Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 VIÐTAL Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ef maður stendur frammi fyrir alvöru listaverki andar það, það talar við mann,“ segir Ari Alex- ander Ergis Magnússon, kvik- myndagerðarmaður og leikstjóri kvikmyndarinnar Undir hala- stjörnu, eða Mihkel á ensku, sem byggir lauslega á líkfundarmáli frá árinu 2004, en mannslík vafið inn í plastdúk fannst í höfninni í Nes- kaupstað í febrúar það ár. „Ekki er nóg að listaverkið sé smekklegt og þóknanlegt skraut sem skilur ekkert eftir sig,“ segir Ari. Geimáhugi leiðir í listina „Sem barn hafði ég áhuga á geimnum og þegar ég var tíu ára var Erró með stóra myndlistar- sýningu á Kjarvalsstöðum með geimfaraseríuna. Amma mín, Ragnheiður Möller, tók mig á sýn- inguna. Ég varð yfir mig hrifinn og tilkynnti henni að ég ætlaði að verða listamaður,“ segir Ari. Tví- tugur fór hann í myndlistarnám til Parísar og kynntist Erró fyrir til- viljun. Mörgum árum seinna skrif- aði Ari lokaritgerð í listasögu sem síðar varð að heimildarmynd um Erró. „Ferlið við gerð myndar- innar var svo skemmtilegt að ég ákvað að gera fleiri myndir um uppáhaldslistamennina mína,“ seg- ir Ari, sem gerði myndir um Sig- urð Guðmundsson SÚM-ara, Magnús Blöndal, fyrsta raf- tónskáld Íslands, Jórunni Viðar tónskáld og Yoko Ono. „Sigurður er einhver ótrúlegasti maður sem ég þekki,“ segir Ari og hlær. „Ég legg áherslu á að umgangast skemmtilegt fólk, lífið er svo stutt,“ bætir hann við. Eftir að hafa kynnst þessum listamönnum fékk Ari meiri áhuga á kvik- myndagerð en myndlistinni. „Kvik- myndagerðin sameinar allar list- greinar og mannlega þáttinn,“ segir hann. Samfélagsmálin áhugaverð Í dag er Ari kvikmyndagerðar- maður en hefur ekki gefið mynd- listina alveg upp á bátinn, hann vinnur sem listrænn ráðgjafi fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja kaupa listaverk. Ein áhrifaríkasta kvikmynd Ara fram að þessu er Syndir feðranna, en hún fjallaði um börn sem send voru á Breiða- vík. Sýning hennar olli mikilli um- ræðu í þjóðfélaginu sem endaði með því að tilraun var gerð til að rétta hlut þeirra einstaklinga sem höfðu dvalið við harðræði á op- inberum stofnunum fyrir börn og unglinga. Ari segist hafa mikinn áhuga á samfélagsmálum, það hafi hann frá ömmu sinni og móður. „Ragnheiður amma mín mátti ekk- ert aumt sjá,“ segir Ari, sem minnist hennar með hlýju. Harmleikur sem snertir marga Um myndina Undir halastjörnu segir Ari: „Ég hef ekki haft áhuga á glæpasögum eða löggudrama síð- an ég hætti að horfa á Derrick.“ Ari fékk áhuga á líkfundarmálinu í Neskaupstað frá 2004, eftir að hann rakst á mann sem tengdist því á sínum tíma. „Það sem vakti áhuga minn við þetta mál var að einn forsprakkinn flúði heim til mömmu sinnar,“ segir Ari, sem sá hvernig aðstandendur fólks sem er viðriðið slíka atburði sem þann sem þarna átti sér stað geta sog- ast inn í dramað sem fylgir. „Ég fékk þá áhuga á því hvernig þess- um mönnum líður og hvernig væri með fjölskyldur þeirra,“ segir Ari. Í grunninn sé þetta nauða- ómerkilegt mál, þarna séu ein- hverjir smákrimmar að smygla eit- urlyfjum og að handritið hafi m.a. verið gagnrýnt fyrir það á hand- ritaþingi. „Ég var t.d. spurður hvers vegna ég væri að segja þessa sögu, hún væri ekki um merkilegt fólk, heldur um þá sem eru taldir vera dragbítar á sam- félaginu. En það er akkúrat þess vegna sem mig langar að segja söguna,“ segir Ari. Tenging við heimsmálin Ari var staddur í Moskvu í ágúst 1991 þegar Sovétríkin liðu undir lok, en Ísland hafði rétt áður viðurkennt sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna og Ari vildi líka spyrja sig hvaða þýðingu það hefði. Kvik- myndin Undir halastjörnu byrjar því árið 1991 þegar aðalpersónur myndarinnar eru litlir strákar heima hjá öðrum þeirra í Eistlandi að horfa á sjónvarpsfréttir með pabbanum og sjá að Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna. Þá fer af stað umræða um Ísland sem enginn þekkir og strákurinn ímyndar sér að það hafi verið ís- lenskar geimverur sem hjálpuðu þeim. Ari kveðst hafa notað atburða- rásina úr opinberum gögnum lík- fundarmálsins sem beinagrind fyr- ir handritið ásamt viðtölum við fólk sem vann við málið en að öðru leyti sé það skáldskapur með teng- ingu við sögulega atburði. Lygin og ógæfan sem fylgir „Sagan er svört og sýnir hvað það er auðvelt að taka rangar ákvarðanir og vera vitur eftir á,“ segir Ari. „Án þess að ég vilji rétt- læta það sem gerðist í þessu sorg- lega máli þori ég að fullyrða að það ætlaði sér enginn að hlutirnir færu á þann veg sem þeir gerðu,“ segir Ari með tilvísun í atburðarás málsins. Strákurinn finnur stein í byrjun myndarinnar sem hann heldur að sé halastjarna. „Halastjörnur hafa alltaf boðað ógæfu,“ segir Ari, en steinninn verður stef í myndinni sem límir æsku aðalpersónanna við fullorðinsárin. „Myndin er tileinkuð foreldrum sem missa syni og dætur inn í heim fíkniefna,“ segir Ari, sem vonast til að vekja áhorfendur til umhugsunar um að allir þessir ein- staklingar séu fólk. „Ég á erfitt með að trúa því að fólk sé í grunninn vont, einhvers staðar að baki liggja ástæður. En svo fjallar myndin líka um lygina og hversu alvarlegar afleiðingar hún getur haft, því lygin er það flóknasta sem maðurinn þarf að kljást við og á endanum þarf að taka afleiðingunum,“ segir Ari að lokum. Halastjörnur boða alltaf ógæfu  Kvikmyndin Mihkel byggir á líkfundarmáli í höfninni í Neskaupstað frá í febrúar 2004  Ari Alexander Ergis Magnússon segir frá því hvers vegna hann vildi gera kvikmynd um málið Morgunblaðið/RAX Heima Ari Alexander Ergis Magnússon á heimili sínu í Skuggahverfinu í Reykjavík. Ljósmynd/Ýr Þrastardóttir Leikstjórar Ari og aðstoðarleikstjóri myndarinnar, Fahad Falur Jabali. Á ströndinni Stilla úr Undir halastjörnu sem hefst árið 1991 í Eistlandi. Litháinn Vaidas Jucevicius, kom til Íslands 2. febrúar 2004 með um 400 grömm af amfeta- míni innvortis. Vaidas lést vegna stíflu í iðrum og veiktist fljótlega eftir að hann kom til landsins af völdum hylkja sem hann hafði gleypt. Lík hans var sett í plastpoka, vafið inn í teppi og flutt í bílaleigubíl í Neskaupstað þar sem því var sökkt í höfnina. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til hjálpar og fyrir illa með- ferð á líki. Óheillaspor leiddu til dauða LÍKFUNDARMÁLIÐ Í NESKAUPSTAÐ RÚMLEGA 13 ÁRA Lést Vaidas Jucevicius.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.