Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Home Alone í uppáhaldi Uppáhalds jólaminning? Við pabbi að gera piparkökuhús fyrir hver jól. Uppáhalds jólamynd? Home Alone myndirnar. Eftirminnilegasta gjöfin? Ætli það sé ekki Ipadinn og vél- menni sem ég stýri með appi í sím- anum. Það besta við jólin? Piparkökuhúsin og að fá að skjóta upp flugeldum. Ég hef mjög gaman af því. „Sigurður, frændi minn er búinn að gera piparkökuþorp í fjölda ára og þaðan kom hugmyndin. Hann segir að nú taki ég við hefðinni,“ segir Finnur Guðberg Ívarsson, tólf ára gamall bakari, rennismiður og fiðluleikari en honum er margt til lista lagt. Finnur gerði þorp úr piparkökuhúsum frá grunni en hann hrærði deigið, skar út, límdi saman og skreytti sjálfur auk þess að smíða undirlag þorpsins. Í þorpinu er meðal annars að finna hreindýr, jólatré, kirkju og kirkju- tröppur, Stúf sjálfann í strompinum og jafnvel Erlu, sóknarprest Keflavíkur- kirkju. Þorpið er hið glæsilegasta en það tók Finn um það bil viku að útbúa það. „Ég teiknaði það fyrst eins og ég vildi hafa það. Svo sagaði ég út boga í viðarplötu og setti viðarkubba undir upphækkunina sem er eins og kirkju- tröppur. Ég fékk svo mótin fyrir hús- unum lánuð hjá Sigurði frænda, en hann hafði sýnt mér hvernig hann gerir sitt þorp.“ Spurður hvort fjölskyldan tími nokkuð að borða piparkökuhúsin í þorpinu að lokum segir Finnur það einfaldlega vera hluta af þessu, að þurfa að búa til nýtt á hverju ári. Finnur og Ívar, faðir hans, hafa gert piparkökuhús saman á aðventunni frá því Finnur man eftir sér. „Þá bjó ég til mót sjálfur úr pappa sem við notuðum.“ Finnur hefur mikinn áhuga á bakstri og ætlar sér að verða bakari þegar hann verður eldri. „Ég var vanur að sitja uppi á borði og fylgjast með mömmu elda þegar ég var lítill. Mér finnst mjög gaman að baka og geri mikið af því með vini mínum.“ Kræs- ingarnar létu ekki á sér standa þegar blaðamenn Víkurfrétta heimsóttu Finn en meðal annars bauð hann upp á ljúffengt, heimabakað þýskt jóla- brauð, Stollen, en hann á ættir að rekja til Þýskalands. „Stollen er eins konar rúsínubrauð en það inniheldur einn- ig marsipan,“ segir Finnur. Hann var svo heppinn að fá að vinna við það að baka í Valgeirsbakaríi í sumar og segir það hafa verið góða reynslu. Ívar er með rennibekk í skúrnum og þar hefur Finnur einnig látið hæfileika sína í ljós. Hann sýnir blaðamönnum fallegan viðarkertastjaka og tvær skálar sem hann bjó til. Í herberg- inu hans má sjá veggklukku sem er hönnuð og smíðuð af Finni auk „graf- fiti“ listaverks sem hann hannaði og spreyjaði með aðstoð afa síns og Júlí- usar, sem er maður frænku hans og er bílasprautari en þeir kenndu honum réttu handtökin. Finnur spilar einnig á fiðlu en hann hefur stundað Suzuki fiðlunám frá þriggja ára aldri. „Ég er lesblindur og með athyglisbrest, til að mynda hentar skólakerfið mér ekki mjög vel. En ég held að það að ég sé góður að baka og vinna hluti í hönd- unum komi í staðinn fyrir hitt.“ Hann segir að nota mætti aðrar kennsluað- ferðir og nefnir vendinám þar sem nemendur kynna sér námsefnið heima og nýta svo kennslustundina til dæmis til að vinna verkefni og geta þá fengið aðstoð frá kennaranum þegar þarf. Piparkökuþorp Finnur Guðberg Ívarsson er ungur bakari, rennismiður og fiðluleikari Finns Finnur er líka hæfileikaríkur rennismiður en hér er hann með kertastjaka og skálar sem hann bjó til. Listaverkið á veggnum er hönnun Finns og veggklukkan einnig. Jólaþorpið er hið glæsilegasta. Við kirkjudyrnar stendur Erla, sóknarprestur í Keflavík og ef að vel er gáð má sjá Stúf í strompi eins hússins. „Ég held að það að ég sé góður að baka og vinna hluti í höndunum komi í staðinn fyrir hitt“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.