Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk | Sími 551 5979 | lebistro.is Gypsy Jazz Með Gunnari H ilmarsyni og ge stum Alla föstudaga og laugardaga kl: 22:00 HAPPY HOUR eftir kl . 22:00 Django Nights með léttvínsflösku, eða eitthvert lít- ilræði sem eyðist, t.d. matarkyns. Við megum ekki ætlast til þess að það sem við komum með í boðið verði á boðstólum. Forðumst að koma með hluti sem ætlað er að vera til sýnis, eins og styttur eða eitthvað á veggi. Upphafið Langflest matarboð eru óformleg. Fyrir matarboð Góð venja er að svara boði strax, hvort sem um er að ræða rafrænt boð eða útprentað. Á formlegri boðs- kortum stendur R.S.V.P. sem er franska: répondez s’il vous plaît og útleggst á kurteisan hátt að svar óskist. Það hjálpar gestgjöfum við undirbúninginn að fá svar fljótt og þurfa ekki að hafa samband þegar nálgast boðið til að athuga hvort við ætlum ekki örugglega að mæta. Þess vegna er góð regla að hafa allt- af samband, jafnvel þótt gestgjafinn hafi skrifað: Látið vita ef þið komist ekki. Gjafir handa gestgjöfum Það er engin skylda að færa gest- gjöfum gjöf en það er falleg hugsun og þakkarvottur. Vinsælt er að koma Ef boðið er formlegt er gestgjafinn oft búinn að ákveða hvar hver á að sitja og við breytum því ekki. Gæta þarf þess að skála ekki í tíma og ótíma. Gestgjafi byrjar gjarnan á að skála og síðar í boðinu stendur heið- ursgestur upp fyrir seinni skál. Við látum helst ekki klingja í glösum. Munum að brúnir á glösum eru við- kvæmar. Ef fólk vill láta klingja fer best á að láta belgina mætast en ekki brúnirnar. Það er ágæt þumal- puttaregla að lyfta ekki glösum upp fyrir höku, til að missa ekki augn- sambandið, en það er lykilatriði þeg- ar skálað er. Það að skála er fé- lagsleg athöfn en ekki hugsað til þess að hvetja til drykkju. Servíetturnar Servíettur eru mest upp á punt en engu að síður gott að hafa ef slys verður. Um leið og fólk sest til borðs tekur það servíettuna og leggur hana tvöfalda í kjöltuna. Það er al- gjör óþarfi að hrista servíettuna úr brotunum með tilþrifum, hún er ein- faldlega tekin úr brotunum. Á veit- ingastöðum er best að gera þetta áð- ur en þjónarnir koma með diskana. Ef einhver þarf að bregða sér frá í miðju borðhaldi þykir fara vel á að leggja servíettuna í stólinn, á stól- arminn eða á stólbakið og ýta stóln- um að borðinu. Hvenær má byrja að borða? Á veitingastöðum er almenna reglan sú að ef færri en átta eru við borðið bíðum við eftir að allir hafi fengið sína matardiska. Ef átta eða fleiri eru við borðið þurfum við ekki að bíða og byrjum um leið og mat- urinn er borinn fyrir okkur. Á þessu eru vitanlega undantekningar og meta þarf hvert tilvik. Ef maður hef- ur sjálfur ekki fengið neitt er um að gera að hvetja hina til að byrja að borða, svo að maturinn verði ekki kaldur. Látið ekki kappið bera feg- urðina ofurliði, sagði sr. Friðrik um knattspyrnu, en eins mætti segja um borðsiði: Látið stífni aldrei bera þægindi ofurliði. Lok máltíðar Þegar fólk er búið að borða eru hnífapörin lögð saman en diskunum ekki staflað saman. Í lokin leggjum við servíettuna á borðið vinstra meg- in við þar sem matardiskurinn var og færum stólinn að borðinu. Þannig veit þjónninn að við erum búin og farin. Nokkrir punktar sem gott er að minna sig á: ● Segja nágrönnunum frá að von sé á gestum í boð. ● Setjum síma á hljóðlausa stillingu áður en við setjumst til borðs. Við svörum ekki í síma, sendum SMS eða sinnum netfærslum á meðan á borðhaldi stendur. Það á við hér eins og víðar að á þessu er auðvitað undantekning, t.d. ef fólk er með barnapíu heima, eða ef það á von á símtali sem ekki er hægt að sleppa. ● Tölum ekki með munninn fullan af mat. Jafnvel þó að við séum spurð spurninga klárum við að tyggja og kyngjum áður en við svörum. ● Hnífapör: við byrjum yst og vinnum okkur inn að matardisk- inum. ● Smökkum matinn áður en við sölt- um og piprum. ● Við skerum matinn niður jafn- óðum og við borðum hann. Byrjum ekki á að skera allt niður. ● Blásum ekki á matinn, bíðum frekar í nokkrar mínútur. ● Servíettur má aldrei nota sem snýtuklút. ● Smökkum allt sem er á borðinu. Eina undantekningin er þeir sem eru með ofnæmi eða óþol. ● Olnbogana af borðinu, það er til- litsleysi við þjóninn. ● Vörumst óviðeigandi umræðuefni. ● Borðum rólega. ● Sleppum búkhljóðum. ● Tökum ekki með okkur aukagesti í boð. ● Leggjum hnífapörin saman þegar við erum hætt. ● Sleppum því að nota tannstöngla eða tannþráð. ● Borðsiðir og kurteisi snúast um að taka tillit til annarra. ● Það er ekki gott að vera þaulset- inn veislugestur í annarra manna húsum. albert.eiriksson@gmail.com Hvenær má byrja að borða? Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel, hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi. Létt og gott andrúmsloft er undirstaða borðsiða en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér fjallar matgæðingurinn Albert Eiríksson um praktísku hliðina. Það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru skapar æfingin meistarann. Verði ykkur að góðu! Albert Eiríksson, mat- gæðingur og herramaður, brýnir góða borðsiði fyrir lesendum í pistli sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.