Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 34

Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 34
34 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Eldhúsið er einn vinsælasti viðkomustaður hússins en þar safnast fólk jafnan saman í veislum og samkomum. Þetta stafaparket nýtur sín til fulls í svona húsi. Bjarni segir að mikil vinna hafi farið í að leggja það og ófáir bjórkassarnir sem lágu í valnum hjá vinum og vandamönnum sem hjálpuðu til. Róbert Fisher nágranni þeirra hjálpaði mikið til og hann lét hafa eftir sér í gríni að hann ætlaði aldrei aftur að leggja svona parket. Enda er þetta mikið föndur. Frístandandi og fallegt: Þetta stórglæsilega baðkar er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Það er keypt í Bandaríkjunum og er einkar verklegt eins og sjá má. Flísalögnin á baðinu er vel heppnuð en þar var að verki Elli í Flugger. Þessi skemmtilegu ljós eru af Hótel Borg en Örn Garðarsson mágur Særúnar rak þar veitingastað á sínum tíma.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.