Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 51

Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 51
51fimmtudagur 22. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR Hvaða tegund af tannkremi notar þú? Kolgata. Síðasta kvöldmáltíðin? Hverslags spurning er þetta? Ég er ekki dauður enn og hef þar af leið- andi ekki borðað síðustu kvöldmál- tíðina enn. Brenndur eða grafinn? Pottþétt grafinn. Eftirlifendur skulu sko fá að hafa fyrir mér. Hvað setur þú á pylsuna? Allt nema þetta aukarugl sem að Akureyringar og nærsveitamenn tóku upp á að troða með í brauðið. Hvar lætur þú klippa þig? Þar sem maður er nú að mestu vaxinn upp úr gærunni, þá fer rún- ingurinn á því litla sem að eftir er bara fram heima fyrir. Borðar þú svið? Já. Ég svoleiðis gúffa þeim í mig eins og enginn sé morgundagurinn og þetta séu hreinlega síðustu sviðin í heiminum, en sé svo eftir öllu að loknum síðasta bitanum. Hvað gerir þú milli klukkan 5 og 7 á daginn? Oftast nær fer þessi tími í vinnu. En ef heppnin er með manni þá kemst maður fyrr út með myndavélina. Súrmaturinn eða pottrétturinn? Súrmaturinn. Pottrétturinn er bara ekki minn tebolli. Hvað ertu með í vinstri vasanum? Ekkert. Sit á vasalausri brókinni að skrifa svörin við þessum spurn- ingum. Hver væri titill ævisögu þinnar? Þetta reddast. Hver er draumabíllinn? Ford F 450. Bara af því að Trump er mættur á svæðið og hafnar öllu loftslagsruglinu. Þá er um að gera að fá sér eitthvað sem að eyðir öllu sem að maður setur á hann og helst helling í viðbót. Ferðu í kirkju? Já. Brúðkaup og jarðarfarir. Algjör óþarfi að fara oftar. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Hvernig dettur mönnum í hug að Grindvíking langi að fljúga til Kefla- víkur? Fallegasti staður á landinu? Fyrir utan Nafla alheimsins (Grinda- vík), þá er skora gotstöðvarnar, Ísa- fjörður, hátt hjá mér. Kjöt eða fiskur? Jafn vígur á bæði, þó svo að góð steik toppi allt. Evrópuferð eða Ameríku? Evrópuferð fyrir allan peninginn. Hef engan áhuga að að skoða nag- dýrið á hausnum á Trump. Gist í fangaklefa? Nei, til hvers? Sturta eða bað? Sturta, takk. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Ég er alveg örugglega ekki búinn að taka hana ! Eða.... er ég? Hvaða sögu hafa foreldrar þínir endurtekið sagt af þér? Hversu góður og stilltur ég var sem barn. Alveg satt! Furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Surströmming. Þetta er rotin síld frá Svíþjóð og er algjör viðbjóður sem að hvorki er á borð bjóðandi eða á vetur setjandi. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í ? Það er án efa hláturkast í biðröð á leið í bíó fyrir all nokkrum árum með vini og til að bjarga andlitum okkar og forðast hneykslan ann- ara í röðinni, þá stukkum við fyrir horn til að jafna okkur sem að tók þó nokkurn tíma. Þegar við höfðum tekið okkur saman í andlitinu og komum aftur fyrir hornið hafði röðin ekkert hreyfst. Hver er fyrsta endurminning þín? Sem lítill pjakkur á þríhjóli í Betra hverfinu (Þórkötlustaðahverfi). Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Áfram eins og nú. Okkur Grind- víkingum þykir ekki leiðinlegt að skilja Keflvíkinga eftir í reyknum. Hér eru græjurnar sem til eru á lagernum þessa stundina. Rjúpa Þetta er ekki besta myndin sem að ég hef tekið, en í mínum huga er þetta magnaðasta „mómentið“ sem ég hef fangað. Ég fékk að fljóta með bróðir mínum sem er mikill veiðimaður á rjúpu og ég kom auga á þessa og byrjaði að mynda. Þar sem að ég var að mynda þá læddist bróðir minn til hliðar við mig án þess að ég yrði hans var og hleypti af og þarna er þetta rjúpugrey í miðju hagléli. Ég vill meina að þetta sé óheppnasta rjúpa í heimi, skotin tvisvar á sama augna- blikinu með myndavél og haglara. Himbriminn Himbriminn er klárlega minn uppáhalds fugl og ljósmyndadellan er þeim kostum búin að hún dregur mann út í náttúruna og hvetur til hreyfingar sem hverjum manni er holl. Svo er auðvitað ekki leiðinlegt að fá svona bónusa eins og þennan, að komast í nálægð við Himbrimann sitjandi á óðali sínu. Sólstafir Þetta er mynd sem að er tekin út yfir Járngerðarstaðasundið (innsiglingin til Grindavíkur). Eftir að ég tók upp þá reglu að hafa alltaf myndavélarnar með mér, brenndur af því svo oft að hafa ákveðið að nú væri veður og skyggni svo leiðinlegt og lélegt og örugglega ekkert að sjá, en lenda svo í því myndavélalaus að sjá eitthvað sniðugt. Þá er þetta einmitt dæmi mynd tekna á þannig degi. Ekkert nema dumbungur og drungi og svo allt í einu búmm, himininn opnast og þessir líka fallegu sólstafir stinga sér niður. Ljósmyndarinn fór glaður heim þarna í stað þess að vera bölvandi yfir því að hafa ekki tekið græjurnar með. JÓN STEINAR YFIRHEYRÐUR „Þegar að þú ferð af fullum krafti í fuglana, þá getur þú kysst allt annað bless.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.