Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 38
38 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR við björgunarstörf á svæðinu. Bæjarráð hefur því fullan skilning á að taka þurfi mið af aðstæð- um,“ segir í ályktun sem sam- þykkt var á aðfangadag 2006. „Bæjarráð gerir því ekki athugasemd við þá ákvörðun sérfræðinga á veg- um Umhverfisstofnunar að vinna á strandstað verði takmörkuð á meðan veður og straumar ógna ör- yggi starfsmanna á þeirra vegum. Bæjarráð telur hins vegar rétt að leggja áherslu á þá skoðun bæjaryf- irvalda að mikilvægt er að vinna við dælingu olíunnar á land hefjist um leið og aðstæður til þess skapast og treystir sérfræðingum Umhverfis- stofnunar og þeim sem á hennar vegum starfa til að tryggja að svo verði. Af gefnu tilefni er einnig rétt að taka það fram að bæjaryfirvöld eða starfsmenn Sandgerðisbæjar taka engan þátt í ákvarðanatöku eða fram- kvæmd aðgerða á strandstað. Um- hverfisráð bæjarfélagsins, bæjarráð og bæjarstarfsmenn eru til reiðu og munu bregðast við ef og þegar eftir því verður leitað undir stjórn Umhverfisstofnunar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja,“ sagði jafnframt í ályktuninni. Talsvert var tekist á um Wilson Muuga í ársbyrjun 2007. Bæjar- yfirvöld í Sandgerði hugðust leita réttar síns fyrir dómstólum ef eigendur Wilsons Muuga færu ekki að vinna í því að fjarlægja skipið úr Hvalsnesfjöru þar sem það hafði setið í mánuð. Vildu bæjaryfir- völd meina að útgerð skipsins væri að tefja brottflutning skipsins. Starfsmenn Náttúrufræðistofu Reykjaness fundu talsverða olíu- mengun í fjörunni við Wilson Muuga síðdegis þann 19. febrúar 2007 þegar þeir gengu fjörur á Hvalsnesi. „Hugs- anlegt er að þar sé að finna örsök þeirrar olíumengunar sem hundruð sjófugla lentu í nú um helgina og sést hafa meðfram ströndum við Garð- skaga. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þess fara á staðinn í fyrra- málið og meta aðstæður. Að sögn starfsmanns hjá Náttúrufræðistofu virðist nokkur olía hafa borist upp á land og sest í tjarnir ofan við fjörukambinn. Starfsmaður Nátt- úrufræðistofu Reykjaness treysti sér þó ekki til að meta umfang meng- unarinnar, það yrði að metast af þeim aðilum sem til þess hefðu sérþekk- ingu,“ sagði í frétt á vef Víkurfrétta. Fjölmennur hópur á vegum Bláa hersins var kallaður til. Hann hreins- aði meðal annars olíublautt þang úr Gerðakotstjörn. Voru um 25 tonn af olíublautu þangi flutt á brott. Í mars 2007 tilkynnti umhverfisráð- herra að samkomulag hefði náðst við eigendur skipsins um að fjarlægja það af strandstað. Þau voru svo fölskva- laus fagnaðarlætin í fjörunni við strandstað Wilson Muuga þann 17. apríl 2007 þegar skipið náðist á flot um klukkan hálf sex síðdegis. „Enda voru menn búnir að leggja nótt við nýtan dag síðustu sólarhringana við undirbúning björgunarinnar“. Það var síðan í byrjun júní sem skipið hélt af landi brott áleiðis til Líbanon. Þar átti að gera skipið upp. Skipið fékk nafnið Karim. Wilson Muuga á strandstað í ársbyrjun 2007. Loðnuflotinn skammt undan. Útkallið breyttist fljótt þegar léttabáturinn frá Triton fórst í briminu og leita þurfti af átta bátsmönnum. Einn þeirra fórst. 25 tonn af olíublauti þangi voru hreinsuð upp af svæðinu. Flogið yfir strandstað með TF-LÍF. 3700 tonna skipið er risastórt í fjörunni í samanburði við jeppann og fólkið. Það var fagnað þegar skipið náðist loks á flot í apríl 2007. Dráttarbátur togar í Wilson Muuga í Hvalsnesfjöru 17. apríl 2007. Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðing- ur með olíublautan æðarfugl. Víkurfréttamyndir: Ellert Grétarsson, Þorgils Jónsson, Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.