Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 51

Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 51
51fimmtudagur 15. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR „Bókin hefur fengið glimrandi við- tökur,“ segir Þorsteinn en hún var ný- verið tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. „Egill Helgason sagði til að mynda að verkið væri ein af stórtíðindum þessarar bókaver- tíðar og Þorgeir Tryggvason skrifar í ritdómi að um sé að ræða ævisögu ársins.“ „Þetta er stórmerkilegt verk og í rauninni afrakstur fimm ára mark- vissrar rannsóknarvinnu og skrifa,“ segir Svavar og bætir við að Viðar hafi verið með Jón á heilanum í um þrjátíu ár. Um er að ræða ævisögu Jóns lærða Guðmundssonar (1574–1658), en hann var sannkallaður þúsundþjala- smiður; skáld, fræðimaður, læknir, náttúrufræðingur, listaskrifari, bóndi, sjómaður, málari, tannsmiður, sjálf- lærður andófsmaður og fyrstur til að skrifa rit á íslensku um náttúru Ís- lands. Svavar segir að í bókinni sé lífshlaup Jóns rakið ítarlega, „en hann hraktist meðal annars um allt land fyrir af- hjúpandi skrif sín um Baskavígin, sannkallaðan smánarblett á sögu Ís- lands. Hann var einnig dæmdur fyrir að hafa rekið galdraskóla og ferðaðist hann til Kaupmannahafnar til að fá þeim útlegðardómi hnekkt en hafði ekki erindi sem erfiði.“ Áður en Jón fór utan kom hann meðal annars við á Suðurnesjum og dvaldi í ein- hvern tíma í Hvalsnesi, um áratug áður en Hallgrímur Pétursson fékk prestakallið þar. „Það eru ekki margar heimildir um ferðir hans en hann var eitthvað hér, í Grindavík og á Bessa- stöðum áður en hann var dæmdur í útlegð,“ bætir Svavar við. Þorsteinn segir Viðar einnig leitast við að varpa ljósi á heimsmynd og hugmyndasögu 17. aldar, „en með því að lýsa náttúrusýn 17. aldar manna minnir Viðar á þá náttúruvá sem steðjar að okkur nú á dögum. Við verðum sífellt að minna okkur á að við erum ekki þau einu sem höfum gengið þessa jörð, og ekki þau síðustu heldur.“ „Þetta er jólabókin í ár!“ segja þeir fé- lagar í kór áður en þeir halda út í nið- dimman desember, klifjaðir bókum sem þeir hafa vart undan að dreifa í bókabúðir, þeirra á meðal Eymunds- son í Reykjanesbæ. ●● Keflvíkingar●tilnefndir●til●bókmenntaverðlauna Keflvíkingarnir Svavar Steinarr Guðmundsson og Þorsteinn Sur- meli reka ásamt öðrum bókaútgáfuna Lesstofuna sem gaf út í haust bókina Jón lærði og náttúrur náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson. STÓRHUGA Í BÓKAÚTGÁFU Hefur þú áhuga á heilsueflandi skólastarfi? Heilsuleikskólinn Háaleiti í Reykjanesbæ auglýsir eftir konum og körlum til starfa, með leikskólakennara- menntun, eða aðra sambærilega menntun. Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með u.þ.b. 70 börnum. Leikskólinn starfar eftir Heilsustefnunni og viðmiðum Heilsueflandi leikskóla og leggur ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdóms- samfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Skólinn fylgir sameiginlegum matseðli í takti við Næringarstefnu Skóla ehf. sem hlaut tilnefningu til Orðsporsins 2014 og Fjöreggs NMÍ 2015. Framundan eru ýmis spennandi tækifæri fyrir áhugasamt fólk í tengslum við þróunarverkefni o.fl. Við leitum eftir glöðu og lausnamiðuðu fólki sem býr yfir jákvæðni, sjálfstæði, metnaði og hæfni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Þóra Sigrún Hjaltadóttir skólastjóri, á haaleiti@skolar.is og/eða í síma 617-8993 á skólatíma. Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á www.skolar.is/Starf Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík. Laus störf í leikskólum hjá Skólum ehf. Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Því leitum við að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum • Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um! Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ Auglýsir eftir: • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 100% stöðu • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 50% stöðu Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn. Nánari upplýsingar veitir: Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, sími 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://www.leikskolinn.is/haaleiti/ undir „Um leiks lann“. Heilsuleikskólar Skóla eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík. Elskulegur eiginmaður minn, Pétur Þórðarson er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs sem annaðist hann síðustu æviárin. Erna Sigurbergsdóttir. Anna Margrét Jónsdóttir, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Njáll Skarphéðinsson, Jón Valgeir Skarphéðinsson, Anna Andrésdóttir, Sigurður Skarphéðinsson, Linda Hrönn Birgisdóttir, Rakel Valsdóttir. Jón Oddur Guðmundsson og frændsystkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs sonar míns, bróður, mágs og frænda,   Eysteins Skarphéðinssonar Heiðarhvammi 3, 230 Reykjanesbæ,   Hjartans þakkir færum við starfsfólki D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka alúð og umhyggju. Óla Björk Halldórsdóttir, Sigríður Björg Halldórsdóttir, Kristján Sigurpálsson, Sævar Halldórsson, Susie Ström, Þórunn María Halldórsdóttir, Axel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Björg Vilhelmsdóttir, áður til heimilis að Smáratúni 7 Keflavík, lést miðvikudaginn 7. desember. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. desember kl. 13:00. 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA Jólalukkumiðum í Nettó því það verður dregið 21. og 24. des. Auglýsingasíminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.