Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 ✝ Ragnar EmilHallgrímsson fæddist á Lands- spítalanum 25. júní 2007. Hann lést 25. júní 2017. Foreldrar hans eru Aldís Sigurð- ardóttir, f. 15. ágúst 1977, og Hallgrímur Guð- mundsson, f. 21. apríl 1969. Systkini Ragnars Emils eru Guðmundur Freyr, f. 25. janúar 1989, Silja Katrín, f. 15. október 2003 og Sigurður Sindri, f. 20. maí 2005. Ragnar gekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan 4. bekk í vor. Ragnar verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 30. júní 2017, klukkan 15. Elsku besti drengurinn okkar. Þegar við setjumst hér niður að hugsa um hvað við ættum að skrifa rifjast upp margar góðar minningar. Þegar við sátum og spiluðum, lásum saman góða bók og sungum og trölluðum í eldhús- inu heima. Þú elskaðir ekkert meira en að fara á rúntinn, fara í heimsókn til ömmu og afa, leika í sólinni úti á palli, skella þér í heita pottinn og blása sápukúlur. Ipad- inn þinn var samt alltaf þitt uppá- halds. Það sem þú gast rannsakað hvert einasta smáatriði í öllum þeim teiknimyndum sem þú elsk- aðir. Þú varst heillaður af tónlist. Þú gast sungið með allri tónlist og þá sérstaklega teiknimyndatón- list hvort sem var í forgrunni eða bakgrunni. Nú ertu lagður af stað í ævin- týraförina miklu. Þessi 10 ár sem við höfðum þig í lífi okkar voru ekkert minna en stórkostleg í öll- um skilningi þess orðs. Þú brædd- ir okkur með einlægni þinni, sner- ir okkur frávinstri til hægri með dyntunum þínum og fylltir okkur stolti með dugnaði þínum og stað- festu. Þú söngst þig inn í hjörtu fólks og tókst þér þar varanlega bólfestu. Þú skildir engan eftir ósnortinn og það fór aldrei fram hjá neinum þegar Raggalestin fór um. Skarðið sem þú skilur eftir verður aldrei fyllt. Við munum ávallt geyma þig í hjarta okkar og hafa þig með okkur hvert sem við förum. Hjörtu okkar eru aum og sorgin er yfirþyrmandi en við huggum okkur við að þú ert kom- inn til langafa og Ólafar sem passa þig. Mollý ætlar svo að fylgja þér, elsku kúturinn okkar. Passið vel upp á hvort annað. Nú skaltu rokka með Rauð- hólsrokkurunum, synda í sjónum með Nemó og Dóru, fara í könn- unarleiðangur með Dóru og Diego, skreppa inn í Múmíndal, fá þér hunang með Bangsímon og skoppa með Tuma í Hundrað- ekruskógi, hlæja að Kjartani galdrakarli langt, langt inni í skóginum og lenda í fjörugum æv- intýrum með Bósa, Vidda og fé- lögum. Við elskum þig að eilífu, ferða- kveðja, mamma og pabbi. Elsku Raggi minn! Ég elska þig svo mikið og mun sakna þín enn þá meira. Þú ert besti bróðir sem hægt er að hugsa sér. Hér er lagið okkar úr Toy Story. Eitt sinn var mér unnað, allt var þá svo dásamlegt. Sérhver stund sem áttum saman býr í brjósti mér. Og er hún var döpur þurrkað gat ég tárin burt, og er hún var ánægð gladdist ég, hún unni mér. Vetur, sumar, vor og haust, við vorum saman endalaust, svo órjúfandi voru þau traustu vinabönd. (Þýð. ók.) Þinn bróðir, Sigurður (Siggi). Elsku Raggsinn minn! Það er erfitt að hugsa til þess að við munum aldrei hittast aftur í okkar lífi. Vá hvað við gátum samt fíflast mikið saman. Eins og þegar ég var alltaf að bregða aðstoðar- konunum og þú hlóst og hlóst. Líka þegar við földum okkur und- ir teppi og við vorum að þykjast vera í huliðsskikkju Harry Pot- ters. Við vorum svo náin og ég mun sakna þín svo óbærilega mikið. Ég vona að þér líði vel og sért kominn til langafa og Ólafar. Góða nótt dúllinn minn. Ég elska þig. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll, liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna Skolli skal með skottið undir vanga. (Þýð. Kristján frá Djúpalæk) Þín systir, Silja Katrín. Elsku hjartans litli Ragnar Emil. Ég sit hér með tár á hvarmi og skrifa minningarorð um þig, elsku vinur. Ótrúlega óraunverulegt og skrítið. Þó svo að þú hafir í raun alla tíð verið í lífshættu hefurðu samt alltaf verið í huga mér litli Raggi sem getur allt. Allir sigr- arnir sem þú hefur unnið, öll þau skipti sem þú hefur hrist af þér erfið veikindi. Svo skrítið að það hafi ekki verið raunin nú, að litli fallegi Ragnar Emil okkar sé nú farinn á annan stað og það á sjálf- an 10 ára afmælisdaginn sinn. Ævi þín er í raun alveg ótrúleg og svo yndislega falleg. Full af ást og umhyggju frá foreldrum þínum og systkinum, ömmu og afa, og öllum okkar sem elskuðum þig. Þér var aldeilis ætlað stórt hlut- verk í lífinu, elsku vinur, þú hefur allavega kennt mér svo ótrúlega margt. Mikið þykir mér vænt um allar minningarnar okkar saman, elsku litli ljúfur. Minningin um yndislegan og fallegan dreng mun lifa áfram í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Aldísi minni, Halla, Silju, Sigga, Gumma, Rögnu, Sigga og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur umvafðar ást og hlýju. Sigrún Jóna G. Eydal. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Elsku Raggi, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar, við eigum eftir að sakna þín. Þínir vinir Finnbogi Örn og Bríet Björg Rúnarsbörn. Kveðja frá Hraunvallaskóla Ragnar Emil var mikill per- sónuleiki sem sýndi á sinn hátt hvað honum fannst um hlutina. Hann kom alltaf glaður í skólann og var bekkjarfélögum sínum kær. Honum þóttu námsgreinarnar mis-skemmtilegar og naut sín best í dansi, íþróttum og tón- mennt. Hann elskaði að láta lesa fyrir sig en hafði ákveðnar skoð- anir á hvaða bók eða sögu hann vildi hlusta á. Eins og öðrum nem- endum fannst Ragnari Emil skemmtilegt þegar hann vann sér inn tölvutíma en þá valdi hann gjarnan að horfa á uppáhalds Youtube-tónlistarmyndböndin sín. Hann lærði margt í samskipt- um sínum við bekkjarfélaga en það var líka margt sem við starfs- fólk og nemendur lærðum af hon- um. Fallegu augun hans sögðu oft meira en þúsund orð. Það verður tómlegt að byrja næsta skólaár án Ragnars Emils, við munum öll sakna hans. Þó vindar blási á litla logann þinn og líka streymi regn – hann blikar þarna! Því flýgurðu ekki hátt í himininn? Þar hlýtur þú að vera fögur stjarna. (Þýð. Helgi Hálfdánarson) Foreldrum, systkinum og öðr- um ástvinum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Hraun- vallaskóla, Ásta Björk Björnsdóttir. Þó svo að tíu ár sé ekki langur tími afrekaði Ragnar Emil ótrú- lega hluti á sinni tíu ára ævi, með fjölskyldu sína sér við hlið. Fáir tíu ára drengir skilja eftir sig jafnsterk og -djúp spor og hann, sem kvaddi líf sitt á 10 ára afmæl- isdaginn sinn. Sporin eru djúp í hjörtum þeirra sem voru svo heppnir að fá að kynnast honum. Ekki aðeins skilur hann eftir spor hjá þeim sem hann þekktu heldur skilur hann eftir sig djúp, merk og söguleg spor í sögu mannrétt- indabaráttu okkar Íslendinga. Veruleiki íslenskra barna sem þurftu margþætta aðstoð, líkt og Ragnar Emil, hafði ætíð verið sá að dvelja allt sitt líf á sjúkrahúsi því enga aðra aðstoð var að fá. Þessu breytti Ragnar Emil og fjölskylda hans á hans tíu árum. Ragnar Emil var barn, og börn eiga rétt á að búa hjá foreldum sínum. Það þurfti bara að finna leiðina. Hann markaði það stóra spor í mannréttindasögu okkar að búa heima hjá sér. Hann var fyrsta barnið á Íslandi til þess að fá notendastýrða persónulega að- stoð (NPA) allan sólarhringinn, það breytti öllu. Ragnar Emil var harðjaxl, sjálfstæður og skemmtilegur söngfugl. Hann var vinur og góð- ur skólafélagi en öðru fremur var Ragnar Emil mikill fjölskyldu- maður. Hann var mömmustrák- ur, pabbastrákur og elskaði ekk- ert meira en samveru með systkinum sínum þeim Gumma, Silju og Sigga. Amma, afi og aðrir ættingjar voru aldrei langt undan heldur. Við, NPA-fjölskyldan, eins og við höfum kallað okkur árum saman, áttum margar góðar stundir með Ragnari Emil sem við erum þakklát fyrir. Við höfum skapað okkar hefðir eins og fjöl- skyldur gera. Okkar eigin þjóðhá- tíð í Mosó um verslunarmanna- helgina með spilamennsku, grillpartýi, tjald- og pottakósý eru dýrmætar stundir sem við minnumst með hlýju. Eins hafa páskaboð NPA-fjölskyldunnar verið dásamlegar stundir og erfitt er að hugsa sér án Ragnars Em- ils. Ragnar Emil lifði góðu lífi og fékk tækifæri til læra, leika sér, þroskast og lifa. Forsenda þessa alls er að fá tækifæri til að reyna og taka þátt. Það var ekkert sem Ragnar Emil gat ekki gert, hindr- unum var einfaldlega rutt úr vegi. Það skipti heldur engu máli hve langan tíma það tók að láta hluti verða að veruleiki. Ragnar Emil, fjölskylda hans, vinir og aðstoðar- fólk fundu alltaf leiðir til að hann tæki þátt, hvort sem það var að spila fótbolta, fara á hestbak, leika í tjaldi, á trampólíni, róla eða hlaupa maraþon – hann gat það! Hann gat! Ragnar Emil gat á sinni tíu ára ævi fengið stjórnvöld, pólitíkusa, almenning, skólayfirvöld og fólkið í kringum sig til að breyta sýn sinni á mannréttindi, þátttöku og lausnamiðun. Nú búa börn sjaldn- ar á spítala, þau fara heim með foreldum sínum. Það eigum við Ragnari Emil og fjölskyldu að þakka, hann sýndi að það er hægt. Ragnar Emil fann leiðirnar og lifði í tíu hamingjurík ár, ár sem við þökkum fyrir að hafa fengið að eiga með honum. Hann lifir í mannréttindasög- unni og hjörtum okkar að eilífu. Við vottum fjölskyldu, vinum og aðstoðarkonum Ragnars Em- ils innilegrar samúðar. NPA-fjölskyldan, Auður, Rúnar, Finnbogi Örn og Bríet Björg, Embla og Vala, Gísli, Vilborg, Freyja, Sandra og Bo. Ragnar Emil Hallgrímsson HINSTA KVEÐJA Elsku Ragnar Emil. Manstu þegar ég og þú vorum að leika saman á dýnunni þinni með bangs- ana sem hreyfast og þegar við vorum að spila saman, það var gaman. Manstu þegar við vorum að róla saman og fara í heita pott- inn og manstu þegar við fórum í Húsdýragarðinn, var það ekki gaman? Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Ragnar Emil minn. Þín Steinunn (Steina.)  Fleiri minningargreinar um Ragnar Emil Hallgríms- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT J. HELGADÓTTIR Norðurvangi 8, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 18. júní á kvennadeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 3. júlí klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið og Líf styrktar- félag kvennadeildar Landspítalans. Hjörtur Á. Ingólfsson Jóhanna Inga Hjartardóttir Halldór Jörgen Gunnarsson Jónas Friðrik Hjartarson Ólöf Björk Halldórsdóttir Hjördís Ósk Hjartardóttir Baldur Páll Guðmundsson ömmubörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HANNESSON, fv. skipherra, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ, sem andaðist laugardaginn 24. júní, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju mánudaginn 3. júlí klukkan 15. Maggý Björg Jónsdóttir Jóhann Sigurjónsson Ásta Hilmarsdóttir Ólafur G. Sigurjónsson Lilja Guðbjartsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg dóttir okkar, systir og mágkona, LILJA STURLUDÓTTIR skrifstofustjóri, Bólstaðarhlíð 16, lést í Reykjavík 22. júní. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 6. júlí klukkan 16. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða líknarfélög. Sturla Þórðarson Ásta Garðarsdóttir Kjartan Sturluson Kristín Gunnarsdóttir Halldór Sturluson Heba Eir Kjeld Jónasdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR, (Alla frá Svanavatni), lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, þriðjudaginn 27. júní. Viðar Marmundsson Bóel Ágústsdóttir Hjördís Marmundsdóttir Ingvi Ágústsson Gunnar Marmundsson Guðrún Óskarsdóttir Ingibjörg Marmundsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkæri bróðir okkar, EINAR HÓLM JÓNSSON, lést á sjúkrahúsi Stykkishólms 25. júní. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 4. júlí klukkan 13. Þökkum starfsfólki sjúkrahúss Stykkishólms og dvalarheimilinu Silfurtúní í Búðardal fyrir yndislega umhyggju og hlýhug. Hilmar Jónsson og fjölskylda Kristinn Jónsson og fjölskylda Svanur Jónsson og fjölskylda Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.