Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 27

Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 27
27fimmtudagur 15. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR vík. „Þá varð til metnaður í mörgum okkar fyrir því að ná árangri. Eftir að við verðum svo Íslandsmeistarar árið 1964 þá er ekki aftur snúið.“ Sparkar með fótunum en spilar með höfðinu Guðni hóf að leika 16 ára með meistaraflokki en hann þótti mikið efni. Eftir að hann hafði leikið í nokkur ár með meistaraflokki dvaldi hann um stund hjá stórliði Arsenal ásamt Ástráði Gunnarssyni, félaga sínum úr Keflavíkurliðinu. Í þá daga voru nánast engir útlendingar í ensku deildinni og því erfitt að komast þar á samning. Guðni segir að fyrst og fremst hafi hann hugsað um að nýta þennan tíma til æfinga að vetri til. „Við áttum alveg í fullu tré við þessa menn. Það voru þó vissir þættir þar sem mér fannst við ekki nógu sterkir í. Þeir voru rólegir á boltanum, þeir voru mjög öruggir.“ Guðni gerði sér ekki miklar vonir um að verða at- vinnumaður í fótbolta en vonaðist að sjálfsögðu til að svo yrði. Guðni hóf ferilinn sem miðjumaður. Hann lék jafnvel sinn fyrsta lands- leik sem miðjumaður. Hann var svo færður í vörnina í leik með 23 ára landsliðinu og var eftir það færður í stöðu bakvarðar. Í þeirri stöðu lék hann meðal annars í frægasta lands- leik Íslandssögunnar sem var 14-2 tapið gegn Dönum 1967. Það var síðan Hólmbert Friðjónsson, þjálfari Keflvíkinga, sem færði Guðna í stöðu miðvarðar þar sem hann myndaði eitrað tvíeyki ásamt Einari Gunnars- syni í gullaldarliði Keflvíkinga. „Mitt hlutverk var að koma í veg fyrir að andstæðingarnir skoruðu og mér lík- aði það ágætlega.“ Einhverjir hafa haft orð á því í gegnum tíðina að Guðni hefði vel getað spilað framar á vell- inum enda þótti hann teknískur og snöggur. „Að mínu mati var ég sam- viskusamur leikmaður. Sérstaklega á seinni árum var ég farinn að spila með höfðinu dálítið mikið. Þú sparkar með fótunum en spilar með hausnum.“ Gullöld í Keflavík Aðrar íþróttir en fótbolti höfðu ekki náð fótfestu á Suðurnesjum á þessum tíma. Körfuboltinn hafði ekki náð álíka vinsældum og nú til dags. Því bar fótboltinn höfuð og herðar yfir aðrar íþróttir hvað varðar vinsældir. „Svo er það þannig að við náum ár- angri. Um leið og þú nærð árangri þá fylgir hópur á eftir,“ segir Guðni en bætir við að um leið geti það verið galli, enda verður erfitt fyrir unga leikmenn að komast inn í slík lið. Guðni var fyrirliði og leiðtogi í gegnum gullaldarárin. Honum er ofarlega í huga hve sam- stilltur hópur Keflvíkinga var á þessum árum. „Þetta var gífur- lega sterkur hópur af mannskap sem ætlaði sér að ná árangri. Það lá við að mönnum sem voru með vesen hafi verið hent úr hópnum.“ Þegar Guðni var kjörinn knattspyrnumaður ársins og íþróttamaður árins árið 1973 seg- ist hann sjálfur hafa tekið við þessu verðlaunum fyrir hönd Keflavíkur- liðsins sem landaði Íslandsmeistara- titli það árið. „Það er erfitt að taka einn úr hópnum og verðlauna hann. Því miður var ekki hægt að verðlauna allt liðið, en að mínu mati þá hefði allt liðið átt að fá verðlaunin. Ég lít á það þannig að þetta hafi bara verið félagar mínir og ég var gerður ábyrgur fyrir að taka við verðlaununum,“ segir Guðni hógværðin uppmáluð. Hann var þó aldrei í betra formi en árið 1973. „Já ég var að toppa á þessum tíma. Síðan bara meiðist ég árið eftir það. Það voru alvarleg meiðsli og ég varð að gjöra svo vel að segja stopp.“ Hann hafði þá leikið 31 landsleik í röð, eða alla leiki síðan hann var fyrst valinn í landsliðið. Guðni segir meiðslin hafa verið erfið en hann lendir þá í því, eins og hann segir sjálfur frá, að færa sig yfir í þjálfun. Hann lék sitt síðasta tímabil árið 1976 og þá sem spilandi þjálfari Keflavíkur, en þá höfðu tvö tímabil farið í súginn hjá Guðna sökum meiðsla. Reyndar náði Guðni að leika einn leik árið 1978 en hann var þá þjálfari liðsins. Þá vantaði reynslubolta í vörnina þar sem Gísli Torfason þurfti frá að hverfa. Guðni sagðist aðeins spila leikinn ef allir leikmenn sam- þykktu það. Það gerði karlinn og stóð sig með prýði sem sweeper. Guðni var alltaf til fyrirmyndar jafnt innan- sem utanvallar. Hann hefur þ.a.m. aldrei snert áfengi eða tóbak. „Ég held að flestir í liðinu hafi verið að hugsa um það að vera tilbúnir í næsta leik. Það var því aldrei vesen á mönnum. Það var í okkar leik- mönnum að vera tilbúnir í leikinn.“ Keflvíkingum var fúlasta alvara með að ná árangri. Árið 1974 var þjálfarinn George Smith ráðinn til starfa. Hann hafði þann háttinn á að menn fengu aðeins að fíflast á æfingu og léttleiki sveif yfir vötnum. Nokkrir leikmenn liðsins komu þá að máli við Guðna fyrirliða og sögðu að þetta gengi ekki lengur. „Við nennum ekki að mæta á æfingar í svona fíflagang. Við erum komnir hérna til þess að ná árangri,“ sögðu Keflvíkingar. Árið 1973 eru sjö leikmenn af ellefu sem spiluðu landsleik það árið. „Við vorum með gott lið en við vorum með sérstaklega góðan þjálfara sem kenndi okkur að hugsa leikinn,“ en þar á Guðni við Englendinginn Joe Hooley. Keflavík fór taplaust í gegnum það tímabil og lyfti Íslandsbikarnum. Keflvíkingar tókust á við risa Evrópu Kornungur Guðni tók þátt í fyrsta Evr- ópuleik Keflvíkinga gegn ungverska liðinu Ferencvaros. Þar lék Guðni í fyrsta sinn gegn alvöru stórstjörnu, Florent Albert sem síðar varð knatt- spyrnumaður Evrópu. „Ég hafði víst sparkað hann aðeins niður og ætlaði að fara að biðjast afsökunar. Þá skyrpti hann bara á mig. Það var mín fyrsta reynsla af topp leikmanni.“ Keflvíkingar spiluðu síðar gegn Ever- ton þar sem margir þekktir leikmenn voru innanborðs. Keflvíkingum tókst að skora tvö mörk gegn Everton og þótti það mikið afrek gegn sterki liði. Enski boltinn var vinsæll á Íslandi og því var það mikill viðburður þegar þessi lið heimsóttu landann. Tottenham voru næstu risar sem Kefl- víkingar tókust á við í Evrópukeppni. Þar var nánast landsliðsmaður í hverju rúmi. Guðni segir að stemningin í Keflavík hafi verið ótrúleg í kringum þessa Evrópuleiki. Áhorfendur fylgdu jafnvel liðinu í útileikina. Real Madrid voru næstu andstæð- ingar Keflvíkinga í Evrópu. Guðni man vel eftir því að spila fyrir framan tugþúsundir áhorfenda á hinum fræga Bernabeau leikvelli Spánverjanna. Guðni var svo í liði Keflavíkur sem mætti skoska liðinu Hibernian. „Við vorum með sterkt lið þarna og áttum möguleika á að komast áfram. Við reyndar töpuðum 1-0 úti og gerðum svo jafntefli.“ Það var þekkt saga þá að Joe Hooley hafði farið í fýlu eftir að Keflvíkingar urðu Íslandsmeistar árið 1973 eftir að Keflvíkingar fengu á sig fjögur mörk í síðasta leik móts- ins gegn Breiðabliki. Hann hafði svo varla talað við nokkurn mann þegar kom að leiknum gegn Hibs. Leikmenn voru ekki ánægðir með Hooley í fyrri leiknum og báðu hann vinsamlegast um að mæta ekki í leikinn í Keflavík. Greinilega samheldinn hópur sem lét engan komast upp með neitt múður. Ótalmargt hefur gerst á knattspyrnu- ferli Guðna - bæði gott og slæmt. Aðspurður um það eftirminnilegasta á knattspyrnuferlinum rifjar Guðni upp sorgaratvik sem gerðist í lands- liðsferð í Englandi. „Þá hrapaði leik- maður okkar fram af svölum og lést. Það er atvik sem situr alltaf í mér,“ rifjar hann upp. Leikmennirnir sem Guðni hefur mætt á ferlinum skipta fleiri hundruðum en þar eru sumir eftirminnilegri en aðrir. „Þar er mér minnisstæður leikmaður að nafni Johan Cruyff. Þar var á ferðinni topp leikmaður sem við áttum í miklum erfiðleikum með að stoppa,“ en Hol- lendingurinn Cruyff er jafnan talinn einn besti leikmaður allra tíma. Íslandsmeistarar 1973: Keflavík var yfirburðarlið árið 1973 þegar Guðni er kjörinn Íþróttamaður ársins. Þarna voru sjö byrjunarliðsmenn í landsliðinu og tíu landsliðsmenn alls. Landsliðsmaður fyrir lífstíð: Guðni í einu verkefninu fyrir landsliðið. Þarna var Guðni aðstoðarþjálfari Atla Eðvaldssonar. Við hlið Guðna er svo goðsögnin Ásgeir Sigurvinsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.