Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 44

Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 44
44 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, prestur við Árbæjarkirkju, fagnaði fimmtíu ára afmæli sínu síðasta þriðjudag. Sama dag fagnaði hún útgáfu á bók sinni Salti og hunangi. Petrína ólst upp í Keflavík og tók virkan þátt í kristilegu starfi og heillaðist ung af Biblíunni. „Það eru margir sem hafa áhuga á Biblíunni en finnst hún vera svo- lítið óaðgengileg og erfið sem hún vissulega er,“ segir Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir sem í vikunni sendi frá sér bókina Salt og Hunang. Bókin inniheldur orð úr Biblíunni til íhug- unar fyrir hvern dag ársins. Petrína segir bókina bæði til uppbyggingar og hvatningar í daglega lífinu. Petrína vann að bókinni í mörg ár og hefur valið vers og túlkað þau út frá því sem þau geta sagt okkur. „Þetta er mín leið til að sýna fólki að það er heilmikið í Biblíunni sem veitt getur svör við því sem fólk er að glíma við í hinu daglega lífi.“ Í bók Petrínu eru vers úr öllum bókum Biblíunnar en þær eru 66 að tölu. Aftast í bókinni er orðaskrá og því hægt að fletta upp íhugunum sem henta fyrir sérstakar aðstæður, eins og gleði, sorg, samskipti, erfiðleika og svo framvegis. Núvitund í Biblíunni Petrína er prestur við Árbæjarkirkju í Reykjavík. Hún ólst upp í Keflavík í stórum systkinahópi og hefur verið heilluð af Biblíunni síðan í æsku en þá tók hún mikinn þátt í kristilegu starfi. „Mér fannst Biblían alltaf svo- lítið erfið. Hún er svo innihaldsrík en maður áttar sig ekki alltaf á því. Það er margt í henni sem við teljum okkur vera að uppgötva í dag eins og til dæmis árvekni og núvitund en um það er fjallað í Biblíunni. „Látið hverjum degi nægja sína þjáningu,“ segir Jesús í fjallræðunni. Í Biblíunni má finna ýmis gömul sannindi sem gilda alltaf, til dæmis um það hvernig maður getur orðið hamingjusamur og lifað góðu lífi.“ Petrína segir það hafa verið mikið heillaskref á sínum tíma að fara í guðfræðideildina enda hafi Biblían opnast þar fyrir henni á nýjan hátt. Eiginmaðurinn hefur umsjón með jólabakstrinum Í gegnum tíðina hefur gegnið mis vel hjá Petrínu og fjölskyldu að halda í jólahefðirnar. Börnin hennar fjögur eru á aldrinum 14 til 25 ára og heldur fjölskyldan ennþá í þá hefð að eiga há- tíðlega stund í hvert sinn þegar kveikt er á kerti á aðventukransinum. „Þessa hefð höfum við haft síðan börnin voru lítil. Við setjumst niður, syngjum að- ventusálminn, biðjum og kveikjum á kerti. Nú eru þau orðin eldri, eigin- lega fullorðið fólk, en það er alltaf jafn dýrmætt að eiga þessa stund saman.“ Eiginmaður Petrínu, Ögmundur Máni Ögmundsson, hefur yfirumsjón með bakstrinum á heimilinu. „Það eru ákveðnar sortir sem við bökum alltaf og mömmukökurnar og lak- krístopparnir eru vinsælastar.“ Hefur alltaf verið heilluð af Biblíunni „Í Biblíunni má finna ýmis gömul sannindi sem gilda alltaf, til dæmis um það hvernig maður getur orðið hamingjusamur og lifað góðu lífi“ ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Petrína vann að bókinni Salt og Hunang í mörg ár. Í henni túlkar hún vers Biblíunnar og tengir við daglegt líf. Petrína hefur unnið að bókinni í mörg ár. Í henni túlkar hún vers Biblíunnar og tengir við daglegt líf. Við óskum samstarfsaðilum okkar á Suðurnesjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.