Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. KRISTÍN JÚLÍUSDÓTTIR „Ég heiti Kristín og var ráðlagt að prófa geosilica vegna hármissis. Fékk nokkra skallabletti líklegast vegna áfalls og að vera 23 með skalla var ekki drauma aðstæðurnar! Fyrst leit þetta ekkert svakalega vel út þar sem hárið virtist ekki ætla að koma til baka. Ég byrjaði að taka þetta inn á hverjum degi og viti menn. Hárið byrjaði að vaxa á ógnarhraða! Ég er svo ánægð að þetta gerðist svona fljótt því læknarnir sögðu að kannski kemur það aftur kannski ekki og ekki til eitthvað úrræði sem er betra en annað. En geosilica fékk allavega hárið til þess að vaxa! Hér er smá fyrir og eftir myndir. “ • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni@hitataekni.is hitataekni.is Bjóðum m.a. upp á loftræstisamstæður með varmanýtingu sem henta vel fyrir heimili eða smærri rými, stærð frá 200-700 m3. Samstæður koma tilbúnar með stjórnbúnaði. Þarf ekki að hreinsa andrúmsloftið heima hjá þér? 200m3 samstæða með eldhúsháf, varmahjóli og öllum stjórnbúnaði, tilbúin í eldhúsinnréttinguna. 450m3 samstæða með varmahjóli og öllum tjó bú ðis rn n . Sýndarveruleikamyndband Bjark- ar, Notget, við samnefnt lag hennar af plötunni Vulnicura, hlaut fyrstu verðlaun á Cannes Lions í flokk- inum stafræn iðn (e. Digital Craft) og nefnast verðlaunin Digital Grand Prix. Myndbandinu leik- stýrðu Warren Du Preez og Nick Thorton Jones, ásamt listrænni leikstjórn frá Björk og James Merry. Myndbandið sýnir Björk sem stafræna veru í myrkum heimi en veran flytur töfrandi flutning á laginu í veruleika sem áhorfandinn sekkur inn í, eins og því er lýst í til- kynningu. Myndbandið er nýjasta viðbótin við sýninguna Björk Digital sem hefur verið sett upp víða um lönd, en á henni er unnið með sýndar- veruleika á nýstárlegan hátt, út frá lögum af síðustu plötu Bjarkar, fyrrnefndri Vulnicura. Cannes Lions er alþjóðlegur við- burður helgaður fólki sem vinnur með samskiptamiðla á skapandi hátt og þá m.a. þeim sem starfa í auglýsingageiranum. Þar koma saman fagmenn úr auglýsingageir- anum, hönnuðir, frumkvöðlar á sviði stafrænnar miðlunar og mark- aðsmenn. Verðlaun sem veitt eru á Cannes Lions þykja með þeim merkustu í heimi á sviði auglýsinga og skapandi miðlunar. Um sýndarveruleika og fram- leiðslu myndbandsins sá fyrirtækið ANALOG og myndataka var í hönd- um Andy Serkis. Tvívíða útgáfu myndbandsins má finna á YouTube, á slóðinni youtu.be/ pJDcwXQc5CU. Notget hlaut fyrstu verðlaun á Cannes Lions Töfraheimur Úr myndbandi Bjarkar við lagið „Notget“ af Vulnicura, en í því er unnið með sýndarveruleika á nýstárlegan hátt. VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Einn þekkasti og áhrifamesti djass- tónlistarmaður sögunnar, Banda- ríkjamaðurinn Herbie Hancock, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu 20. júlí nk. með einvalaliði hljóðfæra- leikara: trommaranum Vinnie Cola- iuta, bassaleikaranum James Genus, gítarleikaranum og söngvaranum Lionel Loueke og Terrace Martin sem leikur á ýmis hljóðfæri. Áhrif Hancock á nútímatónlist og þróun dægurtónlistar verða seint of- metin og þá einkum þegar kemur að djassi og fönkskotnum djassi sem nefndur hefur verið sýrudjass. Þá var hann einnig með þeim fyrstu til að til- einka sér tölvutækni í tónlistar- sköpun og -flutningi, hljóðgervla m.a. og hefur ávallt verið óttalaus þegar kemur að því að gera tilraunir í tón- list og blanda saman ólíkum tónlist- arstílum á borð við rokk, fönk og raf- eindatónlist. Af áhrifamestu hljómplötum hans má nefna Head- hunters og Future Shock en einnig má nefna Empyrean Isles og Maiden Voyage sem eru með þekktustu og merkustu djassplötum sjöunda ára- tugarins. Allir hljóta svo að kannast við lög á borð við „Cantaloupe Isl- and“ (sem hljómsveitin US3 gerði að sínu um aldarfjórðungi eftir útgáfu þess og bætti við rappi og ýmsum kryddum) og hið víðfræga „Rockit“. Hancock fæddist árið 1940 og slær ekki slöku við í tónlistinni, þótt orðinn sé 77 ára. Hann hóf sjö ára gamall að læra á píanó og þótti undrabarn, var aðeins 11 ára þegar hann lék einn af píanókonsertum Mozarts með sin- fóníunni í Chicago í tónlistarkeppni fyrir ungmenni. Hann gaf út fyrstu sólóplötuna, Takin’ Off, árið 1962 og ári síðar gekk hann til liðs við djass- kvintett hins margfræga trompet- leikara Miles Davis. Þar fann hann fjölina sína sem píanóleikari og eigin rödd í tónlistinni og fór áður ótroðnar slóðir í djasspíanóleik. Á nærri 60 ára löngum ferli sínum hefur Hancock gefið út og leikið á yfir 60 hljómplötum, hlotið 14 Grammy- verðlaun og fjölda annarra verðlauna, m.a. Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina Round Midnight ár- ið 1986 en hann hefur samið tónlist fyrir fjölda annarra kvikmynda og auglýsinga, auk þess að hafa leikið í nokkrum kvikmyndum. Titillinn ekki gefinn upp Hancock kom fram á Listahátíð í Reykjavík árið 1986 og lék þá einn á órafmagnað píanó. „Það er heldur óvanaleg reynsla fyrir mig að halda tónleika sem þessa, ég hef aðeins gert það fimm sinnum áður. Ég er því mjög spenntur sjálfur að sjá hvernig þeir verða,“ sagði Hancock í samtali við Morgunblaðið fyrir tónleikana það ár. En skyldi hann muna eftir tónleik- unum, 31 ári síðar? „Já, ég man eftir þeim. Ég fór reyndar aftur til Reykjavíkur seinna, tvisvar að mig minnir,“ svarar Hancock og bætir við að minnið sé aðeins að stríða honum. „Þetta var fyrir löngu síðan,“ segir hann, minninu til varnar. Hancock er í kjölfarið spurður að því hvað hann ætli að spila í þetta sinn, á tónleikunum í Eldborg. Hann tekur sér dágóða stund til umhugs- unar. „Ja, í fyrsta lagi er ég að koma með hljómsveit og við ætlum að spila einhver lög eftir mig úr fjarlægri for- tíð, önnur sem eru ekki eins gömul og vonandi lög sem ég er að vinna að þessa dagana, fyrir næstu plötu mína,“ segir hann. –Er hljómsveitin skipuð tónlist- armönnum sem þú hefur unnið mikið með? „Ég hef unnið með flestum þeirra í mörg ár en aðeins í átta eða níu mán- uði með einum þeirra, Terrace Mart- in. Hann er líka aðalframleiðandinn að plötunni sem ég er að vinna í,“ svarar Hancock. Og hvað kemur sú plata til með að heita? „Ég veit það ekki,“ svarar Hancock en færist svo allur í aukana og segist reyndar vita hvað platan muni heita. „En ég vil ekki segja frá því að svo stöddu!“ seg- ir hann og hlær innilega að eigin fyndni. Enginn Snoop án „Rockit“ –Þú hefur verið mjög áhrifamikill tónlistarmaður og tónlist þín hafði mikil áhrif á djassinn á sínum tíma og þá m.a. á sýrudjass, fönkdjassinn. Ór- aði þig fyrir því á sínum tíma að tón- list þín myndi hafa svona mikil áhrif á djass og hip hop síðar meir? „Nei, ég hafði enga hugmynd um það, datt það ekki í hug,“ segir Han- cock sposkur og er í framhaldi spurð- ur að því hvort þessi áhrif hafi komið honum á óvart. „Algjörlega! Þetta kom öllum á óvart því öll hip hop- hreyfingin var meira eða minna neð- anjarðar. Hún var nýfarin að leita upp á yfirborðið og var á jaðrinum. En þegar lagið „Rockit“ kom út, á plötunni Future Shock, komst hún allt í einu í sviðsljósið þó að ég væri ekki með neitt rapp á þeirri plötu. Rappið, eins og við þekkjum það í dag, var farið að láta á sér kræla á þessum tíma og var mjög mikilvægur hluti af hip hop-hreyfingunni,“ svarar Hancock og verður í framhaldi hugs- að til rapparans Snoop Dogg. „Reyndar sagði Snoop Dogg mér að ef ekki hefði verið fyrir „Rockit“ hefði hann ekki lagt rappið fyrir sig. Það kom mér virkilega á óvart og ég hef hitt margt EDM-fólk sem hefur sömu sögu að segja, að „Rockit“ hafi komið því í gang,“ segir Hancock en með EDM á hann við „electronic dance music“, þ.e. rafræna dans- tónlist. Fræi var sáð í LA Bandarískir hip hop-tónlistarmenn hafa verið iðnir við að nýta sér hljóð- búta úr lögum gömlu djass- og sál- armeistaranna, m.a. lögum Hancock og jafnvel meira hin síðustu misseri en áður var, t.d. rappararnir Kanye West og Kendrick Lamar. Blaðamað- ur vekur máls á þessu og Hancock segir fræi upphaflega hafa verið sáð í heimaborg hans, Los Angeles. „Við heyrum það á plötum Kendrick Lam- ar og annarra. Sumt af þessu byrjaði  Herbie Hancock heldur tónleika í Hörpu 20. júlí  Verk hans hafa haft víðtæk áhrif  Forvitinn listamaður sem segist hafa orðið víðsýnni eftir að hann tók upp búddatrú „Lífið er eldsneyti sköpunarinnar“ Nokkrar góðar Herbie Hancock hefur gefið út tugi platna og hér sjást nokkrar vel valdar: The Imagine Project, Empyrean Isles, Future Shock, Maiden Voyage, Round Midnight, Crossings, Thrust og Head Hunters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.