Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 62
62 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Ania Beata Rubaj og Marcin Marek
Rubaj fluttu frá Póllandi til Íslands
fyrir níu árum síðan, þá um tvítugt.
Þau ætluðu að vinna hérna í eitt ár
og fara svo aftur heim. Þau búa enn á
Íslandi, hafa fest kaup á fallegu húsi í
Reykjanesbæ og eiga tvo syni, Kacper
6 ára og Alexander 2 ára og sjá fram-
tíðina fyrir sér á Íslandi. „Lífið á Íslandi
er yndislegt en ég sakna fjölskyldu
og vina í Póllandi mikið. Sérstaklega
núna um jólin. Stundum hugsa ég um
að flytja til baka en minni mig þá á að
lífsbaráttan þar er miklu erfiðari. Við
Marcin erum heppin að hafa bæði góð
störf á Íslandi og strákarnir okkar una
sér vel í skóla og leikskóla,“ segir Ania.
Eiga góða að á Íslandi
Bæði eru þau Ania og Marcin frá
suðurhluta Póllands en kynntust þegar
þau voru í skólaferðalagi með mennta-
skólum sínum í norður Póllandi.
Stuttu eftir stúdentsprófin hjá Marcin
hafði bróðir hans samband frá Íslandi
og sagði honum að starf hefði verið
að losna í kavíarvinnslu í Njarðvík og
bauðst til að lána honum fyrir flug-
farinu. „Ég vildi ekki fara til Íslands
nema Ania kæmi með. Hún hafði enga
vinnu fyrstu vikurnar, við þekktum
fáa og töluðum ekki tungumálið svo
þetta var erfitt til að byrja með,“ segir
Marcin. Eftir nokkurra vikna dvöl á
Íslandi fékk Ania vinnu hjá Matstofu
Kópavogs sem síðar færði út kvíarnar
og opnaði veitingastað á Keflavíkur-
flugvelli og þá færði hún sig þangað.
Þar vann Ania hjá Haraldi Helgasyni
úr Njarðvík. Magnús Þórisson, sem í
dag á Réttinn, starfaði á þeim tíma á
veitingastaðnum á Keflavíkurflugvelli
og þegar hann stofnaði réttinn bauð
hann Öniu vinnu. Enn þann dag í dag,
tæpum átta árum síðar, starfar Ania
enn á Réttinum. „Maggi og hans fjöl-
skylda hafa verið eins og íslenska fjöl-
skyldan okkar og það er alveg ómetan-
legt. Við njótum mikils skilnings á því
að við eigum ekki ömmur og afa hér
á Íslandi sem passa fyrir okkur. Til
dæmis núna í vikunni lauk skólanum
fyrr síðasta daginn fyrir jólafrí og þá
passaði sonur Magga strákinn okkar,
svona fáum við dýrmæta hjálp við að
leysa málin,“ segir Ania.
Þau fara til Póllands á hverju ári og
reyna eftir fremsta megni að halda
góðu sambandi við fjölskyldu og vini í
Póllandi sem koma líka í heimsókn til
Íslands. Ania heyrir daglega í mömmu
sinni á Skype og segir það dýrmætt,
þó svo að samtölin séu stundum stutt
og þær deili helstu fréttum. „Síminn
hringir yfirleitt nokkrum mínútum
eftir að við komum heim og það er
alltaf gott að heyra í mömmu,“ segir
Ania.
Hlakkar alltaf til að mæta í vinnuna
Bróðir Marcin, sem taldi hann á að
flytja til Íslands á sínum tíma, er
fluttur aftur heim til Póllands. Marcin
hefur unnið á sama staðnum, hjá
Idex-gluggum í Njarðvík í yfir átta
ár. „Þegar ég byrjaði kunni ég varla
neitt en nú er ég yfirmaður fimm
manna svo það er töluverð ábyrgð.
Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og
starfið er mjög fjölbreytt. Á sunnu-
dagskvöldum hlakka ég til að mæta í
vinnuna á mánudagsmorgni og þann-
ig á þetta að vera.“ Marcin og vinnu-
félagar hans hafa til að mynda smíðað
glugga í viðbyggingar á flugstöðinni á
Keflavíkurflugvelli og segir hann alltaf
gaman að sjá gluggana í húsum þegar
verkið er tilbúið.
Annað sjónarhorn á lífið
Eins og áður sagði eru Ania og Marcin
frá Suður Póllandi. Marcin segir ljóst
að þau gætu ekki haft það eins gott og
þau gera ef þau byggju þar. Hann segir
brauðstritið erfiðara í suður Póllandi
en annars staðar í landinu og tekur
föður sinn sem dæmi. Hann hefur
alla tíð starfað í kolanámu, stundum á
fimm hundruð metra dýpi við erfiðar
og jafnvel hættulegar aðstæður. „Ég
get ekki hugsað mér þannig líf enda
á ég tvo syni og vil vera til staðar fyrir
þá. Við gætum ekki átt svona stórt hús
í Póllandi og ég hugsa að þá ættum við
frekar eitt barn en tvö. Ég held að við
þyrftum líka að vinna miklu meira,
jafnvel tólf tíma á dag, alla virka daga.“
Ania og Marcin eru sammála um að
hver og einn sjái heiminn út frá sinni
reynslu og því ef til vill skiljanlegt að
Íslendingar séu ekki allir jafn sáttir og
þau við lífskjörin hér á landi. „Kannski
væri gott að senda ungt fólk á Íslandi
til Póllands eða Litháens í eitt ár. Eftir
það myndi fólk skilja betur hvað
það hefur það gott á Íslandi,“ segir
Marcin og brosir. „Við höfum búið í
Póllandi og þekkjum vel til þar svo
að við höfum samanburðinn. Fyrir
okkar er lífið hérna betra en auðvitað
söknum við fólksins okkar í Póllandi.
Til dæmis á bróðir minn tvö börn sem
ég hitti allt of sjaldan og þegar amma
mín féll frá komst ég ekki að kveðja
hana. Þær stundir eru alltaf erfiðar,“
segir Ania.
Vilja ekki að börnin
verði túlkar foreldranna
Bæði Ania og Marcin tala reiprenn-
andi íslensku og segjast hafa lært mest
af því að spjalla við íslenska vinnu-
félaga. Til að byrja með fóru þau á
Ania og Marcin Rubaj ætluðu að vinna á Íslandi í eitt ár og safna
pening en hafa nú komið sér vel fyrir í Reykjanesbæ. Þau segja lífið á
Íslandi gott en sakna sinna nánustu í Póllandi, sérstaklega um jólin.
Fyrstu árin töluðu þau ensku við Íslendinga en ákváðu að ná góðum
tökum á íslenskunni þegar eldri sonur þeirra fæddist enda gátu þau
ekki hugsað sér að hann myndi þurfa að túlka fyrir þau þegar hann
yrði eldri.
●● Ania●og●Marcin●Rubaj●●
una●hag●sínum●vel●á●Suðurnesjum
Í PÓLLANDI LÆTUR FÓLK
ÞAÐ GANGA FYRIR AÐ VINNA
Marcin hefur unnið hjá Idex gluggum í Njarðvík í átta ár og líkar vel og kveðst alltaf hlakka til að mæta í vinnuna að loknu
helgarfríi.
Jólamyndina sem vinir og fjölskylda í Póllandi fengu senda þessi jólin.