Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 24
24 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR RAUÐA KROSS BÚÐIN kom unga fólkinu á óvart „Þetta verkefni sem við fengum var afar krefjandi. Ég vissi í rauninni ekki hvað ég var að koma mér út í en það hljómaði spennandi. Um leið og ég gekk inn í Rauða Krossinn blasti við mér fullt af fallegum flíkum og það tók mig ekki langan tíma að finna mér föt sem ég varð strax ástfangin af,“ sagði Azra Crnac. „Ég valdi mér tvær yfirhafnir, tvennar buxur, peysu og bol. Yfirhafnirnar hafði ég hugsað sem smá „blast from the past“ sem ætti við okkar nútíma tísku. Ég hef lengi leitað mér að dúnúlpu við hæfi, sem mér þykir temmilega „oversized“ en ekki of síð. Viti menn, það leyndist ein slík í fatarekkanum í búðinni. Það var fyrsta flíkin sem ég fann. Svo fann ég fallegan „vintage“ pels sem mig hefur lengi dreymt um en það er ótrúlegt hvað það leynast margar gersemar þarna inni. Pelsinn er hægt að nota við marga viðburði, hvort sem það er rölt á Laugaveginum á köldum vetrardegi eða á leiðinni í jólaboð. Buxurnar voru ekki af verri gerðinni, mjög einfaldar gallabuxur sem ég fann með aðstoð starfs- fólks. Starfsfólkið átti mikinn þátt í fatavalinu en ég þurfti ekki annað en að lýsa fyrir þeim flíkinni sem ég hafði séð fyrir mér og á augabragði voru þær mættar með hana skæl- brosandi. Svoleiðis fann ég einmitt fínu, útvíðu buxurnar sem ég klæðist við pelsinn. Ég vildi fá slíkar buxur við fal- legan bol sem myndi falla vel saman. Bolurinn sem ég valdi er ekkert ósvipaður „gatsby“ fílingnum og fannst mér hann mjög viðeigandi. Þessi ferð mín í Rauða krossinn skildi eftir hlýja minningu í hjartanu. Ég sá svo mikið og mér finnst magnað að geta endurnýtt gamlar flíkur sem eru að koma aftur í tísku á hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Það skemmir ekki reynsluna að starfsfólkið er gríðarlega hvetjandi og huggulegt. Reynslan mín var svo jákvæð að ég mun hiklaust nýta mér það að fara þangað aftur og helst með vinkonur mínar í eftirdragi.“ „Þetta verkefni sem við fengum að taka þátt í var mjög spennandi og skemmtilegt. Ég var ekki alveg viss um hvað ég væri að koma mér út í og ég hafði ekki hugmynd um það hvort ég myndi finna mér eitthvað af flottum fötum. Ég hafði litlar væntingar en mér brá verulega þegar ég kom á staðinn og sá mikið af flottum fatnaði sem ég bjóst ekki við að væri til. Ég valdi mér flottan vaxjakka, svartan bol, svartar gallabuxur og brúna fína kuldaskó í venju- lega „outfittið“ mitt. Það tók mig ekki langan tíma að finna fötin en ég var gríðarlega ánægður með út- komuna og þetta er klárlega fatnaður sem ég myndi ganga í hversdagslega. Að velja jóladressið var aðeins meira krefjandi en gaman. Það var mikið af flottum jakkafötum í ýmsum stærðum. Eftir dágóða leit fann ég geggjuð kjólföt sem ég gat bara ekki látið vera. Þau pössuðu vel á mig og urðu fyrir valinu. Jóladressið var því samsett af kjólfötum að ofan, svartri skyrtu, vín- rauðri slaufu og fann svo þessa fínu „Chelsea bo- ots.“ Ég er virkilega ánægður með það sem ég valdi mér. Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Starfs- fólkið er alveg yndislegt og virkilega hjálpsamt og vil ég þakka þeim sérstaklega. Það er alveg klárt mál að ég mun fara oftar í Rauða Krossinn að skoða mér og kaupa föt. Þar leynist greinilega mikið af flottum fötum á mjög ódýru verði.“ AZRA: „Mun hiklaust fara aftur með vinkonurnar í eftirdragi“ ●● Magnað●að●geta●endurnýtt●gamlar●flíkur●sem●eru●að●● koma●aftur●í●tísku●á●hagkvæman●og●umhverfisvænan●hátt Rauði Krossinn á Suðurnesjum rekur fataverslun við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ þar sem boðið er upp á fatnað sem fólk á svæðinu hefur gefið. Þar er mikið úrval af alls kyns fatnaði í öllum stærðum og gerðum. Við fengum með okkur tvo unga Suðurnesjamenn, þau Özru Crnac og Arnór Breka til þess að fara í Rauðakross-búðina og kaupa tvö „outfit“, eitt hversdags og annað aðeins fínna fyrir jólin. Þau fengu 10.000 krónur í heildina til þess og tókst vel til. ARNÓR BREKI: „Klárt mál að ég mun fara oftar að skoða og kaupa mér föt“ ●● Þarna●leynast●mikið●af●flottum●ódýrum●fatnaði „Starfsfólkið er alveg yndislegt og virkilega hjálpsamt og vil ég þakka þeim sérstaklega“ „Pelsinn er hægt að nota við marga við- burði hvort sem það er rölt á Laugaveginum á köldum vetra- degi eða á leið- inni í jólaboð.“ „Ég hef lengi leitað mér að dúnúlpu við hæfi, sem mér þykir temmi- lega „oversized“ en ekki of síð.“ „Jóladressið var því sam- sett af kjól- fötum að ofan, svartri skyrtu, vín- rauðri slaufu og fann svo þessa fínu Chelsea boots.“ Ég valdi mér flottan vax jakka, svartan bol, svartar gallabuxur og brúna fína kuldaskó í venjulega „outfittið“ mitt.“ Páll Orri Pálsson pop@vf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.