Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 71

Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 71
71fimmtudagur 22. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR Við erum með lokað til 11. janúar Þökkum stuðninginn á árinu og óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla. RAUÐIKROSSINN VERSLUN ■ Stjórn körfuknattleiksdeildar Umfn ákvað að á síðasta heimaleik fyrir jól myndi allur aðgangseyrir fara til góðra málefna nú fyrir jólin. Njarðvíkingar léku þá gegn Þór Þor- lákshöfn og var vel mætt. Allir sem lögðu leið sína í Ljónagryfjuna borg- uðu sig inn, þar á meðal leikmenn beggja liða og dómarar. Ákveðið var að styrkja Unicef sem aðstoðar nú börn í Sýrlandi sem eiga um sárt að binda og Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ. Logi Gunnarsson, fyrir- liði Njarðvíkinga, mætti í Fjölskyldu- hjálp í vikunni og afhenti Önnu Jóns- dóttur, verkefnastjóra hjá Fjölskyldu- hjálp, fjárhæð sem vafalaust kemur að góðum notum. Náungakærleikur Njarðvíkinga ●● Styrktu●Fjölskylduhjálp●● og●Unicef Logi Gunnarsson kom færandi hendi í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ. VF/mynd Eyþór Sæm. Þrír af reyndustu leikmönnum Kefl- víkinga í karlafótboltanum munu ekki leika með liðinu á næsta tímabili. Eins og áður hefur verið greint frá þá hefur Haraldur Freyr Guðmundsson lagt skóna á hilluna en Magnús Sverrir Þorsteinsson mun einnig ganga frá skónum í skápinn góða. Þá mun Magnús Þórir Matthíasson ekki leika áfram með liðinu en ekki er ljóst hvort eða hvar hann mun leika á næsta tímabili. Frá þessu er greint á heima- síðu Keflavíkur. Samtals eiga þessir leikmenn að baki 39 leiktímabil og tæplega 900 leiki með meistaraflokki Keflavíkur. Har- aldur hefur leikið 200 deildarleiki með Keflavík og skorað í þeim átta mörk. Auk þess hefur hann leikið 27 bikar- leiki og skorað fimm mörk og 78 leiki í deildarbikarnum og þar eru mörkin þrjú. Magnús Sverrir hefur alls leikið 17 tímabil með liðinu en Magnús lék auk þess eitt tímabil með Grindavík. Hann hefur leikið 244 deildarleiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 46 mörk, 34 bikarleiki þar sem Magnús hefur skorað tólf mörk og sjö leiki í Evrópukeppnum þar sem eitt mark fylgir með. Leikirnir í deildarbik- arnum eru 93 en þar er Magnús leikja- hæsti leikmaður Keflavíkur og mörkin í keppninni eru 29. Hann hefur leikið 213 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og er þar þriðji leikjahæsti leikmaður fé- lagsins frá upphafi. Magnús Þórir hefur leikið 129 deildar- leiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 18 mörk. Hann hefur einnig leikið 13 bikarleiki og skorað fjögur mörk auk eins leiks í Evrópukeppni og 33 leiki í deildarbikarnum þar sem mörkin eru 12. Þrír reynsluboltar yfirgefa Keflavík ●● Haraldur●og●Magnús●Sverrir●hættir ■ Á dögunum héldu tveir þjálfarar Keflavíkur í bardagaíþróttum til Banda- ríkjanna á námskeið í barna- og unglingaþjálfun. Hnefaleikaþjálfarinn Björn Björnsson og Tae Kwon Do/BJJ þjálfarinn Helgi Rafn Guðmundsson fóru í frægðarför þar sem þeir heimsóttu í leiðinni meðal annars frægasta MMA æfingasal í heimi (Tristar MMA gym í Montréal í Kanada) og tókust þar á við MMA kappa. Það voru þeir Alex Garcia og Joe Duffy, einn af fáum mönnum sem hefur sigrað Conor McGregor. Helgi og Björn stefna á að setja á fót MMA námskeið strax í janúar á Suðurnesjum. Þjálfararnir segja að á heildina litið hafi þessi reynsla verið þeim mjög góð og ferðin ánægjuleg. Börðust við MMA kappa í Montreal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.