Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Side 52

Víkurfréttir - 15.12.2016, Side 52
52 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Hildur Björk Pálsdóttir hildur@vf.is Frá því hann man eftir sér hefur hann ætlað sér að verða þyrluflugmaður. „Líklegast kviknaði þyrluáhuginn með því að sjá þyrlur Landhelgis- gæslunnar reglulega á flugi sem barn.“ Samhliða stúdentsnáminu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja tók Bjarki einkaflugmannsréttindi á flugvélar hjá Keili. Hann segir það hafa verið góða reynslu til að taka með sér í þyrlunámið. „Þrátt fyrir að hafa verið svona handviss um hvað ég ætlaði að verða þá langaði mig að prófa hvort flug væri 200% fyrir mig. Og einnig gat ég hreinlega ekki beðið eftir að byrja fljúga svo ég skráði mig í einka- flugið á flugvél. Þyrlunám er ekki kennt á Íslandi svo það var ekki í stöðunni að fá að læra á þyrlu strax,“ segir Bjarki. Aðspurður hver helsti munurinn sé á flugnámi flugvéla og þyrla segir hann að flugvélar vilji fljúga en þyrlur vilja helst ekkert með flug hafa. Þar er átt við að flugvélar hafa vængi og eru eðlisfræðilega hannaðar til að fljúga og svífa en þyrlur aftur á móti eru vængjalausar og hafa ekki mikið svifgildi séu þær án afls frá mótor. „Þetta er mikið til það sama í bóklega náminu en flugeðlisfræðin er það sem er ólíkast.“ Bjarki fór svo til Gautaborgar í skóla sem heitir Northern Helicopters í samtvinnað atvinnuflugnám á þyrlu en samtvinnað þýðir að námið er sett upp sem atvinnuflugnám frá byrjun en ekki einkaflug fyrst. „Mér fannst ég fá meira út úr verklegu kennslunni fyrir vikið því markmiðið hjá kennur- unum var að gera mann tilbúinn fyrir verklega prófið sem fyrst og eins taka fyrir mikilvæga hluti sem munu nýtast þegar ég hef störf sem flugmaður.“ Skólinn fluttist svo til Hróarskeldu í Danmörku og segir Bjarki það hafa verið góða reynslu að prófa að fljúga í báðum löndum. „Flugreglurnar í Danmörku eru töluvert strangari en þær sænsku á þann veg að ekki má lenda hvar sem er eins og í Svíþjóð heldur þarf að sækja um sérstakt leyfi hjá Flugmálastjórn.“ Samtvinnaða námið tekur tólf til átján mánuði en það er hægt að taka það á styttri tíma ef maður er virkilega duglegur. Ég viðurkenni að það var erfitt að hanga inni og lesa yfir sumar- mánuðina þar sem það voru 25 gráður og heiðskírt nánast í fjóra mánuði. Þetta er stutt nám en virkilega mikið efni svo þetta er mikil keyrsla. Að- spurður hvort þyrlunám sé mikið dýrara en flugnám segir Bjarki að munurinn sé töluverður, samtvinnað atvinnuflugnám á flugvélar kosti um 9 milljónir en á þyrlu um 17 milljónir. Er erfitt að fá starf sem þyrluflugmaður á Íslandi? „Já og nei, málið er það að þegar maður er nýútskrifaður úr náminu með fáa tíma verður alltaf mjög erfitt að komast í fyrstu vinnuna og þess vegna mjög mikilvægt að reyna að skapa sér tengsl innan geirans því þetta er mjög lítill heimur. Þetta er líklega besti tíminn til að læra því tækifærin fara ört vaxandi hér heima fyrir nýmenntaða þyrluflugmenn með þeim ferðamannastraumi sem nú er á Íslandi.“ Draumur Bjarka er að komast inn hjá Landhelgisgæslunni en hann er einnig opinn fyrir því að vinna úti í heimi. „Ég væri rosalega til í að geta byrjað ferilinn hér heima en annars eru Noregur og Grænland þeir staðir sem ég myndi vilja prófa,“ segir Bjarki. Hvernig var að læra í Svíþjóð? Að læra í Svíþjóð fannst mér virkilega fínt. Svíar eru mjög opnir og auðvelt að kynnast þeim. Skólinn sem ég var í kennir námið á ensku svo það voru strákar og stelpur alls staðar að úr heiminum komin í skólann til að læra. Skólinn var á gömlum herflugvelli í 15 mínútna fjarlægð frá Gautaborg og ég bjó á heimavist skólans sem var við völlinn. Það var ódýrt og hentugt að vera nálægt skólanum og kynntist ég öllum mínum vinum á heimavistinni sem marga hverja ég er í sambandi við vikulega í dag. Aðspurður hvort hann hafi alltaf haft áhuga á þyrlum svarar Bjarki játandi. „Allt mitt líf hef ég verið með þessa bakteríu í mér. Ég held að margir Suðurnesjamenn séu með flug bakt- eríuna í sér enda lítið annað hægt þegar maður horfir á eftir flugvélum lenda og taka á loft alla daga, allan ársins hring. Það skemmtilegasta númer 1, 2 og 3 er frelsið sem þyrlan bíður upp á. Ef mann langar að borða nesti uppi á jökli þá lendir maður bara uppi á jökli, ekk- ert mál svo lengi sem veður leyfir. Þú ert ekki háður flugvöllum og útsýnið úr þyrlu er á allt öðrum „standard“ en í flugvél þar sem þú ert ekki með hreyfil í sjónlínunni og gólfið fram í er í flestum tilvikum mjög gegnsætt. Einnig er það fjölbreytileikinn sem þyrlurnar þjóna sem gerir þetta að mjög spennandi starfi, til dæmis kvik- myndaverkefni, „heli skiing,“ útsýnis- flug, „sling“ verkefni þar sem verið er að hífa þunga hluti með þyrlunum og margt fleira. Hver er skemmtilegasti staðurinn sem þú hefur lent á? Í Svíþjóð er rosalegt magn af eyjum og margar hverjar eru virkilega flottar með villtum dýrum svo að í aðfluginu sér maður alls kyns dýr á hlaupum, mjög skemmtilegt. En minn skemmtilegasti staður var þegar ég og einn vinur minn tókum þyrlu og pöntuðum borð á fínum stað á eyju fyrir utan Gautaborg og lentum síðan við hliðina á staðnum, borðuðum og flugum svo heim. Aðflugið krafðist ákveðinnar vindáttar til að geta lent og svo voru ljósastaurar allt í kringum litla lendingarflötinn svo þetta var erfitt en klárlega þess virði. Bjarki Þór Valdimarsson er 23 ára keflvískur flugþjónn með at- vinnuþyrluflugmannsréttindi. Draumur Bjarka frá barnsárum er að starfa sem þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslu Íslands en hann fór til Svíþjóðar fyrir tveimur árum og lærði atvinnuflug á þyrlu. Námið er krefjandi og dýrt en aftur á móti er það frekar stutt, skemmtilegt og inniheldur án efa flottasta skólastofuútsýni sem hugsast getur. LAUTARFERÐ UPPI Á JÖKLI ●● Bjarki●Þór●Valdimarsson●segir●mikið●frelsi●fólgið●í● því●að●geta●lent●hvar●sem●er●á●þyrlu „Ég held að margir Suðurnesjamenn séu með flug bakteríuna í sér“ Sólóflug á flottum sumardegi með enga vinstri hurð á þyrlunni. Fegurð eyjanna á vesturströndinni leynir sér ekki. Stoppað til að teygja úr sér á heitum sumardegi. Haukur og Bjarki eftir fyrsta þyrluflug Bjarka þar sem hann fékk að prófa að fljúga.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.