Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 65

Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 65
65fimmtudagur 22. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR rottum, kakkalökkum og köngulóm í heimsókn. Hún vaknaði eitt skipti með kakkalakka á hálsinum og rakst stundum á rottur í herberginu sínu, sem henni fannst allt í lagi þangað til hún var komin aftur til Íslands og áttaði sig betur á hlutunum. Aðspurð um muninn á borginni og fátæku smábæjunum segir hún það tvennt ólíkt og stéttaskiptingu mikla. „Ocean View er bær staðsettur í fjalli með íbúðarblokkum en engu rafmagni eða rennandi vatni, þar sem ríkið vill ekki styrkja svæðið. Bærinn varð til árið 1968 þegar ‘litað’ fólk var fjarlægt frá svokölluðum ‘hvítum’ svæðum í Höfðaborg. Heilu fjölskyldurnar búa saman í litlum íbúðum þar sem fjöl- skyldumeðlimir þurfa að skiptast á að sofa yfir sólarhringinn. Bærinn ein- kennist af ofbeldi og þjófnaði. Masi er mun fátækari bær en hann skiptist í tvennt, hús byggð úr steypu og svo álkofar í mold eða í mýrinni, ‘wet- lands.’ Inni í kofunum eru bara rúm og þarf fólk því að notast við almenn- ingssalerni sem eru kamrar og einn krani með rennandi vatni. Ég mun seint gleyma því þegar Mama bauð okkur inn til sín á meðan við biðum eftir farinu okkar heim. Hún átti fimm börn og kofinn hennar var álíka stór og þvottahús í hefðbundnu húsi á Ís- landi. Þar hafði hún eitt rúm fyrir þau öll saman, tvo stóla, bolla og bala.“ Þetta var vissulega ekki eina atvikið sem mun seint renna henni úr minni, en skotárás átti sér stað á leikvellinum þar sem hún vann um miðjan dag. „Í þessu hverfi býr ein hættulegasta maf- ía Höfðaborgar. Einn daginn vorum við að leika við börnin og heyrum for- eldrana skyndilega kalla þau inn. Við skildum ekkert hvað var að gerast þar til eitt foreldrið útskýrir fyrir okkur að þetta sé reglulegur atburður. Þá lenti ungum krökkum saman og skotárás braust út í kjölfarið. Í dag er sjálfboða- starf ekki lengur leyft á þessu svæði,“ segir Súsanna. Annað sem hún rifjar upp er eitt skiptið þegar hún var að finna bók til að lesa fyrir börnin. Hún tók nokkrar bækur úr hillunni og sá svo fimm kakkalakka inni í einni þeirra. „Ég stökk á fætur og öskraði og allir horfðu á mig. Ég áttaði mig á því að þetta væri ekki rétti staðurinn til að öskra yfir kakkalakka og reyndi að halda „kúlinu“ frá og með þessum tímapunkti ferðarinnar.“ Hugsaði um ljón, gíraffa og fíla Hinir sjálfboðaliðarnir komu frá hinum ýmsu Evrópulöndum auk Ástralíu og Brasilíu. Öll voru þau að ferðast ein svo þau kynntust hvert öðru og heldur Súsanna reglulegu sambandi við tvær þýskar vinkonur í dag. Hún kveðst hafa verið stressuð fyrir því að fara ein út þar sem hún hafði aldrei ferðast ein áður, og fyrir því að þurfa að tala ensku. „Um leið og ég kom út og hitti hina sjálfboða- liðana þá hætti ég að vera stressuð því öllum fannst þeir vera lélegir í ensku. Það fyrsta sem ég gerði var að kaupa símkort og ótakmarkað gagnamagn til að vera í sambandi við fjölskylduna og til að auka öryggi. Það var alltaf nóg að gera og við nýttum frítíma okkar vel í alls kyns skemmtanir. „Við höfðum öll kvöld laus ásamt helgunum en þá skoðuðum við okkur um, fórum í brimbrettakennslu, skipulagða ferð um strendur Höfðaborgar og svo voru samtökin dugleg að skipuleggja lautarferðir þar sem kvöldmaturinn var borðaður undir berum stjörnu- himni og söng.“ Súsanna fór svo í sjálfboðavinnu í dýraathvarfinu Wildlife Sanctuary í Glen Afric, sem er staðsett á 750 hekt- ara svæði sem tilheyrir svokallaðri Vöggu mannkynsins, eða The Cradle of Humankind, en það er á heims- minjalista UNESCO. Svæðið er vaktað að nóttu til þar sem trúarbrögð í Afr- íku eru mjög sterk og trúa sumir því að lækna megi veikindi með vissum líkamspörtum af dýrum. Stuttu áður en Súsanna kom í athvarfið hafði ein- hverjum tekist að brjótast inn á svæðið og skera hornið af nashyrningi, sem drapst í kjölfarið. Í athvarfinu er tekið á móti mun- aðarlausum og meiddum dýrum og þeim veitt aðhlynning á meðan þau ná sér af þeim áföllum sem þau hafa orðið fyrir. Mikið var af kattardýrum og öðrum villtum dýrum eins og gí- röffum, sebrahestum, nashyrningum, flóðhestum, ösnum, antilópum og vörtusvínum. Sum dýrin hafa hins vegar ekki þann möguleika á að vera sleppt lausum þar sem þau eru ekki vön því og kunna því ekki að bjarga sér í náttúrunni, eins og til dæmis dýr sem bjargað er frá sirkusum og dýra- görðum. Það voru meðal annars fílar, ljón, tígrisdýr, híenur og blettatígrar. Brúðkaup í skóginum „Verkefni okkar sjálfboðaliðanna voru meðal annars að þrífa aðstöðuna hjá dýrunum og gefa þeim að borða. Við fórum í göngur með sum þeirra og fengum að vera með þeim dýrum sem voru vön fólki. Hefðbundinn dagur hjá fílunum inniheldur langa göngu frá sjö um morguninn til sjö að kvöldi í fylgd með þremur manneskjum. Svo var alltaf eitthvað skemmtilegt á dag- skrá. Reglulega voru bókuð brúðkaup í miðjum skóginum. Þá keyrðum við bíl með pallinn fullan af mat og lokk- uðum dýrin til okkar, svo þegar kom að athöfninni voru dýrin öll í bak- grunni.“ Spurð út í framtíðar ferðaplön segist Súsanna vilja kynnast Afríku betur og stefnir að því að heimsækja önnur lönd heimsálfunnar. „Ég hef áhuga á að sinna fleiri hjálparstörfum í fram- tíðinni, hvort sem það verður hér á landi eða annars staðar. Svo er ég að íhuga að fara aftur til Höfðaborgar um næstu jól með vinum. Mig langar að sýna þeim umhverfið sem ég starfaði í, fegurðina og fjölbreytileikann sem Höfðaborg hefur að bjóða og svo má ekki gleyma elsku börnunum.“ „Þá keyrðum við bíl með pallinn fullan af mat og lokkuðum dýrin til okkar, svo þegar kom að athöfninni voru dýrin öll í bakgrunni.“ Súsanna og Jack, eini sebrahesturinn sem hægt var að snerta og tala við. „Jack átti erfiða æsku, var lagður í einelti og ólst upp með ösnum.“ Súsanna með Ashalele á bakinu Eins og sést eru aðstæður í svokölluðum „Wetlands“ hverfum hrikalegar. Mjög reglulega kviknar í einhverjum kofanna þar sem mikill hiti myndast frá brennandi sólskininu. Salernisaðstæður í Masi voru ekki góðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.