Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég kann vel við Ísland,“ segir Witold Waszczykowski, utanrík- isráðherra Póllands, en hann var staddur hér á landi í síðustu viku til þess að taka þátt í ráðherrafundi Eystrasaltsráðsins. Þetta er þriðja heimsókn Waszczykowskis til Ís- lands, en hann hefur tvisvar áður komið hingað í opinberum erinda- gjörðum, þar á meðal sem hluti af sendinefnd þáverandi forsætisráð- herra Póllands, Kazimierz Marc- inkiewicz, þegar hann sótti fund Eystrasaltsráðsins árið 2006. „Þetta er hins vegar fyrsta op- inbera heimsókn utanríkisráðherra Póllands til Íslands frá árinu 1976,“ segir Waszczykowski og bætir við að það hafi verið löngu tímabært að bæta þar úr. Waszczykowski nefnir að Ísland hafi reynst Pólverjum vel, þar sem um 17.000 af sam- löndum ráðherrans hafi náð að koma sér vel fyrir og aðlagast sam- félaginu hér. Eystrasaltsráðið mikilvægt Waszczykowski segir að Íslend- ingar geti verið stoltir af fram- göngu sinni í Eystrasaltsráðinu. „Ég hef nú þegar óskað Íslend- ingum til hamingju með fundinn og að þeir hafi náð að halda ráðherra- fund í ráðinu. Síðast, þegar við vor- um í forsæti ráðsins, þá gátum við ekki komið saman fundi ráðherra, því að nokkrir þeirra vildu ekki funda ef [Sergei] Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, tæki þátt. Að þessu sinni vildum við funda með Lavrov, en þá neitaði hann að taka þátt.“ Waszczykowski segir Eystra- saltsráðið gegna mikilvægu hlut- verki sem samráðsvettvangur fyrir ríkin þar, til dæmis í umhverfis- málum, málefnum fyrirtækja eða önnur vandamál sem best séu leyst í sameiningu. „Ísland hefur staðið sig vel í forsæti ráðsins, og ég vona að Svíar muni einnig ná árangri, þegar þeir taka nú við.“ Yfirgengileg hegðun Rússa Í kjölfar Úkraínudeilunnar hefur verið nokkuð stirt á milli Rússlands og annarra ríkja við Eystrasalt, sem flest eru í Atlantshafsbanda- laginu. Waszczykowski segir banda- lagið hafa átt þann einn kost að styrkja stöðu sína í austri. „Þetta hefur verið erfitt ástand, sem Rúss- ar hafa skapað. Og við skulum hafa það á hreinu að hegðun þeirra er yfirgengileg og árásargjörn,“ segir Waszczykowski. Máli sínu til stuðnings vísar hann til innrásar Rússa í Georgíu 2008, átökin í Úkraínu og innlimun Krím- skagans auk stuðnings þeirra við uppreisnina í Donbass-héruðum Úkraínu. „Eina svarið sem hægt var að veita við þessu, var það sem samþykkt var á fundi Atlantshafs- bandalagsins í Varsjá á síðasta ári, að virkja „austurvæng“ bandalags- ins með því að staðsetja hersveitir í Póllandi, Eystrasaltsríkin og Rúm- eníu.“ Waszczykowski leggur áherslu á að ákvörðunin hafi verið rökrétt og ætlað að verja ríki bandalagsins og fæla Rússa frá því að gera árás. „Það er ekki síður mikilvægt það sem við ákváðum líka [í Varsjá], sem var að halda öllum sam- skiptalínum til Rússlands opnum,“ segir Waszczykowski. „Það veltur á Rússum að nýta sér þær til þess að skýra út ástand- ið, bæði hernaðarlega og pólitískt, með því að eiga samtal og samráð við okkur. Það er því synd að Lavr- ov nýtti ekki tækifærið til þess að taka þátt í fundinum hér, bæði til þess að hlusta á áhyggjur okkar, en einnig til þess að útskýra fyrir okk- ur hverjar fyrirætlanir Rússa séu.“ NATO er að bregðast við En sér Waszczykowski von til þess að samskipti Rússlands við Vesturlönd skáni á næstunni? „Allir lyklarnir að bættum samskiptum milli Atlantshafsbandalagsríkjanna og Rússa eru í Moskvu. Bandalagið hefur ekki áætlanir um árás og það vill ekki vera í sóknarstöðu. Banda- lagið er að bregðast við þeirri stöðu sem Rússar hafa tekið sér. Það voru Rússar sem ákváðu að setja þrjár herdeildir til viðbótar við vesturlandamæri sín. Það voru Rússar sem innlimuðu landsvæði fullvalda ríkis og það eru Rússar sem eru að ýta undir alls kyns ögr- andi atvik í Evrópu,“ segir Waszczykowski og nefnir einnig átökin í Sýrlandi sem dæmi um það hvernig Rússar séu nú að þenja út áhrif sín og ítök. „Atlantshafsbandalagið ákvað að bregðast við. Ef það reynist ekki nóg þurfum við að hugsa um það hverju við getum bætt við til þess að tryggja friðinn í álfunni.“ Waszczykowski leggur einnig áherslu á það að bandalagsríkin framfylgi ákvörðun sinni um að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála. „Það er mjög mikilvægt, því að við getum ekki tekið frið og öryggi sem gefnum hlut.“ Hann bendir á að Pólland sé á landfræðilega erf- iðum stað og því tilneytt til að eyða miklu í varnarmál. „Það er ekki deilt um það í heimalandi mínu og ég vona að hin bandalagsríkin muni einnig verja því sem þarf til þess að verja sameiginlegt öryggi okk- ar.“ Geta ekki einblínt á Brexit Talið berst að Evrópusamband- inu, sem hefur ekki siglt lygnan sjó á síðustu árum. Spurður um fram- tíð sambandsins, sérstaklega í ljósi væntanlegrar útgöngu Breta, Brex- it, segir Waszczykowski að ESB muni þurfa að takast á við ýmis vandamál á næstu árum. „Brexit er útkoman úr nokkrum óleystum vandamálum sem hafa hrjáð Evrópusambandið um hríð. Þar á meðal er til dæmis spurn- ingin hvort við ættum að stækka sambandið út á við eða auka á sam- runaferlið? Við höfum glímt við það um árabil og nú, í staðinn fyrir stækkun sambandsins fáum við Brexit,“ segir Waszczykowski. „Það er synd, því að við munum missa næststærsta hagkerfi Evr- ópu, kjarnorkuveldi og fastafulltrúa í Öryggisráðinu og lykilaðila í Atl- antshafsbandalaginu. Við verðum því að ígrunda það vel hvers vegna þetta gerðist, hverju var um að kenna og hvernig við getum lagað Evrópusambandið og hvers vegna svona mikilvægt ríki ákvað að stíga það afdrifaríka skref að yfirgefa það.“ Hins vegar sé ekki hægt að ein- blína bara á Brexit, þar sem önnur vandamál bíði einnig úrlausnar. „Við verðum að ræða umbætur á Evrópusambandinu, við verðum að ræða hvernig eigi að leysa vanda- málin sem eru í nágrenni sam- bandsins, eins og til dæmis átökin í Úkraínu og í Mið-Austurlöndum sem enn eru óleyst, eða Líbýu. Og við þurfum að leysa þetta allt á sama tíma og Brexit-viðræðurnar eiga sér stað,“ segir Waszczy- kowski. Hann bætir við að ef Evrópu- sambandsríkin einbeiti sér um of að útgöngu Breta og láti hin vanda- málin vera, þá muni aðrir taka sig til við að leysa þau. „Og sú úrlausn verður ekki endilega hagkvæm fyr- ir Evrópu. Þannig að Evrópu- sambandið þarf að huga bæði að innri málefnum sínum og þeim utanaðkomandi ógnum sem steðja að.“ Styrkur í verunni innan ESB Spurður um umsókn Íslands að Evrópusambandinu og því hvort að við ættum að sækja um að nýju segir Waszczykowski það alfarið vera ákvörðun Íslands sem full- valda ríki. „Það sem ég myndi segja við ykkur er að Evrópusambandið er samtök ríkja sem vilja öðrum vel. Flest ríki hafa bætt stöðu sína á verunni þar og ég tel að það sé betra að vera hluti af stórri heild sem getur beitt sér á alþjóðavett- vangi heldur en að reyna að leysa vandamálin einn síns liðs, og það gildir alveg sérstaklega fyrir smá- ríki. Að því sögðu myndi ég vara ykkur við því að vera raunsæ. Við vorum ögn auðtrúa fyrir tuttugu árum og trúðum því að það yrði nóg að ganga í sambandið og sam- þykkja löggjöf þess til þess að bæta líf okkar. Evrópusambandið er hins vegar í grunninn samansafn ákveðinna staðla og hefða, og það veltur á aðildarríkjunum sjálfum að beita þeim.“ Hann bætir við að sambandið hafi í gegnum sögu sína náð að áorka miklu en einnig brugðist að sumu leyti. „Í heildina hefur Evr- ópusambandið hins vegar komið að- ildarríkjum þess til góða.“ Lyklarnir eru í höndum Rússa  Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, heimsótti landið í síðustu viku vegna fundar Eystrasaltsráðsins  Segir Evrópusambandið standa frammi fyrir ýmsum áskorunum á næstunni AFP Utanríkisráðherra Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, var hér á landi í síðustu viku vegna ráð- herrafundar Eystrasaltsráðsins. Hann segir að Rússar haldi á lyklunum að bættum samskiptum austurs og vesturs. Ljósmynd/Marta Magdalena Niebieszczanska Ráðherrar hittast Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tekur í höndina á Waszczykowski við upphaf fund- ar þeirra í síðustu viku, en þetta var fyrsta opinbera heimsókn utanríkisráðherra Póllands til Íslands frá árinu 1976. Dr. Witold Waszczykowski er fæddur 5. maí 1957. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá háskólanum í Lodz, þar sem hann kenndi frá 1981 til 1987 en hann lærði einnig al- þjóðafræði og hlaut meist- aragráðu í þeim frá Oregon- háskóla í Bandaríkjunum. Waszczykowski á að baki langan feril í alþjóðamálum. Hann var ráðinn til pólska ut- anríkisráðuneytisins árið 1992, á sama tíma og hann stundaði framhaldsnám um alþjóðleg öryggismál í Genf í Sviss. Hann varð yfirmaður sendiskrifstofu Póllands hjá Atlantshafsbandalaginu árið 1997 og var þar til ársins 1999 þegar hann var skip- aður sendiherra Póllands í Ír- an. Waszczykowski var aðstoðarutanríkisráðherra Póllands á árunum 2005 til 2008 og náði kjöri til pólska þingsins árið 2011. Hann hef- ur gegnt starfi utanríkis- ráðherra frá 2015. Langur ferill í alþjóðamálum WITOLD WASZCZYKOWSKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.