Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 28

Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 28
28 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Vildi betri vinnubrögð hjá landsliðinu Guðni hafði gríðarlega mikinn metnað sem þjálfari. Hann fór fljót- lega á námskeið í Englandi eftir að hann snéri sér að þjálfun. Það verður til þess að hann er fenginn til þess að aðstoða landsliðsþjálfara. „Eftir það er ekki aftur snúið. Ég tek svo við starfi landsliðsþjálfara og starfa fyrir KSÍ í yfir 30 ár.“ Ferill Guðna hjá KSÍ er stórmerkilegur og eflaust eru margir sem ekki gera sér grein fyrir öllu því sem Guðni hefur afrekað þar innan- húss. „Mér fannst að ef ég væri í starfi hjá félagi þá yrði það að vera fullt starf. Ég var alltaf að kenna líka og vildi ekki sleppa því starfi. Þannig hentaði það vel að starfa hjá KSÍ samhliða kennsl- unni.“ Þegar Guðni tók við A-landsliði karla árið 1980 var hann að hefja störf í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Slíkt myndi kannski ekki tíðkast hjá lands- liðsþjálfara nú til dags. „Lars Låger- beck er reyndar líka kennari, en hann hætti áður en hann tók við lands- liðinu,“ segir Guðni og hlær. Guðni viðurkennir að það hafi verið erfitt að sinna báðum þessum störfum. Hann náði mjög góðum árangri sem lands- liðsþjálfari en hélt þó ekki áfram með liðið. „Mér fannst þurfa betri vinnu- brögð í kringum landsliðið, eins og kannski enn er verið að tala um í dag. Mig vantaði vissa menn sem voru ekki til staðar. Því hafði ég ekki áhuga á að standa í svona málum.“ Guðni tók síðar við 21 árs liði karla og hefur hann komið að flestum aldurs- flokkum landsliða karla og kvenna á undanförnum áratugum. Árið 2006 tók Guðni að sér stöðu aðstoðarþjálf- ara hjá A-landsliði kvenna. Að sögn þeirra sem þekkja til þá átti Guðni stóran þátt í mikilli velgegni liðsins sem fór á tvö Evrópumót undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og Guðna. „Mér fannst gott að vera bak við sviðsljósið og ræða málin þar. Ég var oft fenginn til þess. Þannig gat ég sinnt minni vinnu en fylgt lands- liðinu eftir.“ Á löngum þjálfaraferli hefur Guðni þjálfað flest okkar besta knattspyrnufólk. Hefði hann viljað gera hlutina öðruvísi á einhvern hátt? „Segir maður það ekki alltaf? Maður hefði átt að gera þetta eða hitt. Ég er þó mjög ánægður með það sem ég hef verið að gera. Það er ekkert endi- lega spurning um hvað mér finnst heldur frekar hvað öðrum finnst. Ég get síðan setið heima og tuðað yfir því sem ég hefði átt að gera. Þú breytir því ekkert, þetta er búið.“ Guðni er mjög lukkulegur með ferilinn en hann sér þó eftir því að hafa ekki náð að koma titlinum í Vesturbæinn árið 1991 en þá voru KR-ingar búnir að bíða ansi lengi eftir þeim stóra. „Nú er ég fluttur í Vesturbæinn en hef tjáð KR-ngum að það séu ekki leyfð félagsskipti, ég er því ennþá í Keflavík,“ segir Guðni og brosir. Guðni hefur alltaf þótt mikill fótbolta- heili en hann hugsar leikinn öðruvísi en margir aðrir. „Ég horfi öðruvísi á fótbolta. Ég er oft að fylgjast með því hvað er að gerast þar sem boltinn er ekki og hvaða áhrif það getur haft á leikinn.“ Guðni er mikill keppnis- maður og honum er hjartans mál að sigra. „Maður vildi vinna en ég var ekki þannig að ég færi í fýlu í marga daga ef við töpuðum. Mér finnst stundum að fólk verði að geta sagt, þetta var mér að kenna. Það er allt í lagi að gera mistök. Ég geri bara mis- tök og læri af þeim. En gerðu eins fá og þú getur.“ Starf kennarans ákaflega gefandi - fyrir utan launin Kennarinn Guðni hóf störf í Njarð- víkurskóla nýútskrifaður úr Íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni árið 1970. Hann vann í tíu ár við skólann og líkaði ákaflega vel. „Þar var karfan númer eitt. Þarna var alveg topp íþróttafólk og ég hafði mjög gaman af því að kenna yngri krökkunum.“ Fyrst um sinn fór kennsla fram í Krossinum sáluga sem var vinsæll dansstaður á þessum árum. Það eru kannski ekki margir sem vita af því en Guðni var einn af frumkvöðlunum í körfubolt- anum en hann lék með liði Keflavíkur- flugvallar og síðar Njarðvíkingum. Eins var hann frambærilegur í hand- bolta og var m.a. valinn í landsliðsúr- tak í þeirri grein. „Ég er mjög ánægð- ur með að hafa starfað sem kennari, svona fyrir utan launin,“ segir Guðni og hlær. „Í þessu starfi sérðu árangur. Þú sérð nemendur blómstra og ná tökum á ýmsum íþróttum. Þetta er mjög gaman og nemendur gefa manni alveg gífurlega mikið.“ Guðni varð sjötugur síðasta laugardag en hann er mjög vel á sig kominn ef frá eru skilin gömul meiðsli í hné frá fót- boltadögunum. Hann hefur því ekki stundað líkamsrækt sjálfur síðan ferl- inum lauk þar sem hann á erfitt með að hlaupa. Guðni hefur verið meira og minna í kringum íþróttir allt sitt líf. Það hefur gefið honum margt. „Það er mikil ánægja að vera í kringum ungt fólk. Spila með því og vera í hóp. Vin- átta sem verður til ásamt ótalmörgum félögum og kunningjum sem maður kynnist. Ég verð þó að viðurkenna að það er erfitt fyrir fjölskyldumann að vera alla tíð í þessu. Þú þarft að eiga konu sem er sammála því að þú sért að stunda þetta. Þetta verður bara að vinnast í sameiningu.“ Afrekaskráin er löng og litskrúðug hjá Guðna. Íþróttamaður ársins, kennari, þjálfari landsliðsins og fyrirliði lands- liðsins um árabil. Leiðtogi í einu sigur- sælasta liði Íslandssögunnar í fótbolta. Guðni hefur á ferli sínum leiðbeint og mótað þvílíkan fjölda ungmenna að annað eins er fáheyrt hérlendis. Hann stefnir nú að því að njóta þess að vera sestur í helgan stein og verja tíma með fjölskyldu sinni. „Ég kvíði ekki neinu í ellinni, enda hljóta þeir að fara að hækka ellilífeyrinn,“ segir Guðni að lokum og skellir upp úr. Fyrstu Íslandsmeistarar Keflavíkur: Guðni og félagar í 4. flokk eru fyrir miðja mynd en þeir voru fyrstu meistarar félagsins. Guðni stendur hægra meginn við tvo kunna kappa sem gerðu það gott utan knattspyrnunnar, Hljómana Rúnar Júll og Gunnar Þórðar. Heiðursmaður: Guðni heiðraður þegar hann lét af störfum í FS í vor. Harður í horn að taka: Guðni í baráttunni í landsleik. Guðni og guðfaðirinn: Hafsteinn Guðmundsson er gjarnan nefndur guðfaðir knattspyrnunar í Keflavík

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.