Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Morgunblaðið/Ernir Jafnvægi Eyrún Ævarsdóttir og Katla Þórarinsdóttir pósa hýrar á brá. Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is V ið fórum í fyrsta íslenska sirkus- ferðalagið fyrir þremur árum, eftir að við keyptum sirkustjaldið okk- ar, Jöklu. Þá fór þetta virkilega að rúlla af stað,“ segir Eyrún Ævars- dóttir, ein þeirra sem hafa verið í sirkus- hópnum Sirkus Íslands frá upphafi. „Við átt- uðum okkur á því að það væri kannski alveg hægt að vera með sirkustjald þegar haldin var sirkushátíð í Vatnsmýrinni árið 2013, en þar var fullt af tjöldum og við töldum okkur í Sirkus Íslands alveg geta fyllt eitt slíkt. Við réðumst því í hópfjármögnun á Karolina Fund og þvert á allar líkur þá gekk það upp og tjaldið okkar Jökla hefur síðan þá ferðast með hópnum.“ Árið 2016 tók sirkushópurinn sér pásu í eitt ár en er nú kominn á fullt í undirbúningi fyrir sumarið. „Þetta er þriðja sumarið okkar sem við er- um með tjaldið. Við vorum tvö sumur með sömu sýningarnar en erum núna komin með al- veg splunkunýtt efni sem við erum að æfa. Við nýttum pásuna til að byggja upp nýjar sýn- ingar og læra nýja hluti sem eru núna hluti af nýju sýningunum.“ Aðspurð hvaðan þau fái hugmyndir að efni segir Eyrún að það sé héðan og þaðan. „Þrjú okkar hafa verið í námi erlendis, ég og tveir aðrir, sem við erum að ljúka núna. Það- an kemur eitthvað en svo er þetta líka mikið innblástur út frá því sem er að gerast í kringum okkur, við skoðum til dæmis hvað er á netinu. En svo er líka um að gera að prófa sig áfram sjálfur, þróa sína hæfileika.“ Eyrún segir að undanfarin ár hafi sú þró- un átt sér stað að sífellt fleiri hafi getað unnið við sirkusinn hér á landi allan ársins hring. „Núna myndi ég segja að það séu sex eða sjö manns sem eru að vinna við þetta einvörðungu og framfleyta sér á þessu. Mörg okkar eru að kenna sirkuslistir og skemmta út um allan bæ. Þetta er atvinnugrein í þróun.“ Vinsældirnar sífellt að aukast Eyrún segir það hafa breytt miklu fyrir hópinn að festa kaup á sirkustjaldinu. „Það hef- ur gert okkur mun sjálfstæðari að geta verið með tjaldið og sirkusvinnan verður miklu raun- verulegri fyrir vikið. Við getum ákveðið að setja saman sýningu hvenær sem er og sett hana á svið.“ Aðspurð segir Eyrún viðtökurnar hafa verið mjög góðar allt frá byrjun. „Fyrsta sum- arið voru yfir 20 þúsund manns sem sáu sýn- ingarnar okkar. Við prófuðum líka að setja upp eina fullorðinssýningu að vetri til. Það var ekki góð hugmynd,“ segir Eyrún og hlær. „Núna hafa hátt í 40 þúsund manns komið í tjaldið og séð okkur skemmta. Við erum afar sátt við þessar frábæru viðtökur og að sjálf- sögðu vonar maður að það haldi áfram. Þess vegna erum við svona spennt að kynna nýtt efni og sjá viðbrögðin.“ Nýjar sýningar í mótun Í sumar verður Sirkushópurinn með þrjár sýningar sem innihalda hver um sig alveg splunkunýtt efni. Ein sýningin nefnist Róló. „Við höfum verið að leggja mesta áherslu á þessa nýju fjölskyldusýningu, hún er ekki ein- vörðungu hefðbundin sirkussýning heldur ger- ist hún á róluvelli. Persónurnar í sýningunni eru fólkið sem á leið um leikvöllinn og er gætt áhugaverðum hæfileikum sem fá að njóta sín þegar fólkið sýnir listir sínar. Þetta er því í rauninni einn dagur á róluvelli, það er ákveðinn söguþráður og áhorfendur fá svolítið að kynn- ast persónunum. Við ætlum að bæta meiri sögu og þema í þessa sýningu og bæta þetta enn frekar,“ segir Eyrún og bætir við að Róló sé ekki eina sýning Sirkuss Íslands. „Við erum með tvær aðrar sýningar, önnur er barnasýning og heitir Litli Sirkus. Hún er aðeins ljúfari og ekki jafn stór í sniðum, í henni er ekki jafn mikill æsingur í sirkusatriðunum. Svo erum við líka með fullorðinssýninguna okk- ar sem heitir Skinnsemi. Hún hefur verið í gangi hjá okkur í nokkur ár og er í sífelldri þró- un. Það er einhverskonar kabarettsýning sem er bönnuð innan 18 ára. Þar leyfum við okkur að segja ýmsa brandara sem passa ekki inn í hefð- bundnu fjölskyldusýningarnar.“ Að sögn Ey- rúnar hefur fólk tekið fullorðinssýningunni vel. Pælingin að breiða úr sér Eyrún segir sirkushópinn vinna vel saman, enda sé ekki við öðru að búast þegar fólk hefur unnið saman þetta lengi. „Þegar maður fer í sirkusferðalag þá eru í rauninni allir að gera allt. Þannig þéttist hópurinn. Margir eru búnir að vera með alveg frá upphafi, svo þetta er svo- lítið orðið eins og önnur fjölskylda okkar.“ Sirkus Íslands hefur ferðast víða um land frá stofnun, en Eyrún segir að í sumar verði sirkusinn hins vegar aðallega í Reykjavík. „Fyrstu tvö sumrin fórum við út um allt land, meðal annars til Ísafjarðar, Akureyrar, um allt Austurland, á Selfoss, til Keflavíkur og til Fá- skrúðsfjarðar. En í sumar verðum við aðallega hér fyrir sunnan, hitum aðeins upp þessa nýju sýningu og sjáum hvernig það gengur, en við ætlum líka að sýna á Selfossi, verðum þar í ágúst en í júlí verðum við í Reykjavík.“ Aðspurð hvort sirkusinn horfi ekkert út fyrir landstein- ana vill Eyrún lítið segja til um það. „Það er alls ekkert staðfest í því, en við er- um voða hrifin af þeirri hugmynd að fara jafnvel til Grænlands eða Færeyja með þetta. Við erum í landi sem hefur aldrei haft sirkus og það er heldur ekki sirkus í Grænlandi eða Færeyjum, þannig að okkur finnst gaman að pælingunni um að breiða aðeins úr okkur. Það er aldrei að vita hvað gerist. Við erum bara spennt að sjá hvernig þessar nýju sýningar ganga.“ Við erum ein stór fjölskylda Sirkus Íslands hefur notið fádæma vinsælda frá því hann var stofnaður fyrir tæpum tíu árum. Þau hafa æft grimmt undanfarið fyrir nýjar sýningar sem fara af stað nú í júlí, bæði fyrir alla fjölskylduna og einnig einvörðungu fyrir fullorðna. Þau njóta þess að ferðast með sirkustjaldið sitt, Jöklu, og langar að fara til Grænlands og Færeyja. Ljósmynd/Sirkus Íslands Áhætta Eyrún leikur hér listir sínar í háloftunum og skemmtir áhorfendum. Ljósmynd/Sirkus Íslands Sirkus Eyrún Ævarsdóttir er meðlimur í Sirkus Íslands. Morgunblaðið/Golli Listir Sirkus Íslands á Klambratúni þar sem sýningin Heima er best var frumsýnd. Árið 2007 ákvað ástralski götulistamaðurinn Lee Nelson að setjast að á Íslandi. Sirkuslistir Nelson þóttu einstakar, og fljótlega hóf hann að auglýsa eftir einhverjum til þess að sýna list- irnar með sér. Á þeim tíma var enginn sirkus á Íslandi. Áhuginn var mikill. Sífellt fleira fólk fór að mæta á æfingar hjá honum að byggja upp sirkushæfileika sína og úr varð dágóður hópur sem fljótlega fór að skemmta á alls konar árs- hátíðum og öðrum viðburðum. Smám saman fór hópurinn að búa til sýningar og var fyrsta sýningin í fullri lengd sett upp árið 2009. Upphaf Sirkuss Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.