Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 36

Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 36
36 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Sigurvegarar: KIRKJUHLJÓMAR eftir Særúnu Lilju Eysteinsdóttur 9 ára Hún hringdi mjög drungalegum hljómi tikkrrrrak ooootikk takk reyndar er ekki grafið dáið fólk heldur draugar o g kirkjan er löngu farin úr bænum því að enginn þorði að koma þangað LITLI VITINN eftir Kristján Birkir Bjarkason 11 ára. Ég stend, horfi á fjöruna fínu, öldur í sjónum. Sólin skín í Garðinum á litla vitann. HÚSIÐ HANS AFA eftir Brynjar Ægir Freysson. Húsið hans afa er gamalt og þakið er að hrynja og það er góð lykt inni hjá honum og hann er alltaf að laga það. Tvenn hvatningarverðlaun eru veitt eftirtöldum: LITLA HÚSIÐ eftir Patrycja Elisa Porzezinzka. Litla húsið mitt heitir holan mín. Nú ert þú orðið að gistihúsi og orðið að fínasta húsinu í Garðinum mínum. GÖMUL HÚS eftir Hildur Ósk Óskarsdóttir. Húsið er tvö hundruð ára gamalt. Húsið veitir skjól og þakið var að hrynja og þar bjó lítil mús. Um ljóðin: Í raun eru þetta allt saman skemmtileg og frumleg ljóð, um gamalt hús, kirkju og Garðinn okkar. Vandi er að velja úr sigurljóð – því að í raun eru allir sem taka þátt í ljóða- keppni sigurvegarar. En við verðum að tína til nokkra og veita viðurkenn- ingar til þess að formsatriðum sé full- nægt. Það bárust að þessu sinni nokkru færri ljóð en í fyrra og öll úr Gerða- skóla. Það er þó enn jafnmikill kraftur í skáldunum og vonandi verða bara fleiri með á næsta ári. Fyrstu verðlaun fær Sæunn Lilja Ey- steinsdóttir 9 ára, fyrir ljóð sitt Kirkju- hljómur. Þetta skemmtilega ljóð er hálfgerð hrollvekja og fjallar um drauga og afturgöngur. Og sniðugt bragð að lýsa því yfir að kirkjan sé farin úr bænum! Það sem gerir ljóðið enn fremur frumlegt eru hljóðlíking- arnar, þar sem reynt er að líkja eftir hljómum kirkjuklukknanna. Önnur verðlaun hlýtur Kristján Birkir Bjarkason, 11 ára, fyrir ljóð sitt Litli vitinn. Þetta stutta ljóð minnir um sumt á japanska hækú, þar sem skáldið fer penslum um náttúruna og umhverfið, í örstuttu myndmáli sem er þó um leið fjölyrt. Þarna kemur fyrir fjaran, hafið og Garðurinn okkar með báða vitana, þótt aðeins annar sé nefndur á nafn. Þriðju verðlaun hlýtur svo Brynjar Ægir Freysson, fyrir ljóð sitt Húsið hans afa. Þetta stutta ljóð er ljóðrænt og mjög persónulegt. Það fjallar um afa sem er gamall eins og húsið og angar af því, enda er hann alltaf að laga og bæta húsið sitt. Það er það sem afar gera, betrumbæta og ilma eins og hús. Ljóðin tvö sem fá sérstaka hvatningu er skemmtileg og hnittin. Húsinu er líkt við holu, kannski músarholu? Í ljóðinu er skírskotun til mikillar fjölg- unar ferðamanna á Íslandi sem kallar á ný úrræði við að hýsa þá alla. Bæði ljóðin lýsa hlýju gömlu húsanna, notalegt að vera í þeim, þótt þau séu sum hver að hrynja, enda bjó þar mús! Hvatningar viðurkenningar fá Hildur Ósk Óskarsdóttir og Patrycja Elisa Porzezinzka. DAGSTJARNA ●● ljóðasamkeppni●Unu●í●Sjólyst●2016 Ljóðasamkeppni Hollvina Unu í Sjólyst, Dagstjarna 2016, var haldin nú á haustmánuðum. Verðlaun og viðurkenningar voru svo veittar á Unukvöldi í Útskálakirkju á dögunum. FRÁBÆRT FÓLK ÓSKAST Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Störn fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi á þjónustustöð Olís, Básnum í Keavík. Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum. Unnið er á tvískiptum vöktum. Skilyrði er að umsækjendur ha hreint sakavottorð og séu reyklausir. Umsóknir á olis.is og hjá verslunarstjóra. Umsóknar- frestur er til 19. desember. OKKUR VANTAR STARFSFÓLK Í KEFLAVÍK

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.