Víkurfréttir - 22.12.2016, Side 54
54 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Jólabíómyndin sem
kemur þér í skapið?
Það myndi vera Christmas Vacation.
Drepfyndin, sérstaklega á þessum
tíma árs.
Sendir þú jólakort
eða hefur Facebook tekið yfir?
Við sendum ennþá eitthvað af jóla-
kortum, það er bara hluti af stemn-
ingunni að fá fallegar jólakveðjur á
pappír frá ættingjum og vinum.. En
við setjum jólakveðju á Facebook líka.
Ertu vanafastur um jólin, eitthvað
sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Já, eru það ekki allir, það má til dæmis
byrja á undirbúningnum, skatan
á Þorláksmessu, undirbúa jólamat-
inn, skreyta jólatréð og alltaf minn-
ist ég þess að þurfa að keyra út ein-
hverjum jólakortum á aðfangadag,
sem „gleymdist“ að senda. Síðan er
kveikt á kertum á leiðum hjá látnum
ættingjum. Maturinn er alltaf á sama
tíma og pakkarnir opnaðir þegar búið
er að ganga frá eftir matinn.
Eftirminnilegasta jólagjöf
sem þú hefur fengið?
Ætli það sé ekki pakkinn með snuð-
inu, um jólin 2002 sem gaf til kynna
að við værum að verða afi og amma.
Fyrsta barnabarnið fæddist svo í júlí
2003.
Er eitthvað eftirminnilegt í huga
þér frá yngri árum þínum á jólum?
Já, mér er minnisstætt að hafa fengið
sama jólamat og við eldum um hver
jól. Í minningunni var alltaf snjór og
lítið um jólaseríur í gluggum nema
þá helst hjá bandarískum fjölskyldum
sem bjuggu í bænum. Í þá daga var
jólagóðgætið appelsínur og epli, síðan
var kannski laumað til okkar kon-
fektmola á aðfangadagskvöldi. Það
flæddi ekki sælgæti úr öllum skálum
í þá daga.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Við erum alltaf með beinlausa fugla í
matinn á aðfangadag. Það hefur verið
þannig alveg frá því ég man eftir mér
og eitthvað aftur í ættir. Þetta er þó
ekki fuglakjöt enda útbúið úr lamba-
lærisneiðum sem eru úrbeinaðar,
barðar, kryddaðar og fylltar með kjöt-
farsi og beikon sneiðum. Þetta er síðan
vafið og bakað í ofni. Það bíða allir
spenntir eftir þessum eðal mat.
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Þegar allar verslanir hafa lokað á að-
fangadag. Þá fyrst færist ró yfir.. nei í
alvöru þá finnst mér þetta vera komið
þegar búið er að skreyta jólatréð á
Þorláksmessukvöldi. Þá skreytum við
saman, hlustum á jólatónlist og jóla-
kveðjur í útvarpi.
Hefur þú verið eða gætir þú
hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Við höfum tvívegis verið erlendis um
jól og það var mjög gaman. Í dag er
það þannig að helst vill maður hafa
alla fjölskylduna með og krefst það
mikillar skipulagningar ef allir eiga
að komast. Nú seinni árin höfum við
haldið okkur heima en hver veit hvað
verður, það er alltaf gaman að breyta
til.
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Ekki get ég sagt það. Mér finnst yfir-
leitt allt jólaskraut fallegt og gott í hófi.
Ég var duglegri að skreyta hér áður
fyrr en nú vil ég hafa þetta einfalt og
fljótlegt.
Hvernig verð þú jóladegi?
Það er slökun fram eftir degi, lesið
eða horft á sjónvarp og nartað í af-
ganga frá aðfangadegi. Seinni partinn
er síðan haldið í Kópavoginn, í heim-
sókn til tengdó, þar sem hangikjöt er
á boðstólum. Þá er fjör, tekið í spil og
haft ofan af fyrir þeim yngstu.
Óska öllum gleðilegra
jóla og farsældar á nýju ári.
Jólaspjall:
Appelsínur og epli
-voru góðgætið í þá daga
Þórður Karlsson, gæða- og öryggisstjóri hjá
Íslenskum aðalverktökum, er fæddur og uppal-
inn í Reykjanesbæ og er giftur Sigurlínu Högna-
dóttur. Þórður keyrir alltaf út síðustu jólakortin
sem „gleymdist“ að senda, á aðfangadegi. Eitt
sinn fengu þau hjónin pakka með snuði í jóla-
gjöf, en það gaf til kynna að þau væru að verða
afi og amma.
AUGLÝSING
Deiliskipulagsbreyting Hafnargata 12
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst
til kynningar eftirfarandi deiliskipulagstillaga.
Deiliskipulagssvæðið er lóðin Hafnargata 12 (SBK-lóðin). Fjarlægja
á núverandi byggingar og byggja 3. hæða íbúðablokk með 77 íbúð-
um og bílastæðakjallara. Skv. gildandi aðalskipulagi er þetta íbúða-
svæði.
Tillaga ásamt fylgigögnum verður til sýnis á skrifstofu Reykjanes-
bæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 22. desember 2016 til 2. febrúar
2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanes-
bæjar, www.reykjanesbaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila
inn athugasemdum er til 2. febrúar 2017. Skila skal inn skriflegum
athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Reykja-
nesbæ.
Reykjanesbæ, 22. desember 2016.
Skipulagsfulltrúi
Mörgum sögum fer af við-
ræðum um stjórnarmyndun og
vinnu við fjárlagagerð.
Reyndar er ólíku saman að
jafna vegna þess að niðurstöður
kosninga skópu engar skýrar
línur utan um augljósa stjórn
en við breytingar á fjárlögum
verða til alls konar samstöðu-
hópar. Vinstrihreyfingin grænt
framboð hefur haldið fast við
þau fyrirheit að afla fjár til allra
brýnustu umbóta í heibrigðis-
þjónustu, menntakerfi og vel-
ferðarkerfi, og úrbóta í sam-
göngum hvers konar. Sett það í
fyrsta sæti, fram fyrir til dæmis
breytingar í atvinnumálum eða
hvað varðar stjórnarskrá, en
hvort tveggja eru þó mikilvæg
mál sem ríkisstjórn myndast
um. Á ríkisfjármálum hefur
strandað þegar hér er komið,
um miðjan desember.
Þetta er mér efst í huga þegar
hallar að jólum og áramótum,
nú þegar vinna við ný fjárlög
ríkisins er mikil og ótal erindi
berast og áköll heyrast um
aukið fé til brýnna verkefna.
Eftir nokkra daga taka hug-
renningar um jól og nýtt ár
að lauma sér í þingstörfin og
andrúmsloftið á vinnustaðnum
tekur að léttast.
Hin tvöfalda hátíð í desember,
gömlu, hefðbundnu jólin
og vonglöð áramótin, mótar
man n l í f i ð me st an h lut a
desember. Það er bæði gott og
hollt en um leið má minna á
hófstillingu og mannúð sem
væri óskandi að einkenndi
þennan tíma.
Langt frá okkur, víða í heimi,
einkenna skelfileg manndráp
og mannréttindabrot heilu
samfélögin. Við getum bæði
fordæmt gerendurna og lýst
samúð gagnvart þolendum
en verðum að ganga lengra.
Sem ríki verðum við að leggja
hjálpar- og friðaöflunum lið.
Sem mannverur verðum við
að aðstoða einstaklinga og fjöl-
skyldur er hrópa á hjálp. Það
gerum við með hjálparstarfi
þar sem fólkið er statt og með
því að taka við flóttamönnum
með reisn og kærleika.
Ég óska íbúum Suðurkjör-
dæmis gleðilegrar jólahátíðar
og farsældar á nýju ári.
Frá þingmanni VG
- til ykkar í Suðurkjördæmi
Ari
Trausti Guð-
mundsson
- Húsasmiður (innréttingasmíði)
- Húsasmiður (almenn smíðavinna)
- Pípulagningamaður / vélstjóri
bluelagoon.is/atvinna
Kynntu þér málið á
og sæktu um
VIÐ LEITUM AÐ
IÐNAÐARMÖNNUM
Á FASTEIGNASVIÐ
Iðnaðarmenn eru mikilvægur hluti af starfsliði Bláa Lónsins.
Nú viljum við stækka þennan samstillta hóp og bjóðum upp á
þægilegan vinnutíma og góðan aðbúnað.
Skemmtiferðir
og fríðindi
Góður
starfsandi
Einstakt
umhverfi
Góður
matur
Akstur til
og frá vinnu
STÖRF Í BOÐI
Nánari upplýsingar veitir Ámundínus Örn Öfjörð í síma 660 8820. Umsóknarfrestur er til og með 8. jan.