Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 16

Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 16
16 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Átta nemendur úr 7. bekk í Myllu- bakkaskóla í Keflavík tóku þátt fyrir hönd Íslands í keppninni „First Lego League Scandinavia“ fyrstu helgina í desember í Bodø í Noregi. Þetta var í fyrsta skipti sem Ísland sendi lið í þessa keppni en lið Myllubakka- skóla hafði þremur vikum áður sigrað í keppninni hér á landi og þar með unnið sér inn þátttökurétt í þessari keppni. Í keppninni voru lið frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og eitt lið frá Fær- eyjum ásamt liði Íslands. Keppendur voru rúmlega 500 á aldrinum 10 til 16 ára og í 47 liðum. Þema keppninnar í ár var samskipti manna og dýra(Ani- mal allies) en á hverju ári er nýtt þema. Keppnin gengur út á það að byggja ró- bót og forrita hann til að leysa þrautir sem gerðar eru úr Lego. Róbótinn fær svo þrjár tilraunir til að skora sem flest stig á ákveðnum tíma. Einnig þurfa keppendur að vinna að rannsókna- verkefni þar sem unnið er út frá rann- sóknarspurningu og kafað vel ofan í málið með því að taka viðtöl, gera kannanir, lesa alls kyns heimildir og prófa sig áfram. Rannsóknarverkefni liðs Myllubakkaskóla var „Er lausa- ganga katta vandamál?“ og hannaði liðið alveg nýtt tæki til þess að kettir kæmust síður inn um glugga hjá fólki. Rannsóknarverkefnið þurfti að kynna fyrir dómurum á frumlegan hátt og svo þurftu keppendur að svara spurn- ingum dómara. Keppendur komu einnig fram fyrir dómara með róbótinn og þurftu að útskýra fyrir þeim hvernig hann virkaði, hvaða tæknieiginleika hann hefði, hvaða þrautir hann gæti leyst og hvernig hann væri forritaður. Dómarar könnuðu líka liðsheildina, hvernig krakkarnir unnu sem ein heild og hvernig þau skiptu verkum. Að lokum þurftu nemendur að mark- aðsetja sig og lausnina á vandanum úr rannsóknaverkefninu. Dómarar komu þá í markaðsbásinn sem við höfðum undirbúið og sett upp og létu spurningar dynja á okkur. Þessi hluti keppninnar var alveg nýr fyrir íslensku keppendunum enda var hann ekki hluti af keppninni á Ís- landi. Nemendur Myllubakkaskóla stóðu sig mjög vel í öllum þáttum keppninnar. Liðið lenti í 10. sæti í ró- bót-kappleiknum af liðunum 47 en liðin fá svo ekki að vita hvernig aðrir þættir keppninnar gengu nema fjögur efstu liðin sem tilnefnd eru í hverjum flokki. 10. sæti af 47 er mjög góður árangur miðað við að lið Myllubakka- skóla er ungt og var að taka í fyrsta skiptið þátt í First Lego League. Fyrir hönd liðsins Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir Íris Dröfn Halldórsdóttir ●● í●fyrsta●skipti●sem●Ísland●sendi●lið●í●Lego●keppnina Myllarnir stóðu sig vel í Noregi Í liðinu voru: Aron Gauti Kristinsson, Gabriela Beben, Hafdís Eva Pálsdóttir, Hjörtur Máni Skúlason, Klaudia Kuleszewicz, María Rós Gunnarsdóttir, Sæþór Elí Bjarnason og Sávia Alves Andrade Guimaraes. Liðstjórar Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir, Íris Dröf Halldórsdóttir og Sveinn Ólafur Magnússon.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.