Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 64
64 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Hildur Björk Pálsdóttir
hildur@vf.is
Þrettán ára gömul ákvað Súsanna
Edith Guðlaugsdóttir að einn daginn
færi hún til Afríku að hjálpa börnum.
Í fyrra lét hún verða af því og fór til
Höfðaborgar í Suður-Afríku í eins
konar samfélagsþjónustu þar sem
hún vann með börnum sem bjuggu
við erfiðar aðstæður og mikla fátækt.
Hún fór einnig til Jóhannesarborgar
og vann í dýraathvarfi fyrir munaðar-
laus og slösuð dýr, en hún segir þá
reynslu hafa gert sér enn betri grein
fyrir mikilvægi dýraverndar.
„Ég man eftir að hafa horft á þátt
um styrktarforeldra Unicef og verið
mjög hissa á að foreldrar mínir væru
ekki styrktarforeldrar. Ég tók málið
í mínar hendur og hringdi inn fyrir
hönd foreldra minna.“ Hún ákvað þá
að hún skyldi einhvern tímann fara til
Afríku og láta gott af sér leiða. Undir
lok framhaldsskólagöngunnar, þegar
flestir voru að safna fyrir útskriftar-
ferð safnaði Súsanna fyrir ferðinni til
Afríku, en hana hafði hún skipulagt í
samstarfi við ferðaskrifstofuna Kilroy.
Súsanna valdi verkefnið „Heart for
juniors Noordhoek“ sem er á vegum
You 2 Africa samtakanna og er stað-
sett í Noordhoek, í um 40 mínútna
fjarlægð frá Höfðaborg. „Verkefni
okkar var að aðstoða börn á aldrinum
1 til 15 ára með að læra ensku, lesa og
leika sér ásamt því að sýna þeim ást og
umhyggju. Við byrjuðum alla morgna
í bænum Ocean View, þar sem okkur
var skipt niður á mismunandi verk-
efni. Það virkaði þannig að þeir sem
voru lengst fengu yfirleitt erfiðustu
verkefnin því það var mikilvægt að
kynnast krökkunum og aðstæðunum
vel. Verkefnin voru mjög misjöfn en
mitt var að mæta á leikvöll á hverjum
morgni sem er í miðju hverfinu og
rölta í kringum hann til að finna þau
börn sem komust ekki í skólann og
voru þau á aldrinum 7 til 15 ára. Við
lögðum mikið upp úr því að hafa alltaf
gaman, fara í leiki, á bókasafnið að
lesa eða kæla börnin niður með vatns-
slöngum þegar það var alltof heitt úti.
Mikið var haft upp úr því að halda
börnunum uppteknum til að koma í
veg fyrir að þau færu í slæman félags-
skap.“
Foreldrarnir þakklátir
Sjálfboðaliðunum var bent á að
koma ekki með verðmæti með sér
þar sem foreldrar og eldri systkini
margra barnanna hafa þjálfað þau til
að stela öllu sem þau koma höndum
yfir. „En með tímanum kynntumst
við börnunum, lærðum nöfnin þeirra
og fórum í heimsókn heim til þeirra
þar sem við sáum aðstæðurnar sem
þau bjuggu við. Það var gaman að sjá
hve þakklátir foreldrar þeirra voru,“
segir Súsanna. Seinni part dags fóru
sjálfboðaliðarnir í bæinn Masiphum-
elele og var verkefni Súsönnu þar að
fara í svokölluð „wetlands,“ eða hverfi
með moldarkofum, engu rafmagni né
rennandi vatni og vera til staðar fyrir
börnin sem búa þar.
„Við vorum með tvo kofa. Í öðrum
þeirra voru ungabörn og í hinum voru
munaðarlaus börn á aldrinum 1 til 5
ára. Þegar ég kom þangað fyrst fékk
ég létt hjartaáfall. Börnin höfðu eina
fóstru en hún svaf allan daginn og
þegar börnin reyndu að ná athygli
hennar þá lamdi hún þau. Hún talaði
ekki ensku svo við gátum ekki talað við
hana né börnin. Ég og önnur stelpa í
hjálparstarfinu töluðum við samtökin
og útskýrðum að okkur þætti erfitt að
horfa upp á þetta. Börnin fengu nýja
fóstru sem talaði örlitla ensku og var
tilbúin að vinna með okkur. Hvert
verkefni hafði svokallaða ömmu sem
allir kalla „mama,“ líka sjálfboðalið-
arnir. Mama, ásamt fóstrunni sáu um
að skipta á börnunum og hlúa að þeim
ef þau slösuðu sig, en um 40 prósent
íbúa bæjarins eru smituð af HIV. Í Ma-
siphumelele, eða Masi eins og hann er
kallaður, er einungis talað tungumálið
Xhosa, svo við lögðum mikið upp úr
því að kenna krökkunum að syngja
lög á ensku, telja upp á tíu og læra um
litina og dýrin. Áður en við komum
héngu börnin inni í kofanum allan
daginn og sum þeirra fengu ekkert
að borða. Í framhaldi af því ákváðum
við að byrja alla daga á því að syngja
höfuð, herðar, hné og tær ásamt alls
konar litaleikjum. Við fórum með
börnin á leikvelli á hverjum degi til
að leyfa þeim að fá útrás svo allir
væru vel þreyttir fyrir lúr dagsins. Um
leið og við sáum að sum barnanna
fengu ekki að borða ákváðum við að
byrja að smyrja nesti fyrir alla. Eitt
af því sem við áttum mest erfitt með
að meðtaka var að það voru engin
klósett, enginn klósettpappír og flest
barnanna voru aðeins með eina tau-
bleyju allan daginn. Við reyndum að
venjast þessu en enduðum á því að
koma með klósettpappír með okkur á
hverjum degi. Þar sem ég og sjálfboða-
liðinn með mér í verkefninu vorum
þarna í einn og hálfan mánuð langaði
okkur að gera eitthvað meira. Við til
dæmis máluðum kofann að innan,
keyptum borð og stóla ásamt því að
útbúa blöð með litum, dýrum, tölum
og líkamanum sem hengd voru upp á
vegg. Þetta hjálpaði okkur mikið við
að kenna krökkunum líkamsparta og
liti. Við ákváðum einnig að kaupa kló-
sett og borga fyrir að leggja lagnir sem
kostaði okkur litlar 15 þúsund krónur
íslenskar.“
Skotárás á leikvelli
Súsanna dvaldi með hinum sjálfboða-
liðunum í bænum Kommetjie í húsi
sem hún segir líta að vissu leyti út eins
og húsin á Íslandi nema þau eru opin,
og bjóða því dýrum eins og slöngum,
●● Súsanna●Edith●Guðlaugsdóttir●vann●með●börnum●sem●búa●við●mikla●fátækt●
●● Starfaði●líka●í●dýraathvarfi●fyrir●munaðarlaus●og●slösuð●dýr
Sjálfboðastarf
Súsönnu í Suður-Afríku
Súsanna að kyssa
fílinn Three. „Fílinn
var klárlega uppá-
halds dýrið mitt
í Glen Afric og
finnst mér þeir vera
ein mögnuðustu
dýr sem til eru.“
Súsanna með Ashalele,
eins árs, sofandi í fanginu
í Masi. „Ég náði vel til As-
halele en hún og tvíbura-
systir hennar eru báðar
mjög veikar af nýrnasjúk-
dóm.“