Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 38
38 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Páll Ketilsson
pket@vf.is
B irkir Baldvinsson ólst upp við kröpp kjör á Siglu-firði og síðar í Keflavík, en stundar nú milljarða
viðskipti og heldur heimili í þremur
heimsálfum. Sem ungur maður tók
hann þátt í Loftleiðaævintýrinu og
í kjölfarið hófst ótrúlegur og farsæll
viðskiptaferill þar sem gekk á ýmsu.
Á dögunum kom út bók um lífshlaup
Birkis og ber hún titilinn Allt mitt líf
er tilviljun. Sigmundur Ernir Rúnars-
son skrifaði stórbrotna sögu Birkis.
Hér má lesa brot úr bókinni.
Við fengum inni í annarri verbúð en
síðast, ekki þessum rauða og rammlú-
suga bragga hans Bjössa Snæ niðri
við höfn í Keflavíkinni, heldur Stóru
Milljón sem kölluð var svo af tölu-
verðri virðingu og gott ef ekki lotn-
ingu, enda allstór fabrikka með út-
sýni yfir höfnina og hafið og jafnvel
alveg inn að Stapa, svo reisulegt sem
þetta forláta frystihús var í plássinu
– og þvílíkt skuespil sem framundan
var, eins og mamma var vön að kalla
sínar óvæntu aðstæður sem ekki var
nokkur kostur að sjá fyrir; yfir all-
stórum fiskverkunarsalnum var port-
loftið þar sem saman voru komnir tíu
karlar á kvöldin í aðþrengdum hengi-
rúmum upp við þil og annað eins var
af kojum fyrir konur hinum megin við
eldhúsið sem mamma átti að stjórna
af alþekktri ákveðni norðan af Sigló
sem spurst hafði suður um heiðar og
keypt var vegna orðsporsins eins. Og
það sem sú stutta stóð uppi í öllu þessu
samkvæmi, röggsöm ráðskonan sem
heimtaði endana á öllum brauðum
svo úr því fengi hún tvíbökur – og það
sem út af gekk í kringlukaffinu, með
sykurskán á skál, kramdi hún ofan í
deigið af fjórskiptri krónutertu, þeirri
sulturíkustu lagköku sem fyrirfannst
í mannheimum, með vel sykruðum
glassúr yfir öllu saman svo út af lak á
sætabrauðsdiskinum.
Ég var dreginn inn í þessa marglitu
sviðsmynd eins og goggaður þorskur
úr gapandi kari – og þvílík sjón að sjá;
þessa líka ofvirku hormóna á harðasta
aldri innan um allar þessar brjóstgóðu
og gjafvaxta konur sem mamma varð
að slá skjaldborg um að degi jafnt sem
nóttu, en tækifærin voru mín, fann ég
fljótlega, nokkuð lunkinn strákurinn
og næmur vel á möguleikana í spil-
inu, enda þrautreyndur úr harkinu
á milli bátanna heima í firði; þarna
var nefnilega svo komið að ég hafði
eignast tæpa tylft af pöbbum sem
vildu vitaskuld allt fyrir mig gera,
saklausan drenginn; ekki einasta að
kenna mér alls kyns fingrabrellur
og blístur, galdra alla og töfrabrögð,
heldur líka flottustu trixin í almenni-
lega æfðu harki, nefnilega að kasta
einseyringnum með undirhandar-
sveiflu svo hann stoppaði svo gott sem
geirnegldur á punktinum – og það
sem ég þurfti að taka utan af mörgum
og fallega skreyttum pökkum um jólin
sem fóru í hönd, svo ekki sé minnst á
ávextina sem þeir höfðu viðað að sér í
krafti sambanda við sigldustu menn,
margir hverjir svo framandi að fáir
vissu hvernig ætti að borða þá, ekki
síst ég sem át mína fyrstu banana með
hýðinu og öllu saman. En gott og vel,
ég var margfeðraður munaðarseggur,
umvafinn ástúð alvöru karlmanna
sem áttu allir sama einkasoninn.
Mér sóttist námið heldur skár þennan
vetur, enda kominn með skárri gler-
augu en áður – og heldur var ekki
ónýtt að vita af mömmu kominni til
heldur meiri metorða en hún hafði
áður þekkt á sinni köflóttu ævi; sú
stutta stjórnaði ekki aðeins eldhúsinu
í efra í Stóru Milljón heldur línunni
líka í neðra þar sem fiskurinn fór um
slægður, skorinn, snyrtur og pakkaður
í kompaníi við allt það mikla gallerí
af verkafólki sem var vanara að keppa
við tímann en sjálft sig, margt hvert
alveg sérlega sérstakt og skrýtið í sam-
blandi við enn kræklóttari hríslur á
borð við Lalla gogg í framhúsinu sem
var kallaður svo af því hann húkk-
aði fyrstur manna uggafiskinn upp á
borð og þaðan barst hann í röðum inn
fyrir vegginn sem skildi að útportið
og aðgerðarsalinn, en þar var nokkur
munur á; í þeim ytri var lið á borð
við Lalla gogg og aðra einmana sér-
vitringa, í þeim innri jafnvel afkom-
endur fyrirfólks úr borginni, já, sjálfri
höfuðborginni sem þótti talsvert nafn
á þessum slóðum – og ekki á hvers
manns færi að segjast vera þaðan.
Ég held að Lalli goggur hafi verið
fyrsti maðurinn sem ég fann almenni-
lega til með. Hann var lítilsvirtur og
hæddur og óheppinn með útlitið –
og raunar þótti nefið á honum svo
stórt að hann var sagður anda fyrir
allt byggðarlagið. Það var því ekki að
undra að hann væri feiminn bæði og
beygður og lítill allur inni í sér; hafði
aldrei verið við kvenmann kenndur,
að því er sögur hermdu, þótt áhug-
inn væri greinilega fyrir hendi og má
það kannski að einhverju leyti rekja
til þess að hann var afskaplega lítið
fyrir að þrífa sig – og því fór það svo
að svokallaðir vinir hans í verkuninni
boruðu tommubreitt gat á vegginn
milli vinnsluplássanna svo Lalli gæti
horft á allar stelpurnar í betri enda
fiskvinnslunnar. Og það sem hann
lyftist allur upp við þetta gægjugat og
gott ef brjóstkassinn tók ekki vaxtar-
kipp þegar honum var sagt í stríðni
einni saman að Sigga á hinum gafli
vinnslunnar væri að gefa honum
gætur, en þá stungu þessir vinir hans
auga úr þokkalega vaxinni ýsu og
tylltu í gatið – og er haft fyrir satt að
Lalli hafi yngst um að minnsta kosti
tíu ár við tíðindin og annað eins þegar
hann sá starandi augað í veggnum,
dag eftir dag og raunar vikum saman,
rétt eins og þessi athygli ætlaði engan
endi að taka.
Vistin í Stóru Milljón er misjöfn eins
og allt fólkið sem hún hýsir gaflanna á
milli. Og enda þótt virku dagarnir séu
tiltölulega fyrirséðir, hvílir hins vegar
þrúgandi óvissa yfir helgunum. Það
fer allt eftir því hversu fullir karlarnir
eru og hversu lengi þeir endast í hús-
inu. En jafnvel þótt þeir séu farnir,
er fullvíst að þeir koma aftur – og þá
er eins gott að mamma sé vakandi,
alvön að fást við fulla menn, jafnvel
vopnuð gogginum hans Lalla og til alls
líkleg, jafnvel að krækja úr mönnum
augað ef þeir fara eitthvað að rífa meiri
kjaft en vanalega. Það sem sú stutta gat
staðið sperrt og hörð í hælinn frammi
fyrir þessum her manna sem heimtaði
kompaní við konurnar af þessari líka
slefandi heimtufrekju sem alla jafna
einkennir illa drukkna karla. En þeir
þorðu aldrei í hana þar sem hún stóð á
sloppnum með svuntuna reyrða undir
brjóst og lét þá heyra það af sinni sigl-
firsku harðmælgi svo söng í salnum.
Annars sofnaði hún aldrei í koju sinni
uppi á portloftinu öðruvísi en að hafa
flökunarhnífinn undir koddanum.
Það síðasta sem hún gerði hvert ein-
asta kvöld fyrir svefninn var að athuga
hvort kutinn væri ekki þarna á sínum
stað. Og svo sofnaði hún með hann
sátt og sæmilega eirin.
Undir næsta haust fréttir mamma af
lausu kjallaraherbergi í húsi efnafólks
á Vatnsnesi, um tvö hundruð metra frá
stóru fabrikkunni okkar, svo það yrði
nú ekki langt fyrir mína konu að labba
í vinnuna. Þarna fengum við loksins
okkar prívat-herbergi í húsi Bjarn-
fríðar ekkju sem misst hafði Jóhann
karlinn sinn í bílslysi nokkrum árum
áður, en hann hafði verið verslunar-
maður í plássinu og efnast vel. Þess
sá stað í stofum Bjarnfríðar, en aldrei
fyrr hafði ég séð jafn fallega bólstraða
stóla og vel útskornar mublur og þegar
ég stóð í gættinni hjá frú Bjarnfríði og
mamma gekk frá leiguskilmálunum
upp á punkt og prik.
Auðvitað var ekki sami bragur á
vistarverunum niðri í kjallaranum,
en þar fengum við að koma föggum
okkar fyrir í einni lítilli og kuldalegri
kompu sem bar þess augljós merki
að rakinn væri þar verulegur, en þar
var annars að finna tvo heldur linku-
lega dívana, hvorn við sinn vegginn og
var rétt fet á milli þeirra. Yfir höfða-
bríkinni var lítil gluggabora, rétt til
að hleypa dálitlu súrefni inn og með
því að reka álkuna þar upp undir gat
maður séð út að vitanum sem gætti
sjófarenda í grennd. Það sem vó upp á
móti þessum þrengslum, raka og kulda
var vel fíraður miðstöðvarklefi hinum
megin lítils gangs sem við höfðum að-
gang að og hann kom sér auðvitað vel
þegar veggirnir frusu í litla kamesinu
okkar á hörðum og löngum vetrar-
kvöldum. Þar gat mamma líka komið
fyrir lítilli eldamaskínu sem hún hafði
orðið sér úti um með aðstoð karlanna
niðri í Milljón sem vildu auðvitað allt
fyrir hana gera, fullir samviskubits
eftir fylliríin á síðustu misserum.
Í marglitri sviðsmynd
●● Ævintýralegt●lífshlaup●Birkis●Baldvinssonar●úr●
saggafullum●kjallara●í●hæstu●byggingu●heims.
Birkir fyrir miðju, 17 ára gamall markmaður hjá KFK.
Flugvirkja-
neminn
Birkir að
sinna áhuga-
máli sínu í
Kaliforníu.