Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 38
38 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
við björgunarstörf á svæðinu.
Bæjarráð hefur því fullan skilning
á að taka þurfi mið af aðstæð-
um,“ segir í ályktun sem sam-
þykkt var á aðfangadag 2006.
„Bæjarráð gerir því ekki athugasemd
við þá ákvörðun sérfræðinga á veg-
um Umhverfisstofnunar að vinna
á strandstað verði takmörkuð á
meðan veður og straumar ógna ör-
yggi starfsmanna á þeirra vegum.
Bæjarráð telur hins vegar rétt að
leggja áherslu á þá skoðun bæjaryf-
irvalda að mikilvægt er að vinna við
dælingu olíunnar á land hefjist um
leið og aðstæður til þess skapast og
treystir sérfræðingum Umhverfis-
stofnunar og þeim sem á hennar
vegum starfa til að tryggja að svo
verði. Af gefnu tilefni er einnig rétt
að taka það fram að bæjaryfirvöld
eða starfsmenn Sandgerðisbæjar taka
engan þátt í ákvarðanatöku eða fram-
kvæmd aðgerða á strandstað. Um-
hverfisráð bæjarfélagsins, bæjarráð
og bæjarstarfsmenn eru til reiðu
og munu bregðast við ef og þegar
eftir því verður leitað undir stjórn
Umhverfisstofnunar og í samráði
við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja,“
sagði jafnframt í ályktuninni.
Talsvert var tekist á um Wilson
Muuga í ársbyrjun 2007. Bæjar-
yfirvöld í Sandgerði hugðust leita
réttar síns fyrir dómstólum ef
eigendur Wilsons Muuga færu ekki
að vinna í því að fjarlægja skipið úr
Hvalsnesfjöru þar sem það hafði
setið í mánuð. Vildu bæjaryfir-
völd meina að útgerð skipsins væri
að tefja brottflutning skipsins.
Starfsmenn Náttúrufræðistofu
Reykjaness fundu talsverða olíu-
mengun í fjörunni við Wilson Muuga
síðdegis þann 19. febrúar 2007 þegar
þeir gengu fjörur á Hvalsnesi. „Hugs-
anlegt er að þar sé að finna örsök
þeirrar olíumengunar sem hundruð
sjófugla lentu í nú um helgina og sést
hafa meðfram ströndum við Garð-
skaga. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja
hefur verið gert viðvart og munu
fulltrúar þess fara á staðinn í fyrra-
málið og meta aðstæður. Að sögn
starfsmanns hjá Náttúrufræðistofu
virðist nokkur olía hafa borist upp
á land og sest í tjarnir ofan við
fjörukambinn. Starfsmaður Nátt-
úrufræðistofu Reykjaness treysti sér
þó ekki til að meta umfang meng-
unarinnar, það yrði að metast af þeim
aðilum sem til þess hefðu sérþekk-
ingu,“ sagði í frétt á vef Víkurfrétta.
Fjölmennur hópur á vegum Bláa
hersins var kallaður til. Hann hreins-
aði meðal annars olíublautt þang úr
Gerðakotstjörn. Voru um 25 tonn
af olíublautu þangi flutt á brott.
Í mars 2007 tilkynnti umhverfisráð-
herra að samkomulag hefði náðst við
eigendur skipsins um að fjarlægja það
af strandstað. Þau voru svo fölskva-
laus fagnaðarlætin í fjörunni við
strandstað Wilson Muuga þann 17.
apríl 2007 þegar skipið náðist á flot
um klukkan hálf sex síðdegis. „Enda
voru menn búnir að leggja nótt við
nýtan dag síðustu sólarhringana
við undirbúning björgunarinnar“.
Það var síðan í byrjun júní sem
skipið hélt af landi brott áleiðis til
Líbanon. Þar átti að gera skipið
upp. Skipið fékk nafnið Karim.
Wilson Muuga á strandstað í ársbyrjun
2007. Loðnuflotinn skammt undan.
Útkallið breyttist fljótt þegar léttabáturinn frá Triton fórst í briminu og leita þurfti af átta bátsmönnum. Einn þeirra fórst.
25 tonn af olíublauti þangi voru
hreinsuð upp af svæðinu.
Flogið yfir strandstað með TF-LÍF.
3700 tonna skipið er risastórt í fjörunni
í samanburði við jeppann og fólkið.
Það var fagnað þegar skipið
náðist loks á flot í apríl 2007.
Dráttarbátur togar í Wilson Muuga
í Hvalsnesfjöru 17. apríl 2007.
Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðing-
ur með olíublautan æðarfugl.
Víkurfréttamyndir:
Ellert Grétarsson, Þorgils Jónsson,
Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson