Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR „Þetta var æði. Ég var nýbúinn að skafa eina tveggja lítra Appelsín og tuðaði við sjálfa mig af hverju ég fengi ekki stærri vinning. Svo kom þessi glæsilegi vinningur sem kemur sér vel því dóttir mín býr í Bandaríkjunum,“ segir Sigrún Ingólfsdóttir en hún er nýbúi á Ásbrú og vann ferðavinning með Icelandair í Jólalukku VF og verslana á Suðurnesjum. Sigrún flutti á Ásbrú í fyrra og er búin að búa í Reykjanesbæ í um ár eftir að hafa búið á Siglufirði í nærri fjörutíu ár. Fór ung stúlka á vertíð og festist á staðnum, átti börn og góða ævi í firðinum norður í landi. „Mér finnst mjög fínt hér suður með sjó, er þó að venjast vindinum sem er ekki svona fyrirferðamikill á Sigló,“ segir hún. Sigrún ákvað að elta börnin sín og barnabörnin sem búa á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. „Ég var að missa af þeim hreinlega og ákvað að flytja mig nær þeim. Mér finnst ég öll hafa lifnað við að hitta börnin og barnabörnin miklu oftar svo þetta er bara æðislegt hérna,“ sagði hin glaði vinningshafi Sigrún Ingólfsdóttir. Helga M. Pálsdóttir, íbúi við Suður- götu í Keflavík var nýbúinn að fá nýjan síma þegar hún var dreginn út í fyrsta útdrætti Jólalukkunnar en hún skilaði miðum í kassa í Nettó í Njarðvík. „Ég er með tvo unga menn í fjölskyldunni sem eru að útskrifast úr námi næsta vor. Ég gæti kannski notað þennan flotta Iphone í það, er það ekki?“ sagði Helga þegar blaða- maður VF sveif á hana þar sem hún var að taka við símanum á skrifstofu Samkaupa í Krossmóa. Sæmundur Pétursson, íbúi við Kirkju- veg 1 í Keflavík var einnig með heppn- ina með sér í fyrsta útdrætti. Hann er núna splunkunýjum Iphone 7 ríkari. Sæmundur veifaði gamla Nokia sím- anum og sagði að nú væru tímamót hjá honum. Ný símaöld að taka við. „Ég nota kannski Iphone-inn í útskriftargjöf fyrir drengina“ ●● Iphone●og●ferðavinningar●til●heppinna●Jólalukkuhafa Brynja Sigfúsdóttir á skrifstofu Samkaupa afhenti Helgu Pálsdóttur nýjan Iphone 7 sem hún vann í Jólalukku Víkurfrétta. Sæmundur með gamla Nokia símann og nýja Iphone 7 símann. Sigrún var alsæl með ferðavinninginn sinn. Sigrún Siglufjarðarmær ánægð á Suðurnesjum ●● Vann●ferðavinning●í●Jólalukku●og●ætlar●að●nota●hann●í● ferð●til●dótturinnar●í●Bandaríkjunum Fitjabakka Njarðvík ódýrt bensín Fitjabakka 2-4 Básinn Vatnsnesvegur 16 Starfsfólk Olís óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða. Óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla, takk fyrir það liðna og gleðilegt nýtt ár. Þökkum fyrir viðskiptin á arinu sem er að líða. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.