Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 50
50 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Hvenær fékkstu áhuga á ljósmyndun?
Váhh. Þetta er stór spurning. Ég vil
meina að ég hafi alltaf haft áhuga á
ljósmyndun og alltaf dáðst af fallegum
myndum. Fyrsta alvöru myndavélin
mín var Canon 40D.
Hvað kveikti áhugann?
Stórt er spurt. Hver hefur ekki setið
eða staðið fyrir framan fallega mynd
og dáðst að? Ég á auðvelt með að hríf-
ast af landslagsmyndum og myndum
sem tengjast sjónum á einhvern hátt
og held að þannig myndir hafi kveikt
í mér í upphafi.
Hvernig er ljósmyndataskan í dag?
Hvaða vél og linsur eru í töskunni og
hvaða linsu ertu oftast að nota?
Í dag er ég að nota tvær vélar, annars
vegar Canon 7D og hins vegar er það
Canon 7D Mark II. Ég nota Canon EF
100 - 400mm aðdráttarlinsu aðallega
þegar að ég er að mynda báta koma að
landi og svo nota ég Canon 16 - 35mm
í nánast allt annað og bæti við hana
„filterum“ og öðru sem við þarf að éta.
Svo leynist reyndar í töskunni Sam-
yang 2,8 - 14mm sem er dregin upp
þegar norðurljósin sýna sig. Það er
eitthvað fleira dót í pokunum en það
er dýpra á því.
Hvar liggur áhugasvið þitt
í ljósmynduninni?
Bátar eru þér hugleiknir.
Já, bátar eru mér nánast allt, ef svo
má segja. Maður er náttúrulega alinn
upp við sjávarsíðuna og kemst þar af
leiðandi ekki undan því að hrífast af
því sem gengur á í kringum mann og
eitt af því er náttúrulega sjórinn og allt
í kringum hann. Hetjurnar sem voru
á bátunum og einnig bátarnir sjálfir.
Allt átti þetta sína sögu, og að heyra
sögur þegar maður var að alast upp af
Willard eða Venna á Grindvíking, Öl-
ver á Geirfugli, Svenna Ísaks á Hrafni
og Helga á Hafberginu þegar að þeir
lentu í mokfiskiríii eða lentu í brjáluðu
veðri og þar fram eftir götunum. Það
kveikti ákveðinn áhuga og ljóma yfir
sjómennsku og bátum.
Ég geri ráð fyrir að þú hafir varið
mörgum klukkustundum við innsigl-
inguna í von um rétta augnablikið?
Hefur þú náð því?
Já, innsiglingin hefur verið á köflum
mitt annað heimili og ég hef, þó ég
segi sjálfur frá, náð nokkuð góðum
myndum, en svo kemur alltaf upp
kappið í manni að ná betri mynd en
maður náði síðast. Þannig að svarið
við þessari er já, ég er búinn að fanga
rétta augnablikið, en á bara eftir að ná
því „örlítið“ réttara.
Þú hefur einnig gaman
af því að mynda fugla.
Áttu þér uppáhalds fugl?
Já, ég hef gaman að því að mynda fugla
og einnig að fylgjast með þeim, þó
svo að ég hafi ekki sökkt mér í það að
mynda þá.
Það sagði mér maður sem er í fugla-
ljósmyndun; „Þegar að þú ferð af
fullum krafti í fuglana, þá getur þú
kysst allt annað bless.“ Þannig að ég
hef ekki farið að krafti í það frekar en
golfið.
Uppáhaldsfuglinn minn er tvímæla-
laust himbriminn. Ég hef bæði þurft
að slást við að ná góðum myndum af
honum og einnig lent í slagsmálum
við að greiða hann úr silunganetum.
Kröftugur fugl sem að ég ber ómælda
virðingu fyrir.
Ferðu í sérstakar ljósmyndaferðir eða
ertu bara með myndavélina til taks ef
þú sérð eitthvað áhugavert?
Ég fer í ljósmyndaferðir af og til þegar
færi gefast og hins vegar þá er ég nán-
ast alltaf með vélarnar með mér þegar
ég er á ferðinni utan vinnutíma. Ég
hafði marg oft lent í því að kíkja út um
gluggann og ákveða, nei það er ekkert
sérstakt veður, eða skyggni og ekkert
að sjá og þar fram eftir götunum... Svo
sá maður eitthvað, en engin vél með í
för. Þannig að núna hef ég tamið mér
að grípa vélarnar alltaf með.
Ertu að fara um landið til að mynda
eða er „nafli alheimsins“ og hans
nánasta umhverfi þitt svæði?
Nafli alheimsins er náttúrulega mitt
svæði. En, jú ég rata alveg út fyrir
grindahliðið og geri mér reglulega
ferðir víðar um land.
Hefur þú haldið sýningu
eða stendur til að gera slíkt?
Nei, ég hef ekki haldið sýningu en það
hefur verið orðað við mig nokkrum
sinnum að gera slíkt. Þá kikkar félags-
fælnin inn. Nei, það hefur bara aldrei
orðið af því, einhverra hluta vegna.
Ágúst GK í brimi
Áhugi minn á bátum og bátamyndum hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum. Það að hafa alist upp í kringum sjóinn og séð
bátana koma að í alls kyns veðrum getur ekki gert annað en að byggja upp hjá manni ákveðna virðingu fyrir hafinu og þeim
mönnum sem það sækja. Þessi mynd finnst mér sýna svo vel hvaða krafta menn eru að slást við þegar sótt er yfir vetrartímann
og veður eru válynd. Tek hatt minn ofan fyrir sjómönnum þessa lands. Það eru myndir eins og þessi sem að gera þetta brölt
þess virði að halda áfram og gera betur. Reyna að ná betri mynd næst...
Jón Steinar Sæmundsson er fæddur á Ísafirði 30. júní en fluttist til Grindavíkur, sem hann kallar
Nafla alheimsins, á fyrsta ári. Jón Steinar lauk grunnskólagöngu í Grindavík og fór í framhaldinu í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja og nam þar húsasmíði að mestu leiti, án þess þó að ljúka náminu. Hann starfar
í dag sem tæknistjóri hjá Vísi h/f í Grindavík og sér um viðhald á vélum og búnaði í saltfiskvinnslu
fyrirtækisins í Grindavík. Þegar Jón Steinar er ekki í vinnunni þá er hann út um allar koppa grundir
með myndavélina.
Norðurljósin
Norðurljósin eru magnað fyrirbæri og heilla ábyggi-
lega meirihluta ljósmyndara og er undirritaður þar
engin undantekning. Þessi mynd er kannski mín
besta en skorar samt hátt þar sem að þetta líka
magnaða stjörnuhrap rataði inn á hana. Það eru
svona augnablik sem gera það fullkomlega þess virði
að standa klukkutímum saman úti í kaldri nóttinni,
og maður fer sáttur á koddann.
●● Jón●Steinar●Sæmundsson●er●nánast●alltaf●með●myndavél●við●höndina
Á auðvelt með að
hrífast af landslagsmyndum
Áhugaljósmyndarinn
Jón Steinar Sæmundsson.