Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 6

Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 6
6 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Verndun og viðhald fasteigna Tannlæknastofan Skólavegi 10 Tannlæknastofan Tjarnargötu 2 Vökvatengi 421 4980 Radíonaust Norðurtúni 2 - Reykjanesbær sími 421 3787 ATVINNA Unnið er eftir 2-2-3 vaktakerfi. Vinnutímar virka daga eru frá kl. 08:00 til 16:00. Vinnutímar um helgar eru frá kl. 08:00 til 15:00 og 18:00 til 20:30. Kröfur: Hreint sakavottorð Ökuréttindi Tungumál: Íslenska eða góð Ensku kunnátta Áhugasamir farið inn á allthreint.is og sækið um undir liðnum störf í boði STAFF NEEDED FOR CLEANING IN FLE ( KEF AIRPORT ) Work format 2-2-3. Working hours week days 08:00 to 16:00. Weekends 08:00 to 15:00 and 18:00 to 20:30. Must have: Clean criminal record Language: Icelandic or good English Drivers license Interested go to www.allthreint.is and apply under the tab atvinna í boði / jobs STARFSFÓLK ÓSKAST TIL RÆSTISTARFA FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Konumessa til heiðurs Maríu mey, móður Jesú, verður haldin fimmtu- dagskvöldið 22. desember klukkan 20:30 í Útskálakirkju. Yfirskrift mess- unnar er fyrirgefning, kærleikur og lækning. Allar konur eru hjartanlega velkomnar að sameinast í fallegri kirkjustund þar sem við minnumst Maríu, konunnar sem ól af sér soninn helga, Jesúm Krist. Þetta kvöld viljum við einnig heiðra minningu allra kvenna frá örófi alda, formæður okkar. Við viljum þakka þeim fyrir allt sem þær hafa komið til leiðar fyrir okkur, kynsystur sínar og aðra íbúa jarðarinnar. Við viljum heiðra þær sem hafa þjáðst, glaðst, fætt af sér börn eða engin börn, verið til staðar fyrir aðra, tekið inn á sig, verið viðkvæmar, verið sterkar, verið tryggar sama hvað, gert sitt besta til að allt fari vel, misstigið sig og gert mistök, verið niðurlægðar, upphaf- ðar, lagðar í einelti, verið fíklar, verið heilsuhraustar, elskað, ekki getað elsk- að, fyrirgefið, ekki getað fyrirgefið, þráð lausn og lækningu frá Guði, and- ans lækningu og líkamlega. Þetta verður falleg stund í Útskála- kirkju á heimilislegum nótum þar sem Maríu Guðsmóður er minnst. Komum saman kæru konur, fyllum Útskálakirkju og leyfum lifandi jóla- anda að streyma inn í hjörtu okkar! Biðjum fyrir íbúum jarðarinnar, fjöl- skyldum okkar, landi okkar og þjóð! Allar konur eru hjartanlega vel- komnar í fallega kirkjustund. Með kærri jólakveðju, séra Bára Friðriksdóttir og Marta Eiríksdóttir. Kyrrðarstund kvenna í Útskálakirkju 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið 21. og 24. des. Tuttugu og tveir sóttu um stöðu bæjarstjóra Grindavíkur ■ Umsóknarfrestur um stöðu bæjarstjóra Grindavíkurbæjar rann út síðasta mánudag og sóttu 22 um starfið. Í fundargerð bæjar- ráðs síðan í fyrradag, 13. desember, kemur fram að ráðið vinni málið áfram. Ekki er búið að gera opinbert hverjir umsækjendur eru. Róbert Ragnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, mun sinna starfinu til 31. janúar næstkomandi. Vogastrætó flytur um 7000 farþega í ár ■ Notendum „Vogastrætó“ heldur áfram að fjölga. Verkefnið hófst sem tilraunaverkefni árið 2011, með því að hafinn var akstur milli þéttbýlisins og mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar, í tengslum við akstur almenn- ingsvagna á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta heila árið (2012) var farþegafjöldinn 1.912 og árið 2015 var talan komin í 6.257. Það sem af er þessu ári hefur farþegum fjölgað um 10 prósent frá síðasta ári, svo enn er stígandinn upp á við. Í nýliðnum nóvember var slegið met í farþegafjölda, en alls tóku sér 873 manns far með Vogastrætó þennan mánuð. Að óbreyttu stefnir í að farþega- fjöldinn í ár verði um 7.000 farþegar. Ljóst er að þjónusta þessi er komin til að vera, enda er hún vel nýtt af íbúum sveitarfélagsins.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.