinn verður seinna kynþroska en áður
Þorskstofninn á uppleið – þróunin síðustu 40 ár
Viðmiðunarstofn þorsks í þúsundum tonna Heildarþorskafli á Íslandsmiðum í þús. tonna Hlutfall heildarafla af viðmiðunarstofni
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
1977–1986 1987–1996 1997–2006 2007–2016
1980 (stærsti viðmiðunarstofn)
Viðmiðunarstofn: 1.490 þús. tonn
Heildarafli: 434 þús. tonn (29%)
1981 (mesti heildarafli)
Viðmiðunarstofn: 1.243 þús. tonn
Heildarafli: 469 þús. tonn (38%)
H
ei
m
ild
:H
af
ra
nn
só
kn
as
to
fn
un
2016
Viðmiðunarstofn: 1.330 þús. tonn
Heildarafli: 251 þús. tonn (19%)
2008 (minnsti heildarafli)
Viðmiðunarstofn:
699 þús. tonn
Heildarafli:
147 þús. tonn (21%)
1992 (hæsta aflahlutfall)
Viðmiðunarstofn: 553 þús. tonn
Heildarafli: 268 þús. tonn (48%)
Aflaregla
Var fyrst komið á fyrir fiskveiðiárið 1995–
1996. Í fyrstu var miðað við 25% aflareglu,
þ.e. að veiða mætti 25% af viðmiðunarstofni
þorsks. Síðar var reglunni breytt í 20% af
viðmiðunarstofni.
Þús. tonn Hlutfall
Einar
Hjörleifsson
Aðeins er áratugur síðan blikur voru á lofti í
sjávarútvegi og aflaheimildir voru skertar
verulega í þorski og fleiri tegundum. „Eitt
fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar var að
takast á við þau ótíðindi sem bárust snemma
sumars um slæmt ástand þorskstofnsins.
Hafrannsóknastofnun lagði til verulegan
niðurskurð á þorskaflanum og öllum var
ljóst að áhrifin yrðu gríðarlega mikil, eink-
um fyrir útgerðir og einstök byggðarlög.
Sjávarútvegsráðherra tók þá ákvörðun, með
fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar, að fara
að tillögum vísindamannanna og hljóta allir
að vona að hún leiði til hraðari uppbygg-
ingar þorskstofnsins en ella hefði verið.
Samhliða niðurskurðinum ákvað ríkis-
stjórnin að ráðast í umfangsmiklar mót-
vægisaðgerðir til þess að draga úr búsifjum
af hans völdum. Mestu skiptir hins vegar að
þeir sem nú taka á sig aflaskerðingu fái not-
ið ávaxtanna þegar stofninn styrkist á nýjan
leik,“ sagði Geir H. Haarde, þáverandi for-
sætisráðherra, við áramót 2007/08.
Horfið var frá 25% aflareglu fiskveiðiárið
2007/08 og aflaheimildir í þorski skornar
niður verulega umfram það sem aflaregla
hefði heimilað. Leyfilegur þorskafli var
skorinn niður um 63 þúsund tonn, úr 193 í
130 þúsund tonn fiskveiðiárið 2007-2008.
Einar K. Guðfinnsson var sjávarútvegs-
ráðherra og var ákvörðunin tekin í ljósi upp-
lýsinga sem lágu fyrir um stöðu þorskstofns-
ins, stærð viðmiðunarstofns og hrygningar-
stofns.
Jafnframt var ákveðið að aflaregla yrði
tekin upp að nýju fiskveiðiárið 2008/2009 og
þá yrði leyfilegur þorskafli 20% afla úr við-
miðunarstofni en þó ekki lægri en 130 þús-
und tonn. Miklu réði um þessa ákvörðun að
Hafrannsóknastofnunin taldi að með
óbreyttri sókn, 25% af viðmiðunarstofni,
myndi stofninn minnka enn á næsta ári á eft-
ir og því augljóst að stjórnvöld hefðu staðið
frammi fyrir enn skarpari niðurskurðar-
tillögum árið eftir.
Í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu sagði
svo meðal annars þegar ákvörðun um nið-
urskurð aflaheimilda lá fyrir: „Það er alveg
sérstök ástæða til að fagna ákvörðun Einars
K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og
ríkisstjórnarinnar um að fylgja ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar um þorskafla á næsta
fiskveiðiári. Þessi ákvörðun var erfið og hún
kallar margvíslega erfiðleika yfir fólk og
fyrirtæki í landinu og þá alveg sérstaklega í
sjávarþorpunum í kringum landið, en hún
leiðir til þess að í fyrsta skipti verður raun-
verulega látið á það reyna, hvort fiskifræð-
ingarnir hafa rétt fyrir sér.“ aij@mbl.is
Niðurskurður Forsíða Morgunblaðsins á sjó-
mannadag 2007 með frétt um ráðgjöf Hafró.
Ótíðindi af þorskin-
um fyrir áratug