Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Trítlað íSölden Ötztal er einn fallegasti dalur austurrísku Alpanna og býður hann upp á einstaka möguleika til gönguferða og útiveru. Á þessu fallega alpasvæði má finna tignarlega tinda, tær vötn, ár og skóga og er dalurinn innrammaður af 250 fjallstindum sem ná upp fyrir 3.000 m hæð. Í þessum fallegu fjallasölum má svo sannarlega upplifa ógleymanleg ævintýri jafnt sem slökun. Verð: 189.800 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir2. - 9. september Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið hefur verið að því síðustu daga að moka og dæla seti og aur úr farvegi Andakílsár í Borgarfirði. Tilgangurinn er að hjálpa búsvæð- um að jafna sig eftir umhverfis- slysið sem varð í vor og hjálpa lax- inum sem von er á út á sjó á næstu dögum að finna sér skjól í ánni. Slíkar aðgerðir eiga sér ekki for- dæmi hér á landi. Vélgrafa var notuð til að grafa gróft set sem safnast hafði ofan á eyri rétt neðan við stöðvarhús virkjunarinnar. Vonast er til að þetta verði til að flýta því að gamli botninn komi fram. Þá var mokað úr hyljum ofan til í ánni. Áætlað er að nokkur hundruð rúmmetrum af seti hafi verið mokað á land. Þá var gerð tilraun með að dæla aur upp úr hyl neðar í ánni og láta hann setjast í stórum kerum. Stjórnarmenn úr Veiðifélagi Andakílsár sögðust ánægðir með gröftinn en töldu að dælingin væri ekki nógu afkastamikil, það er að segja að það þyrfti stærri settjarnir til að dæla aurblandaða vatninu í. „Þetta er mjög stórt verkefni sem þarf að vinna áfram. Mjög mik- ið set er í ánni og við viljum sjá hvað áin gerir sjálf,“ segir Sig- urður Már Einarsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem verið hefur Orku náttúrunnar til ráðgjafar. Aðgerðum er að mestu lokið í sumar en Sigurður tekur fram að ef til vill þurfi að hjálpa ánni eitthvað meira til að hreinsa sig. Áin er friðuð fyrir veiðum í sum- ar en áætlað að taka mikið af klak- fiski til að hægt sé að rækta seiði til að sleppa í ána á árunum 2019 og 2020. Það á að vera mótvæg- isaðgerð vegna þeirra seiða sem drepist hafa í sumar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nátthagahylur Tilraun var gerð með að dæla upp aurblönduðu vatni og láta það setjast til. Andakílsá Fulltrúar bænda, Orku náttúrunnar og verktakans meta árangur af dælingu úr ánni. Búa til skjól fyrir laxinn sem er að koma  Seti og aur mokað og dælt upp úr Andakílsá til að hjálpa búsvæðum árinnar að jafna sig Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Rúnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs, segir að auka þurfi framboðið á strætisvagnaferðum til að ná markmið- um um fjölgun far- þega. Rætt hafi verið um að lengja þjónustutíma og auka tíðnina. Samkvæmt ferðavenjukönnun Capacent Gallup voru 4,5% og 4,8% allra ferða á höfuð- borgarsvæðinu 2011 og 2014 farnar með almennings- samgöngum. Haft var eftir Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), í Morgunblaðinu í gær að ólíklegt sé að því markmiði verði náð að árið 2022 verði 8-9% allra ferða á höfuðb.sv. með almenningssamgöngum. Þær þurfi að komast á annað stig til að raunhæft sé að þær verði „alvöruvalkostur“. Jóhannes Rúnar tekur undir þetta. „Við erum að þokast í áttina. Þetta er erfitt markmið. Til þess að ná fleiri farþegum þurfum við að vera miklu betri valkostur og auka tíðni ferða. Það þýðir óhjákvæmilega aukinn kostnað. Við stefnum þangað en þetta er hæg þróun. Launakostnaður er langstærsti liðurinn í svona rekstri. Það hafa orðið umtalsverðar launabreytingar hjá sveitarfélögum,“ segir hann. Hlutur fargjalda í raun hærri Áðurnefnt markmið var hluti af samningi ríkis og sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu 2011 um eflingu al- menningssamgangna á svæðinu. Meðal annarra markmiða var að ár- ið 2022 væru fargjöld orðin 40% af rekstrarkostnaði. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að hlutur far- gjalda af rekstrarkostnaði hefði verið 33% árið 2012 og 25% árið 2015. Jóhannes Rúnar segir þetta ekki rétt. Hér hafi verið miðað við allan rekstrarkostnað, þ.m.t. vegna aksturs fyrir fatlaða og á landsbyggðinni. Að honum frátöldum hafi hlutur fargjalda af rekstrarkostnaði Strætó á höfuð- borgarsvæðinu verið 32,6% 2012 og 30,7% 2015. Hlutfallið lækkaði því. Kostnaðurinn jókst um 37% Samkvæmt tölum frá Strætó jókst nettókostnaður hvers íbúa á höfuð- borgarsvæðinu af Strætó úr 12.976 kr. 2012 í 17.734 kr. 2015, eða um tæp 37%. Jóhannes Rúnar segir það þekkt úr samgöngufræðum að tímatöf sé milli aukinna framlaga til almenningssam- gangna og aukinnar notkunar á þeim. „Fólk þarf að treysta þjónustunni og venjast henni. Sjá að hún sé komin til að vera, og gerast fastir áskrifendur. Við sjáum einmitt fjölgun fastra áskrif- enda,“ segir Jóhannes Rúnar. Hann bindur vonir við að notkun smáforrits Strætó muni fjölga farþeg- um. Það hafi þegar laðað að nýja hópa. Auka þarf framboðið svo fleiri noti strætó  Frkvstj. Strætó segir aukin framlög munu skila sér síðar Jóhannes R. Svavarsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Samkvæmt samþykktum Viðreisnar hefði átt að halda næsta landsþing flokksins haustið 2018, en halda ber þingið á tveggja ára fresti. Bene- dikt Jóhannes- son, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ákveðin umræða hefði far- ið fram um að flýta næsta lands- þingi til næsta hausts. Niðurstaðan hefði orðið sú að halda næsta landsþing eftir áramót en stór fundur yrði haldinn í haust með helstu valdastofnunum flokks- ins. „Samkvæmt samþykktum Við- reisnar á landsþing að fara fram á tveggja ára fresti og hefði því átt að halda næsta þing haustið 2018. Við fórum yfir þetta á fundi okkar í apríl og okkur fannst eðlilegt að lands- þingið yrði haldið fyrr á árinu 2018, í ljósi þess að það eru sveitarstjórnar- kosningar næsta vor,“ sagði Bene- dikt. Hann segir að eftir það hafi komið fram hugmyndir um að jafnvel væri betra að flýta landsþinginu enn meira og halda það í haust. Á stjórnarfundi núna um miðjan júní hafi niðurstaðan orðið sú að Viðreisn héldi næsta landsþing sitt eftir ára- mót, en í september yrði fundur þar sem fulltrúaráð flokksins, þingflokk- urinn og aðrir trúnaðarmenn legðu á ráðin og undirbyggju starfið fram undan, bæði hvað varðar þingstörf og áherslur flokksins í sveitar- stjórnarmálum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur ákveðin gagnrýni inn- an Viðreisnar beinst að formannin- um, sem þykir ekki vera nógu skólaður í pólitík. „Það getur vel verið að reynslu- leysi Benedikts í pólitík komi fulloft í ljós og hann hafi misstigið sig í yfir- lýsingum, en mér finnst að hann njóti ekki alveg sannmælis. Hann fer í málin og vinnur þau af heilindum. Ef honum verða á mistök er hann mjög snöggur að leiðrétta þau og biðjast afsökunar á fljótfærninni,“ segir flokksmaður sem kveðst mjög ánægður með formann sinn. Landsþing eftir áramót  Viðreisn flýtir þinginu vegna sveitarstjórnarkosninga Benedikt Jóhannesson Seðlabankinn hefur undanfarna viku í tvígang gripið inn í gjaldeyr- ismarkaðinn með kaupum á krón- um, þegar krónan var að veikjast, líkt og greint var frá í frétt í Morg- unblaðinu og ViðskiptaMogga í gær. Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra gerir ekki athugasemdir við þau inngrip, sem séu til þess að draga úr óæskilega miklum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. „Mér skilst að þetta sé mjög grunnur markaður, þannig að um leið og einhver hreyfir sig, í aðra hvora áttina, þá hefur það mikil áhrif á krónuna, til styrkingar eða veikingar,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, þeg- ar hann var spurður álits á ofan- greindum inngripum Seðlabankans sem urðu til þess að krónan styrktist um 1,1% en hafði veikst um 5% á ein- um mánuði. Benedikt kvaðst telja að inngrip Seðlabankans miðuðust við ákveðnar vinnureglur og bankinn leitaðist við með svona krónu- kaupum að draga úr óæskilega mikl- um sveiflum á gjaldeyrismarkaði. agnes@mbl.is Markaðurinn mjög grunnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.