Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Kr. 51.000,- með VSK Greinakurlarar í garðinn eða sumarbústaðinn Einfasa rafmótor 2800 W Sjálfbrýnandi kurlaravals Koma með safnkassa Meðfærilegir og hljóðlátir 45 mm hámarks sverleiki stofna Flottur í garðinn eða í sumarbústaðinn Öflugur og afkastamikill 9 HP Honda bensínmótor 60 mm hámarks sverleiki stofna Hámarks afköst 2.5 m3 / klst Tilvalinn í sumarbústaðinn Jo Beau Model M200 Wolf Garten Model SDL2800 Kr. 395.000,- með VSK ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég hef alltaf verið í tónlist, alveg frá því ég var barn. Ég fór 17 eða 18 ára í Söngskóla Reykjavíkur og hef tekið upp alls konar plötur og reynt að finna mig. Það tók mig rosalega langan tíma en loksins er ég komin á þann stað,“ segir söngkonan og lagasmið- urinn Þórunn Egilsdóttir sem leiðir hljóm- sveitina When ’airy met fairy sem gaf ný- verið út sína fyrstu plötu, Glow. Hljóm- sveitina skipar hún með lúxemborgíska bassa- og Moog-leikaranum Mike Koster og franska trommaranum Thomas Copier. Þórunn fæddist í Lúxemborg en gekk í menntaskóla á Íslandi. Að útskrift lokinni hélt hún í bókmenntafræðinám í Frakklandi og starfaði svo sem sjónvarpskona í Lúx- emborg. Þaðan var förinni heitið til Berlínar þar sem hún bjó í þrjú ár en hélt svo aftur til Lúxemborgar, stofnaði hljómsveitina árið 2015 og fann þá fjölina sína. Hljómsveitin hefur leikið á þekktum tónlistarhátíðum á borð við Reeperbahn, The Great Escape, Eurosonic og Iceland Airwaves og er á leið í aðra tónleikaferð sína um Japan þegar þetta er skrifað. Glimrandi dómar Glow kom út 19. maí og hefur hlotið glimrandi dóma í Frakklandi og Þýskalandi, að sögn Þórunnar. „Platan var eiginlega tilbúin löngu fyrr en við betrumbættum hana því við erum dálítið smámunasöm og svo erum við líka komin með frábæra um- boðsskrifstofu í Hamborg,“ segir Þórunn. Plötunni verði dreift til fjölda landa en hægt að kaupa hana í rafrænu formi í Þýskalandi, Frakklandi, Þýskalandi, Benelux-löndunum og á Íslandi. „Svo herjum við á næsta mark- að, við gerum þetta skref fyrir skref,“ segir Þórunn. Næst á dagskrá eru svo Skandin- avía og Bretland. „Við erum rosalega hissa á því hvað við höfum fengið ótrúlega jákvæða dóma. Það er rosalega gaman að sjá hversu margar pælingar eru í gangi. Okkur finnst gaman að lesa þegar blaðamennirnir og tónlistar- tímaritin eru að spá í af hverju við tökum ýmsar ákvarðanir. Þessar pælingar sýna plötuna í nýju ljósi og það er ákaflega spennandi fyrir okkur,“ segir Þórunn. Systrasamstarf Hún segir gjarnan fjallað um hljómsveit- ina sem íslenska, þótt hún sé eini Íslending- urinn í henni. „Maður sér að fjölmiðlamönn- um þykir íslenski hlutinn mest spennandi,“ segir Þórunn og á þar við sjálfa sig. Strák- unum í hljómsveitinni þyki það bara skondið og skemmtilegt. Þórunn segir að reyndar megi bæta við systur hennar, Rúnu, sem veiti listræna ráðgjöf í hljóðveri. „Hún er mælikvarðinn á það hvort eitthvað sé orðið leiðinlegt eða yfirdrifið. Hún er listrænn stjórnandi á furðulegan hátt,“ segir Þórunn og hlær. Þær systur séu mjög nánar og sam- starfið því kærkomið. Allir í hljómsveitinni eru fjölskyldufólk, eiga maka og börn og segir Þórunn því stundum flókið að ferðast um heiminn. „En við erum tónlistarmenn og þetta tilheyrir starf- inu,“ segir hún. Samt sem áður hafi allt gengið tiltölulega snurðulaust fyrir sig því skipulagið sé gott og hver taki tillit til annars. Varð til á sushi-stað –Hljómsveitarnafnið, hvaðan kemur það? „Ég var með systur minni og tveimur vin- konum á sushi-stað og þá kom það upp. Það er sake að kenna að við heitum þessu nafni,“ svarar Þórunn kímin. Hún semur öll lög hljómsveitarinnar og texta og segir að hljómsveitinni hafi verið líkt við sveitir á borð við Portishead. „Við sjálf getum ekki flokkað okkur, erum senni- lega einhvers staðar milli popps og „alterna- tive“,“ segir hún um tón- listina. Þórunn segist ekki vera að reyna að halda sig við ákveðinn tónlist- arstíl, hún sé undir áhrif- um frá tónlistarmönnum á borð við Peter Gabriel, Jeff Buckley og líka Björk og Portishead. „Það segja margir að þetta sé popp og ég segi þá bara já, þetta er örugglega popp,“ segir Þórunn. Tilfinningaríkur söng- ur gamallar konu –Söngstíllinn hjá þér er dálítið sérstakur, minnir mig á köflum á Ólöfu Arnalds. Er þetta stíll sem þú tileink- aðir þér eða er hann ómeðvitaður? „Mestu áhrifin koma frá ömmu minni heitinni, hún spilaði á píanó allan daginn og söng og mér finnst söngur gamals fólks ótrúlega áhrifamikill. Það eru svo miklar til- finningar í söngnum, hún var búin að lifa svo margt, m.a. seinni heimsstyrjöldina og þetta var svo erfitt líf og ég heyrði það al- veg á röddinni. Söngur hennar hafði einhver áhrif á mig, dálítið bjagaður og ég fæ bara illt í hjartað þegar ég hugsa um þetta. Mér finnst ég syngja eins og amma, einhvern veginn,“ svarar Þórunn. –Og þú syngur einhverja texta á íslensku og þá skilja hinir tveir í hljómsveitinni ekk- ert? „Nei, en það er það besta við þetta,“ segir Þórunn kímin. Íslenskan sé afar framandi þeim sem ekki skilja hana, eðlilega, og hljómi fallega með sínum hörðu r-um. Fólk skynji tilfinningarnar í textunum þótt það skilji ekki orðin. Flestir lagatexta Þórunnar eru þó á ensku og segist hún leggja mikinn metnað í skrifin, enda með bókmennta- fræðinám að baki. When ’airy met fairy lék á Iceland Airwa- ves árið 2015 og segir Þórunn það hafa ver- ið æðislega upplifun. Hún segir umboðs- mann hljómsveitarinnar vinna að því nú að hljómsveitin fái að leika á hátíðinni í ár. Iceland Airwaves og The Great Escape séu í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Tríó Þórunn Egilsdóttir með félögum sínum í hljómsveitinni When ’airy met fairy, Mike Koster og Thomas Copier. Undir áhrifum frá ömmu  Þórunn Egilsdóttir er forsprakki hljómsveitarinnar When ’airy met fairy sem gaf út sína fyrstu plötu í vor  Lofsamlegir dómar  Hljómsveitin sögð íslensk þótt liðsmenn séu frá þremur löndum Glow Umslag nýútkominnar hljóm- plötu When Airy Met Fairy. Vefsíða hljómsveitarinnar: whenairymetfairy.com Bandaríski píanóleikarinn, djass- tónlistarmaðurinn og kennarinn Geri Allen lést á þriðjudaginn á spítala í Philadelphiu, 60 ára að aldri. Bana- mein hennar var krabbamein. Frá þessu greinir The New York Times. Allen var vel kunn fyrir að hafa brú- að bilið milli ólíkra stíla djasstónlistar miðrar síðustu aldar og nútímans. Þetta gerði hún með framsýnni nálg- un sinni á píanóleik, hæfni til að bregða sér milli listastefna án þess að gera verulegar breytingar á eigin hljóðfæraleik og viðleitni til að stofna tengsl milli djasstónlistar og annarra hefðbundinna listastefna bandarískra blökkumanna. Geri Allen látin Framsýn Geri Allen heitin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.