Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 48

Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 48
48 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Gunnhi ldur Þórðar-dóttir, Douglas Arthur Place og synir þeirra fjórir eru mikil jóla-b ör n . D o u g l a s e r frá Bretlandi og blanda þau saman enskum og íslenskum jólahefðum. Ein þeirra er að baka enska jólaköku. Gunnhildur reynir alltaf að vera búin að baka kökuna fyrir 1. desember. ,,Kökuna ,,vökva” ég svo nokkrum sinnum í viku með sjerrí, brandí eða einhverju álíka víni. Enska jólakakan er góð bæði nýbökuð eða vökvuð í fjórar vikur,” segir hún. Enska jóla- kakan er stútfull af góðum þurrkuðum ávöxtum, dökku súkkulaði, hnetum og kryddi. Þegar Gunnhildur er orðin ánægð með kökuna eftir vökvunina rúllar hún þunnum möndlumassa ofan á og gerir hvítan hjúp yfir og skreytir með jólaskrauti sem tengda- móðir hennar gaf henni og hefur verið lengi í fjölskyldunni; hreindýri, jólasveini, jólakveðju og silfurborða. Ensku kökuna hefur Gunnhildur bakað í mörg ár og hlakkar alltaf jafn mikið til, bæði að búa hana til og að borða. Að auki baka þau fjölskyldan hefðbundnar íslenskar smákökur eins og piparkökur, vanilluhringi og hnetusmjörskökur. Taka jólapeysu-mynd Jólaskreytingarnar á heimili fjöl- skyldunnar eru að íslenskum sið með ljósum og öllu tilheyrandi. Gunn- hildur segir meira gert úr skreytingum á Íslandi en í Bretlandi. ,,Aðventuljós eru vinsæl í Bretlandi, líkt og hér en ekki er endilega skreytt, heldur meira um jólaljós en stundum ein og ein sería.” Sá siður að öll fjölskyldan klæði sig í jólapeysur er vinsæll í Bretlandi og taka þau fjölskyldan oft af sér mynd í peysunum og senda svo vinum og ættingjum myndina á jólakorti. Kalkúnn á jóladag Allir í fjölskyldunni eru hrifnir af hangikjöti og öllu sem því tilheyrir og því er það alltaf á hátíðarborðinu á aðfangadagskvöld. Á jóladag er svo yfirleitt kalkúnn á boðstólum en það er ekta breskur jólamatur. ,,Ég undirbý kalkúninn alltaf eftir ráðum Nigellu Lawson en hún er alveg frá- bær kokkur. Uppáhalds bókin mín er „How to be a domestic goddess“ sem tengdamamma gaf mér.” Þá útbýr Gunnhildur alltaf svokallað ,,trifle” sem er gamall og sígildur lagskiptur eftirréttur. Í rétti Gunnhildar er hlaup, mandarínur, perur, súkkulaði, rjómi, makkarónukökur og fleira. Réttinn ber hún alltaf fram í hárri, glærri skál svo að lögin sjáist. Hátíðleg ensk messa í Hallgrímskirkju Á aðfangadag fara Gunnhildur og Do- uglas alltaf með synina í barnamessu í Keflavíkurkirkju. Oftast fara þau líka í ensku messuna í Hallgrímskirkju og segir Gunnhildur hana alltaf vera há- tíðlega og fallega. Jólatréð skreyta þau yfirleitt 16. desember en þá á Douglas afmæli. ,,Mér finnst of seint að skreyta tréð á Þorláksmessu eins og gert var á mínu æskuheimili.” Helsta markmiðið hjá fjölskyldunni um jólin er þó alltaf umfram allt að njóta jólanna, slappa af heima, njóta þess að leika með nýju gjafirnar og fara saman í göngutúra. VÖKVAR ensku jólakökuna REGLULEGA ●● Gunnhildur●Þórðardóttir●og●Douglas●Arthur●Place●eru● með●bæði●enskar●og●íslenskar●jólahefðir●á●heimili●sínu Óskum bæjarbúum gleðilegra jóla með ósk um friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Authorized Service Contractor Fálkavöllur 7 - 235 Keflavíkurflugvelli - Sími 420 0900 - www.express.is Það er alltaf mikið fjör á jólunum. Helsta markmiðið hjá Gunnhildi, Douglas og sonum er að njóta jólanna, slappa af heima, leika með nýju gjafirnar og fara saman í göngutúra. Enska jólakakan skreytt með jólaskrauti sem lengi hefur verið í tengdafjölskyldu Gunnhildar. ,,Ég undirbý kalkúninn alltaf eftir ráðum Nigellu Lawson“ 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið 21. og 24. des. Fjölskyldan í jólaskapi í jólapeysum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.