Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 41
41fimmtudagur 15. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR
Jólabíómyndin sem
kemur þér í skapið?
Notting Hill, þótt það sé ekki jóla-
bíómynd þannig lagað. En það var
uppáhalds bíómyndin hennar ömmu
og við horfðum alltaf á hana saman á
jólunum.
Sendir þú jólakort
eða hefur Facebook tekið yfir?
Ég treysti ennþá á mömmu og pabba
að óska öllum nær og fjær gleðilegra
jóla fyrir mig, þau senda alltaf út jóla-
kort.
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað
sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Ég fer alltaf í kirkju á aðfangadags-
kvöld
Eftirminnilegasta jólagjöf
sem þú hefur fengið?
Geisladiskurinn Jól með Jóhönnu
Guðrúnu. Ég svaf með hann í fanginu
og var vakandi fram eftir öllu til að
klára að hlusta á hann einu sinni áður
en ég færi að sofa.
Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér
frá yngri árum þínum á jólum?
Ég man mest eftir því þegar við
héldum jólin fyrir norðan hjá ömmu.
Amma er mikið fyrir jólin og var
dugleg að troða mér í alls konar jóla-
sveinabúninga og fannst það voða
sætt, mér fannst það ekki.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hangikjöt og uppstúfur, við höfum
líka alltaf kartöflumús að hætti Óla
frænda með. Það er besta blandan.
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Þau eru næstum komin þegar að
tengdamamma byrjar að baka jóla-
sortirnar, annars eftir síðasta prófið í
jólaprófatíðinni.
Hefur þú verið eða gætir þú
hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Ég bjó í tvö ár í Noregi með mömmu
og pabba, það var voðalega huggulegt.
Við hlustuðum á messuna í útvarpinu
og héldum í okkar íslenska sið. Get
ekki hugsað mér að vera erlendis í dag
á jólunum.
Hvernig brástu við þegar þú komst
að leyndarmálinu um jólasveininn?
Ég varð frekar vonsvikin þegar ég fann
bréf sem ég skrifaði jólasveininum
uppi á skáp í eldhúsinu um mitt sumar
þegar ég var 8 ára. Ég manaði mig
svo upp í að segja mömmu og pabba
frá því að ég vissi þetta á meðan við
vorum í sundi. Þá kallaði ég þetta upp
og stakk mér svo í kaf og reyndi að
koma ekki upp aftur fyrr en þau væru
farin í heita pottinn.
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Já, það er kirkjan hennar ömmu. Hún
er með ljósi og spiladós og er í algjöru
uppáhaldi hjá mér.
Hvernig verð þú jóladegi?
Ég vil helst ekki fara úr náttfötunum
á jóladegi. Ég er yfirleitt að lesa bók
og hafa það notalegt. Við fjölskyldan
förum samt yfirleitt alltaf í göngutúr
eða í bíltúr á jóladag. Ég ætla reyndar
að spila Jibber Jabber með fjölskyld-
unni á jóladag í ár, bara til þess að geta
gert grín að pabba.
Jólaspjall:
Spiladós ömmu
í uppáhaldi
Ástdís Pálsdóttir, sálfræðinemi og söngfugl úr
Borgarnesi er búsett í Reykjanesbæ og kemst í
jólaskapið þegar hún horfir á kvikmyndina Nott-
ing Hill. Sem ung stúlka svaf hún með jólaplötu
Jóhönnu Guðrúnar í fanginu og vakti fram eftir
við að hlusta á hana. Það er hennar eftirminni-
legasta jólagjöf.
Kaupfélagi Suðurnesja sendir
félagsmönnum sínum bestu óskir um
gleðileg jól
Grindavík
Iðavöllum
Sendum viðskiptavinum okkar
og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð
og farsæld á komandi ári!
Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
Lógó jólakveðja kaupmanna
Steini höfum Nettó inni þrisvar undir hvar
þeir eru og Apótekarinn líka :-)
Kóda
Langbest
Lyfja
Georg V Hannah
K Sport
Skóbúðin
Húsasmiðjan
Omnis
Eymundsson
Apótekarinn
Apótekarinn
SI Verslun
Draumaland
Bústoð
Efnalaugin Vík
Ormsson
Bykó
Optical Studio
Nettó Iðavöllum
Nettó
Nettó Grindavík DRAUMALAND
Keflavík Fitjar
„Ég svaf með hann í
fanginu og var vakandi
fram eftir öllu til að
klára að hlusta á hann“