Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 45
45fimmtudagur 15. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR
Jólabíómyndin sem
kemur þér í skapið?
Elf, hún er algerlega frábær og fjöl-
skyldan horfir á hana saman um hver
jól og við hlæjum alltaf jafn mikið.
Sendir þú jólakort eða
hefur Facebook tekið yfir?
Þessu er blandað saman. Enn eru send
nokkur kort á þá sem ekki eru á Fa-
cebook.
Ertu vanafastur um jólin, er eitthvað
sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Já, mjög vanafastur og fjöl margir
hlutir sem hafa sinn fasta sess um há-
tíðirnar. Til dæmis hef ég, alveg frá því
að ég var lítill strákur, alltaf farið með
föður mínum á Þorláksmessu eða að-
fangadag (fer eftir veðri) og heimsótt
leiði ættingja og vina í kirkjugörðum
á svæðinu. Aðrir hlutir eru jafnan í
föstum skorðum, bæði hvað varðar
mat, drykk og ánægjulegar stundir
með fjölskyldunni.
Eftirminnilegasta jólagjöf
sem þú hefur fengið?
Einhverra hluta vegna dettur mér í
hug forláta „Pacman“ tölvuspil sem ég
fékk frá bræðrum mínum þegar ég var
lítill. Líklega vegna þess að þeir stein-
gleymdu að kaupa pakka handa litla
bróður sínum fyrir jólin en náðu al-
gerlega að bæta fyrir vonbrigðin með
þessu flotta tölvuspili eftir jól.
Er eitthvað eftirminnilegt í huga
þér frá yngri árum þínum á jólum?
Já, fjölmargt. Eitt er hvað jólaeplin
voru alltaf miklu betri í gamla daga.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Við Inga konan mín, höfum haft
hamborgarhrygg alla tíð frá því við
byrjuðum að búa. Það var alls ekki
erfitt að koma sér saman um það þar
sem svipaðar hefðir voru á heimilum
okkar beggja fyrir.
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Ég er mikið jólabarn og finnst jólin
frábær tími. Aðventan finnst mér
mjög skemmtileg og finn sterkt fyrir
jólunum alveg frá því að aðventan
hefst.
Hefur þú verið eða gætir þú
hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Ég hef aldrei prófað það og langar ekk-
ert sérstaklega til þess. Ég er þó ekkert
að útiloka að það geti gerst síðar.
Hvernig brástu við þegar þú komst
að leyndarmálinu um jólasveininn?
Hvað meinarðu, er eitthvað leyndar-
mál?
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Já, ég á nokkra uppáhalds muni sem
nýttir eru til að skeyta jólatréð og
hefur verið safnað í gegnum árin.
Hvernig verð þú jóladegi?
Slaka á með fjölskyldunni fram eftir
degi og undanfarin ár höfum við síðan
farið í kaffiboð þegar líður á daginn.
Jólaspjall:
Jólaeplin voru
miklu betri
í gamla daga
Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróun-
arfélags Keflavíkurflugvallar segist vera mikið
jólabarn, er vanafastur og í huga hans voru jóla-
eplin alltaf miklu betri í gamla daga.
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Á SKÖMMTUNARGJÖLDUM
Hringbraut 99 - 577 1150
TÖLVUSTÝRÐ
LYFJASKÖMMTUN
Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00
og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.
2016
Skafmiðaleikur Víkur
frétta
og verslana á Suðurne
sjum
2016
Skafmiðaleikur Víkur
frétta
og verslana á Suðurne
sjum
2016
Skafmiðaleikur Víkur
frétta
og verslana á Suðurne
sjum
2016
Skafmiðaleikur Víkur
frétta
og verslana á Suðurne
sjum
NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA
Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið 21. og 24. des.
„ Ég finn sterkt fyrir jólunum alveg frá því að aðventan hefst“
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og
farsæld á komandi ári!
Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
H
F
RÚÐAN
BÍLRÚÐUÞJÓNUSTA
S:421-1500
SMIÐJUVÖLLUM 6. REYKJANESBÆR
20
0
BílaþjónustaÞvottahöllin Brekkustíg 41