Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
geoSilica Iceland ehf. á Suðurnesjum
hefur hafið útflutning á kísilsteinefni,
sem er aðal vara fyrirtækisins. geoSi-
lica gerði samning við Daria imports
LLC sem er Bandarískur dreifiaðili
sem sérhæfir sig í dreifingu á náttúru-
legum heilsuvörum í Norður-Amer-
íku.
„Þessir erlendu samningar eru mjög
þýðingarmiklir fyrir geoSilica. Þeir
gefa fyrirtækinu vissan gæðastimpil
sem er nauðsynlegur fyrir markaðs-
setningu á viðkomandi vöru og styrkja
enn fremur stoðir geoSilica,“ segir í
tilkynningu frá fyrirtækinu. Fida Abu
Libdeh, framkvæmdastjóri geoSilica,
er gríðalega spennt fyrir samstarfinu
við Daria Imports og hefur
miklar væntingar ti l
Bandaríkjamarkaðar.
GeoSilica er sprotafyrir-
tæki sem hefur það að
markmiði að framleiða
hágæða kísilríkar heilsu-
vörur úr jarðhitavatni
Hellisheiðarvirkjunar.
Fyrirtækið var stofnað
árið 2012 og kom fyrsta
varan á markað árið
2015, hágæða 100 pró-
sent náttúrulegt íslenskt
kísilsteinefni í vökva-
formi, tilbúið til inn-
töku. Kísilsteinefnið hefur margvís-
lega heilsusamlega virkni, getur meðal
annars stuðlað að fyrirbyggingu á
beinþynningu, örvun kollagen-mynd-
unar og bættri nýtingu kalks og ann-
arra steinefna.
geoSilica er í óðaönn að þróa þrjár
nýjar vörur en áætlað er að þær komi
á markað um mitt næsta ár.
„Nýju vörurnar munu allar inni-
halda kísilvatnið í grunninn með við-
bættum náttúrulegum efnum. Þessar
vörur fara beint í dreifingu á Banda-
ríkjamarkað og er það von okkar að
salan aukist hjá okkur inngöngu inn á
þann markað,“ segir í tilkynningunni.
geoSilica hefur útflutning
til Bandaríkjanna
Jólabíómyndin sem
kemur þér í skapið?
Christmas Vacation er alveg uppá-
halds annars finnst mér allar þessar
sígildu jólamyndir koma mér í jóla-
skapið.
Sendir þú jólakort eða
hefur Facebook tekið yfir?
Ég sendi ekki jólakort, læt mömmu
um það en mér finnst hins vegar rosa-
lega gaman að lesa þau.
Ertu vanafastur um jólin, eitthvað
sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Ég er rosalega vanaföst með jólin ég
vil t.d. ennþá fá súkkulaðidagatal. En
það sem ég geri alltaf er að aðstoða
mömmu í eldhúsinu með smákök-
urnar og svo gerum við alltaf saman
laufabrauðið. En það sem ég geri ein
er að hlusta á jólatónlist á meðan ég
skreyti alla jólapakkana fyrir næstum
alla í fjölskyldunni það finnst mér
rosalega gaman. En svo fer ég alltaf
niður í bæ á Þorláksmessu og kíki í
búðir. Síðan finnst mér algjört möst
að kíkja á jólarúnt og skoða fallegu
jólahúsin og jólaskreytingarnar í
bænum. Á aðfangadag förum við öll
fjölskyldan saman niður í kirkjugarða
og kveikjum á kertum síðan skutlum
við eitthvað af jólapökkum í leiðinni
til nánasta fólkið okkar.
Eftirminnilegasta jólagjöf
sem þú hefur fengið?
Mér finnst allar jólagjafir mínar eftir-
minnilegar en fyrir nokkrum árum
fékk ég Michael Kors úr þá var það
alveg efst á jólagjafalistanum mínum
og ég var rosalega kát með það.
Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér
frá yngri árum þínum á jólum?
Ætli það sé ekki að vakna um miðjar
nætur og athuga hvort jólasveinnin
var ekki búin að koma og gefa mér
það sem ég var búin að skrifa til hans
og biðja um.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Á aðfangadag er hamborgahryggur.
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Ég er rosalega mikið jólabarn en jólin
hjá mér eru komin í nóvember, síðan
laumast ég í að hlusta á eitt og eitt
jólalag yfir árið.
Hefur þú verið eða gætir þú hugsað
þér að vera erlendis um jólin?
Jájá ég gæti alveg hugsað mér að vera
erlendis einu sinni um jólin.
Hvernig brástu við þegar þú komst að
leyndarmálinu um jólasveininn?
Ég man það ekki en ég spurði bróðir
minn og hann svaraði því þannig að
ég fór í fýlu og heimtaði samt að fá
ennþá í skóinn.
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Mér finnst allt jólaskrautið heima
rosalega fallegt en það sem stendur
kannski upp úr er jólaskrautið sem
amma Munda bjó til.
Hvernig verð þú jóladegi?
Á jóladag vill ég liggja heima í leti í
náttfötum allan daginn og borða svo
einhvern fínan mat um kvöldið.
Jólaspjall:
Jólin hjá mér
komin í nóvember
Vigdís Eir Viðarsdóttir er 21 árs Njarðvíkingur
sem útskrifast úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja
nú um jólin. Hún er mjög vanaföst um jólin en
hún hefur gaman af því að hjálpa til í eldhúsinu
og skreytir einnig alla pakka fyrir fjölskylduna.
Sígildar jólamyndir koma henni í skapið eins og
Christmas Vacation.
Gerðaskóli óskar eftir:
Kennurum í 100% starf
Námsráðgjafa í 60% starf
Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2017
Upplýsingar veitir
Jóhann Geirdal skólastjóri
johann@gerdaskoli.is
og í síma 8984808.
ATVINNA
HS Orka hf. kynnir drög að tillögu að matsáætlun vegna meðferðar og förgunar
útfellinga frá Reykjanesvirkjun í Reykjanesbæ.
HS Orka er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af
VSÓ Ráðgjöf. Í drögum að tillögu að matsáætlun er gerð grein fyrir meðferð og
förgun útfellinga með aukna náttúrulega geislun sem myndast við holutoppa og í
safnæðum Reykjanesvirkjunar.
Þá er einnig fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í
frummatsskýrslunni og fyrirliggjandi gögn sem nýtt verða í matsvinnunni.
Drög að matsáætlun eru aðgengileg á heimasíðu HS Orku, www.hsorka.is,
og VSÓ Ráðgjafar, www.vso.is. Hægt er að senda ábendingar og athugasemdir um
drögin á netfangið kristin@vso.is.
Frestur til að senda inn ábendingar er til 19. janúar 2017.
Reykjanesvirkjun:
Meðferð og förgun útfellinga
Drög að tillögu að matsáætlun
„hlusta á jólatónlist á meðan ég skreyti alla
jólapakkana fyrir næstum alla í fjölskyldunni“