Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 47
47fimmtudagur 15. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR
Óskum félagsmönnum okkar og
Suðurnesjamönnum öllum
gleðilegra jóla með þökk
fyrir samskiptin á árinu
sem er að líða
Jólalegur sönghópur í Stapa
Verksvið er m.a:
• Skráning mannvirkja inn í Landsskrá fasteigna og landupplýsingakerfi.
• Skönnun og skráning teikninga
• Gerð reikninga og útsending bréfa
• Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
• Skráning í gæðastjórnunarkerfi
• Eftirfylgni ítrekunarbréfa
• Almenn aðstoð á skipulags- og umhverfissviði
Menntunarkröfur og reynsla:
• Háskólamenntun í lögfræði
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum í málaflokkum skipulag- og byggingarmála
skilyrði
•Reynsla og þekking á OneSystems skjalastjórnunarkerfi skilyrði
Lykileiginleikar:
• Góð íslenskukunnátta
• Góð almenn tölvukunnátta
• Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
Grindavík er 3.300 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Íbúafjölgunin er um 25% undan-
farin 10 ár. Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í
takt við aukna ferðaþjónustu og Bláa lónið, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, er í anddyri
bæjarins. Grindavík leggur áherslu á fjölskyldugildi, er einn öflugasti íþróttabær landsins, með
niðurgreidda íþróttaiðkun grunnskólabarna, niðurgreiddan skólamat og hagstæð leikskólagjöld.
Grindavík er landmikið bæjarfélag, náttúrufegurð er mikil, stutt í margrómaðar gönguferðir,
fuglalíf mikið í klettunum meðfram ströndinni við Reykjanestá, og góður 18 holu golfvöllur í
skemmtilegu umhverfi við sjóinn.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
armann@grindavik.is
Umsóknir berist á netfangið armann@grindavik.is
Umsóknarfrestur er til og með 23. desember, kl. 12:00.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi
ATVINNA
STARFSMAÐUR Í TÆKNIDEILD
Grindavíkurbær óskar eftir að ráða starfsmann í tæknideild bæjarins í 50% stöðugildi
■ Sönghópur Suðurnesja söng inn jólin í Stapa á fyrsta í aðventu en þá
hélt kórinn jólatónleika. Hinn landskunni Magnús Kjartansson stjórnar
kórnum og fór hann að venju oft á kostum þegar hann kynnti lögin og
spjallaði á milli laga.
Kórinn hefur aldrei verið betri og flutti mörg mjög skemmtileg jólalög fyrir
fullum Stapa. Nokkrir félagar í kórnum sungu einsöng með honum en gesta-
söngkona í nokkrum lögum var Jana María Guðmundsdóttir. Hún sló í gegn
með frábærum söng og framkomu. VF var á tónleikunum og tók myndir sem
fylgja fréttinni.